Morgunblaðið - 30.10.2015, Side 17

Morgunblaðið - 30.10.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Í dag, föstudaginn 30. október, kl. 17 verður opnuð sýning á vegum Listvinafélagsins í Listasafni Ár- nesinga. Þar verður fjallað um tvær sýningar. Sýningin Listamanna- bærinn Hveragerði – fyrstu árin, var fyrst sett upp í Verslunarmið- stöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og var síðan dreift víðs vegar um bæinn vegna plássleysis í versl- unarmiðstöðinni. Sýningin kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði með fókus á sex þjóð- þekkta rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma en segja má að Hveragerði hafi verið fyrsti bærinn á Íslandi sem kalla mætti listamannabæ. Útisýning verður í Lystigarði Á nýrri sýningu, útisýningu sem fyrirhugað er að standi í Lystigarð- inum í Hveragerði munu fleiri lista- menn bætast við auk þess sem lif- andi galleríkjarni mun fjalla um fjölda listamanna allra listgreina sem tengst hafa Hveragerðisbæ með einum eða öðrum hætti í gegn- um tíðina og þá sem enn eiga eftir að starfa eða búa í bænum í fram- tíðinni. Á vef félagsins listvinir.is er að finna tímalínu um listamenn sem starfað hafa í Hveragerði. Vefurinn er hannaður af Páli Svanssyni son- arsyni Jóhannesar úr Kötlum. Þar er almenningi boðið að skrá upplif- anir sínar eða minningar, sem tengjast verkum Hveragerðisskáld- anna eða annarra listamanna. Sýninguna hannaði Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður. Listamannabær á sýningu Fróðleikur Einn af fyrirhuguðum menningarveggjum á útisýningunni.  Tímalína um listamenn sem starfað hafa í Hveragerði Í dag, 30. október, lýkur sýningu á verkum Haraldar Ólafssonar sem staðið hefur yfir í sýningarsal Grósku á Garðatorgi í Garðabæ sl. hálfan mánuð. Sýningin var sett upp til að minn- ast Haraldar en hann lést langt um aldur fram, aðeins 27 ára gamall, í desember síðastliðnum. Haraldur lauk námi frá Mynd- listaskólanum í Reykjavík og stund- aði nám við listaháskóla í Stokk- hólmi þegar hann lést. Hann skildi eftir sig fjölda málverka, grafík- verka og teikninga og er úrval þeirra á sýningunni sem fjölskylda Haraldar stendur að. „Eftir nokkuð stormasöm æsku- og unglingsár, mörkuð af stefnu- leysi og leit eftir tilgangi, líkt og gjarnt er með ungt fólk, fann hann fjölina sína í heimi myndlistar,“ segir m.a. í kynningu á sýningunni. Lokadagur sýningar í Grósku Listaverk Dúkrista eftir Harald Ólafsson sem er á sýningunni. „Það vita auðvit- að allir að ég er Samfylkingar- maður og gagn- vart lesendum er auðvitað gott að slíkt sé á hreinu. Blaðið verður hins vegar litblint á alla pólitík og öll sjónarmið fá inni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi ráðherra. Hann hefur verið ráðinn ritstjóri nýs héraðsblaðs á Suður- landi, Suðra, sem Pressan ehf mun gefa út. „Við munum fjalla um stóru málin, hvað sé í deiglunni í sveitarstjórnum og á vettvangi landsmálanna sem tengist Suðurlandi. Einnig verða menningarmálin tekin fyrir og ég vil endilega fá aðsent efni. Slíkt lífgar fjölmiðilinn. Við verðum samt minna í þessum daglegu fréttamálum,“ segir Björgvin sem hefur jafnhliða pólitík talsvert sinnt ritstörfum. Þessa dagana situr Björgvin á Al- þingi sem varamaður. Fyrsta tölublað Suðra er væntan- legt í nóvember og mun koma út hálfsmánaðarlega Miðað er við að blaðið verði að jafnaði 16 síður. sbs@mbl.is Blaðið verður litblint á pólitík Björgvin G. Sigurðsson Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Frímúrarar – Oddfellowar Flott ir í fötum Vönduðu þýsku kjólfötin komin aftur Verð: 76.900,- með svörtu vesti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.