Morgunblaðið - 30.10.2015, Page 21

Morgunblaðið - 30.10.2015, Page 21
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 21.10.15 - 27.10.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Mamma klikk ! Gunnar Helgason Þarmar með sjarma Giulia Enders Íslensk litadýrð Elsa Nielsen Dimma Ragnar Jónasson Heimska Eiríkur Örn Norðdahl Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson Útlaginn Jón Gnarr/Hrefna Lind Heimisdóttir Hrellirinn Lars Kepler Hundadagar Einar Már Guðmundsson Inn í myrkrið Ágúst Borgþór Sverrisson Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tíu frambjóðendur í forkosningum repúblikana tóku þátt í sjónvarps- kappræðum í fyrrakvöld og spjótin beindust þá einkum að Donald Trump og Ben Carson sem eru með mest fylgi ef marka má síðustu skoðanakannanir. Báðir eru þeir óreyndir í stjórn- málunum; Ben Carson er fyrrver- andi taugaskurðlæknir en Trump einn af þekktustu auðkýfingum Bandaríkjanna. Trump þótti óvenju stilltur í framgöngu að þessu sinni, forðaðist að gagnrýna keppinauta sína og var jafnvel „forsetalegri“ en áður, eins og fréttaskýrandi CNN orðaði það. Hann telur að Trump hafi komið vel út úr kappræðunum og e.t.v. sefað áhyggjur kjósenda sem telja hann of duttlungafullan til að geta gegnt forsetaembættinu. Ben Carson forðaðist einnig að gagnrýna keppinauta sína og hafði sig lengst af lítið í frammi. Hann þurfti ekki að blása til sóknar því að kannanir benda til þess að fylgi hans hafi aukist síðustu vikur og talið er að kappræðurnar hafi lítil áhrif á stuðninginn við hann. Carson hefur verið gagnrýndur vegna nokkurra vafasamra ummæla sinna í kosn- ingabaráttunni, m.a. um að líkurnar á útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum hefðu verið miklu minni ef byssueign almennings í Þýskalandi hefði ekki verið takmörkuð. Skoðanakannanir benda til þess að Carson njóti einkum góðs af því að margir kjósendanna telja hann vera viðkunnanlegri en keppinautarnir, m.a. vegna rólegs viðmóts hans og hnyttni, auk virðingarinnar sem hann ávann sér sem taugaskurð- læknir eftir að hafa brotist til mennta úr fátækt, að sögn New York Times. Atlagan kom Bush í koll Einn frambjóðendanna, John Kas- ich, ríkisstjóri Ohio, gagnrýndi efna- hagsstefnu Trumps og Carsons og sagði loforð þeirra um skattalækk- anir vera „draumórastefnu“ sem myndi stórauka fjárlagahalla Banda- ríkjanna. „Gott fólk, við verðum að vakna. Við getum ekki kosið ein- hvern sem veit ekki hvernig standa þarf að verki. Þið þurfið að kjósa ein- hvern sem hefur reynslu.“ Kasich er á meðal nokkurra fram- bjóðenda sem höfða til miðjumanna og reyna að sannfæra ráðandi öfl í flokki repúblikana – og peningaöflin – um að þeir séu best til þess fallnir að sigra þá frambjóðendur sem eru lengra til hægri og síðan Hillary Clinton, sem er talin líklegust til að verða forsetaefni demókrata. Helstu keppinautar Kasich í þeirri baráttu eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, Jeb Bush, fyrrverandi ríkis- stjóri Flórída, og Marco Rubio, öld- ungadeildarþingmaður frá Flórída. Margir fréttaskýrendur telja að Rubio hafi verið helsti sigurvegarinn í þriðju sjónvarpskappræðum fram- bjóðendanna í fyrrakvöld, tæpum 100 dögum áður en forkosningar repúblikana hefjast. Aðrir telja að Chris Christie hafi staðið sig best en flestir eru sammála um að Jeb Bush hafi komið illa út úr rimmunni. Bush hefur hingað til verið tregur til að gagnrýna Marco Rubio, fyrr- verandi skjólstæðing sinn, en ákvað að leggja til atlögu við hann í kapp- ræðunum með því að skírskota til þess að þingmaðurinn hefur misst af meira en 60 atkvæðagreiðslum í öld- ungadeildinni frá því að hann bauð sig fram í forkosningunum. „Þetta er sex ára kjörtímabil, þú ættir að mæta í vinnuna,“ sagði Jeb Bush við Rubio. „Er þetta frönsk vinnuvika? Segðu bara af þér og látu einhvern annan taka við starfinu.