Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 11
Káta ekkjan Ágústa Sigrún, lengst t.v., sem Frou-Frou árið 1997. og aðrar kirkjulegar athafnir. Á þessum tíma fékk ég hlutverk í Óp- erudraugnum hjá Leikfélagi Akur- eyrar og bjó þar nyrðra í hálft ár, kenndi líka söng einn vetur og stjórnaði sönghópum. Að öðru leyti hefur söngurinn verið hálfgerð aukabúgrein hjá mér undanfarin ár. Ég þurfti að hafa fastar tekjur, sér- staklega eftir að Mikael, sonur minn, fæddist 2004.“ Eins og þríhöfða þurs Upp úr aldamótum lagði Ágústa Sigrún aftur út á mennta- brautina og var jafnframt í fullri vinnu, m.a. hjá Heimsferðum, Pri- mera Air og WOW air. Hún tók leið- sögumannapróf á ítölsku og ensku, lærði ítölsku í HÍ auk þess sem hún dvaldi um skeið á Ítalíu til að ná tök- um á málinu. Á árunum 2011-2014 lauk hún námi í stjórnendamark- þjálfun frá HR – Opna háskólanum, og meistaraprófi í mannauðs- stjórnun og vinnusálfræði í við- skiptadeild HR. „Ég er orðin eins og þríhöfða þurs,“ segir hún brosandi. „Enda heilmikið hark að púsla saman ferðamennsku, mannauðsmálum og söng,“ bætir hún við til skýringar. Núorðið á Ágústa Sigrún þó hægara um vik en áður því hún er sjálfstætt starfandi mannauðsstjóri og mark- þjálfi og getur ráðstafað tíma sínum sjálf. Til dæmis farið á vertíð eins og hún kallar ferðir sínar með erlenda túrista um landið og Íslendinga til Ítalíu, Króatíu og Slóveníu. Best kann hún að meta að hafa meira svigrúm til að syngja.“ Í fantaformi Það var einkum tvennt sem varð til þess að hún hóf aftur upp raust sína af alvöru og ákvað að gefa út geisladisk. „Örn Magnússon, kór- stjóri og organisti í Breiðholts- kirkju, hnippti í mig fyrir fjórum ár- um og bauð mér í kórinn. Hugmyndin að Stjörnubjart kvikn- aði hins vegar í markþjálfunartíma á Skype þegar ég var í Opna háskól- anum. Hlutverk markþjálfa er að kalla fram það sem er kannski sofn- að og fá fólk til að forgangsraða upp á nýtt. Þótt þá hafi verið farin að blunda í mér sú hugmynd að gefa út geisladisk þakka ég þessum ágæta markþjálfa fyrir að ég tók hana strax alla leið, ekki eftir eitt ár eða fleiri. Mér finnst ég búin að tengja aftur við kjarnann minn og orku- uppsprettu. Ég er í fantaformi,“ segir Ágústa Sigrún. Ágúst Pétursson Faðir Ágústu var þekktur dægurlagahöfundur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Sextán útskriftarnemar; þrettán í grafískri miðlun og þrír í prentun, halda útskriftarsýningu kl. 13-15 á morgun, laugardag. Undanfarið hafa þeir verið önnun kafnir við undirbúninginn eins og sést glögg- lega á Instagram-myndasíðu sem hópurinn heldur úti til að áhuga- samir geti fylgst með framvind- unni. Útskriftarnemarnir standa frammi fyrir því að reyna að kom- ast á námssamning og ljúka sveins- prófi. Forsvarsmönnum og starfs- mönnum fjölda fyrirtækja í þessum iðngreinum er boðið á sýninguna, enda tilvalið fyrir þá að kynnast mögulegum starfskröftum. Einnig er sýningin gott tækifæri fyrir nem- endur að kynnast fagfólki og koma sér á framfæri. Sýningin er öllum opin og sérstaklega áhugaverð fyrir þá sem hafa áhuga á námi í graf- ískri miðlun og prentun í Upplýs- ingatækniskólanum. Undir leiðsögn kennara skipu- lögðu, hönnuðu og markaðssettu nemendur í frumkvöðlaáfanga sýn- inguna. Sýningin er í sal Vörðuskóla við Skólavörðuholt, gengið inn frá Barónsstíg. Heitt á könnunni! Útskriftarsýning í Upplýsingatækniskólanum Útskriftarnemar Uppstilling útskriftarnemanna minnir á síðustu kvöldmáltíð Jesú sem í aldanna rás hefur oft verið sviðsett með mismunandi hætti. Kynning á verkefnum nema í grafískri miðlun og prentun instagram.com/gmidlun2015 Hádegisleiðsögn með listamönnum sýningarinnar Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar verður kl. 12 í dag á Kjarvalsstöðum. Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir og Hulda Hákon ræða við gesti um sýn- inguna, en hugmyndin er að kalla aft- ur saman konur sem sýndu saman undir heitinu Hér og nú á Kjarvals- stöðum haustið 1985. Tilefni nýju sýningarinnar er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hér á landi. Líkt og á sýningunni 1985 er lögð áhersla á að sýna ný verk og var kon- unum á Hér og nú boðin þátttaka en þær eru allar enn virkar í listsköpun og sýningarhaldi, utan tveggja sem eru látnar. Verkin á sýningunni spanna ýmsar aðferðir, miðla og hug- myndir. Leiðsögn með listamönnun sýningarinnar Kvennatími Listakonur Erla og Brynhildur. Listamanna- spjall á Kjar- valsstöðum Fararstjórinn Ágústa Śigrún á Frelsistorginu á San Marino. Ljósmynd/Bjarney Lúðvíksdóttir Dúett Ágústa Sigrún og Sváfnir hafa sungið saman í mörg ár. Óperudraugurinn Baksviðs hjá LA 1993 Ágústa t.h. sem Madame Giry. Mæðgin Ágústa Sigrún með Mikael son sinn eins árs í sólinni í Króatíu. Ég keypti tæplega sex kíló- gramma grasker í vikunni, burð- aðist með það heim og varði síðan dágóðum tíma í að vafra um netið og skoða hugmyndir að útskurði. Ég ætla nefnilega að skera lítið andlit í það og veit eiginlega ekk- ert af hverju ég er að því. Og þó. Það er sennilega vegna þess að markaðsöflin hafa unnið sigur og náð nýrri hátíð í gegn. Hrekkjavöku. Þetta var reyndar ósanngjarn bardagi þar sem októ- ber er án nokkurs vafa leiðinleg- asti mánuður ársins. Sumarið er löngu búið og samt er langt í jólin. Þótt ótrúlegt sé virðist einhver ágreiningur ríkja um þetta. Sumir vilja ekki viðurkenna hátíðina og segja hana vera útlenska. En hvað um það. Ég keypti graskerið og mun örugglega líka kaupa gerviblóð eða eitthvað annað sem verður uppstillt í búð- inni. En þrátt fyrir að vera mjög há- tíðar-frjálslynd kona fann ég smá kjánahroll hríslast um líkamann þegar ég straujaði kortið fyrir ferlíkinu. Ég staldraði hins vegar ekki lengi við og sá ljósið. Öllum hátíðum, og ég segi öllum, fylgja fáránlegar hefð- ir. Gefum þessu bara smá tíma. Hvernig ætli mönnum hafi fyrst liðið með að þurfa að skutla risavöxnu grenitré inn á heimilið í kringum jólin? Það er ekkert grín að hreinsa upp þessar nálar. Hver ákvað að allir þyrftu að borða 2 kg súkkulaðiegg á páskadag? Af hverju eiga allir að vera með hatta á áramótunum? Og hvaðan kom þessi regla með blöðr- ur á 17. júní? Þetta er allt eitthvað sem þögul sátt virðist ríkja um. En síðan eru það allra nýjustu hefðirnar, eins og „Baby Showers“ sem tröllríða öllu. Þar er hefðin að búa til bleyjuturn og hafa kremið á kökunum í stíl við kyn barnsins. Ég ætla að leyfa mér að draga línuna og halda kaldlyndu ís- lensku viðhorfi gagn- vart hátíðum sem er ekki einu sinni hægt að nefna á íslensku. „Barnasturta“ er bara of mikið. »„Af hverju eiga allir aðvera með hatta á ára- mótunum? Og hvaðan kom þessi regla með blöðrur á 17. júní?“ HeimurSunnu sunnasaem@mbl.is Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566 Verðum líka með spennandi leikfanga-lukkupott fyrir mikilvægasta fólkið... Opið: Þri. - föst. 10-18 laugardaga 11-16 facebook.com/biumbiumstore Instagram: @biumbiumstore Af því tilefni fá allir sem versla hjá okkur í dag og á morgun, laugardag að draga úr lukkupotti um 10-50% afslátt af kaupunum. eins árs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.