“ Rubio varðist þessu fimlega og margir fréttaskýrendur telja að at- lagan hafi komið Bush sjálfum í koll. „Við sækjumst eftir sama embætti og einhver hefur sannfært þig um að það hjálpi þér að ráðast á mig,“ sagði Rubio og skírskotaði til þess að fylgi Bush hefur minnkað í könnunum. „Kosningabarátta mín snýst um framtíð Bandaríkjanna. Hún snýst ekki um að ráðast á þá sem eru hérna með mér á sviðinu. Ég held áfram að bera mikla virðingu fyrir Bush.“ Ted Cruz er einnig talinn hafa komið vel út úr kappræðunum, eink- um þegar hann setti út á gagnrýnar spurningar spyrla CNBC-sjónvarps- ins sem stóð fyrir kappræðunum. „Spurningarnar sem við höfum feng- ið hingað til í kappræðunum sýna hvers vegna bandaríska þjóðin treystir ekki fjölmiðlunum,“ sagði Cruz og sakaði þá um að draga taum demókrata. Spjótin beindust að Trump og Carson  Rubio, Christie og Cruz komu vel út úr slagnum en Bush illa AFP Tekist á Jeb Bush, Marco Rubio, Donald Trump, Ben Carson og Carly Fior- ina í sjónvarpskappræðum í borginni Boulder í Colorado-ríki í fyrrakvöld. Ben Carson í sókn » Donald Trump er enn fylgis- mesti frambjóðandinn í for- kosningum repúblikana ef marka má kannanir síðustu vikna en Ben Carson hefur sótt í sig veðrið og skaust fram úr honum í könnun sem birt var á þriðjudag. » Að meðaltali er Trump með 26,8% fylgi og Carson 22% í könnunum sem gerðar hafa verið í öllu landinu, að því er fram kemur á vefnum Real- ClearPolitics. » Marco Rubio er í þriðja sæti með 9%, Jeb Bush með 7% og Ted Cruz 6,6%. Stjórnvöld í Kína tilkynntu í gær að ákveðið hefði verið að afnema þá reglu að hvert par mætti aðeins eignast eitt barn. Barneignir verða þó ekki frjálsar því að hvert par má aðeins eignast tvö börn eftir breyt- inguna. Einbirnisstefnan var tekin upp ár- ið 1979 til að draga úr fólksfjölgun í landinu. Kínversk stjórnvöld segja að hún hafi komið í veg fyrir 400 milljónir barnsfæðinga. Pör sem brutu einbirnisregluna voru sektuð, sum misstu vinnuna og margar kon- ur voru neyddar í fóstureyðingu. Stefnan varð til þess að kínverska þjóðin eldist nú hratt og það er talið hamla hagvexti. Kínverjum á vinnu- aldri hefur fækkað og um 30% þjóðarinnar eru eldri en 50 ára. Einbirnisstefnan varð einnig til þess að mörgum kvenfóstrum var eytt vegna þess að pörin vildu frekar eignast dreng og talið er að margar nýfæddar stúlkur hafi verið bornar út. Fyrir hverjar 100 stúlkur fæðast um 118 drengir í Kína, að sögn heil- brigðisyfirvalda í Peking. Þvingunum verði hætt Vegna þessara vandamála hafa kínversk stjórnvöld slakað á stefn- unni á síðustu árum. Pörum í sveit- um landsins var t.a.m. heimilað að eignast tvö börn ef frumburðurinn var stúlka. Fyrir tveimur árum var sett sú regla að pör mættu eignast annað barn ef að minnsta kosti ann- að foreldranna er einbirni. Mannréttindahreyfingar fögnuðu í gær þeirri ákvörðun að afnema ein- birnisstefnuna en sögðu að barn- eignir hefðu ekki verið gerðar frjáls- ar og kínversk yfirvöld þyrftu að hætta því að þvinga konur í ófrjó- semisaðgerðir eða í fóstureyðingu. Einbirnisstefna afnumin í Kína en barneignir ekki frjálsar  Hvert par má eignast tvö börn eftir breytinguna AFP Tvö börn Kínversk börn geta nú eignast systkin, en aðeins eitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.