Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Krabbamein er skæðursjúkdómur. Árið 2012greindust 14 milljónirmanna með krabbamein. 8,2 milljónir manna létu lífið. Á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, WHO, segir að tíðni krabbameins muni á næstu tveimur áratugum aukast um 70%. Orsakir krabbameins eru margar, einhvers konar blanda af umhverfi og erfðum, allt eftir því hvert meinið er. Hætturnar leynast víða. Stöðugt berast fréttir af nýjum krabba- meinsvöldum og gömlum. Fyrr í vikunni birti al- þjóðleg miðstöð um krabbameins rannsóknir á veg- um WHO-skýrslu þess efnis að unn- ar kjötvörur væru krabba- meinsvaldandi og væru skinka, beikon og pulsur nefndar í sömu andrá og sígarettur. Barátta í myrkri Baráttan við krabbamein hefur verið erfið og hörð og að mestu leyti farið fram í myrkri. Þessi sjúkdómur hef- ur verið vísindamönnum ráðgáta frá upphafi vega. Fyrir fimm árum kom út bókin Meistari allra meina – ævi- saga krabbameins eftir Siddhartha Mukherjee. Bókin er mikið stór- virki. Þetta var fyrsta bók höfundar og hlaut hann Pulitzer-verðlaunin fyrir. Bókin er nú komin út á ís- lensku í þýðingu Ólafar Eldjárn. Þýðingin hefur ekki verið áhlaupa- verk og er frábærlega unnin, þótt á stöku stað megi finna hnökra í þessu mikla lesmáli. Útgefandi fær sér- stakt hrós fyrir að halda til haga til- vísunum og nafna- og atrið- isorðaskrá. Mukherjee er krabbameinslæknir og skrifar af miklu innsæi. Hann segir söguna ekki aðeins frá sjón- arhóli læknisfræðinnar, heldur einn- ig sjúklinga. Í upphafi vitnar hann í Susan Sontag: „Sjúkdómar eru skuggahlið lífsins, þungbærari borg- araréttur. Allir sem fæðast eru með tvöfaldan borgararétt, í konungsríki hinna heilbrigðu og í konungsríki hinna sjúku. Þótt við vildum öll helst aðeins nota góða vegabréfið mun koma að því fyrr eða seinna að sér- hvert okkar þarf, að minnsta kosti um stundarsakir, að kynna sjálft sig sem borgara hins staðarins.“ Mukherjee segir frá leitinni að eðli og lækningu krabbameins af slíkri innlifun og hluttekningu að frásögnin verður á köflum ekki bara grípandi heldur spennandi. Höfundurinn kemur víða við. Lesturinn veitir glögga innsýn í vís- indaheim þar sem heill her manna leggur hönd á plóg. Hver og einn stígur kannski örlítið skref á heilli starfsævi, en framlag hans verður til þess að til verður einhvers konar heildarmynd, jafnvel nokkrum kyn- slóðum síðar. Í bókinni koma fyrir persónur, sem helga sig alfarið vísindunum og láta allt annað víkja. Þar er einnig að finna hrokagikki og oflátunga, keppinauta og samherja. Á villigötum Stundum liggur leið lækna inn á slíkar villigötur að erfitt er að átta sig á því hvernig það gat gerst. Átakanlegt er að lesa um öfgar í skurðaðgerðum og lyfjameðferð, sem um tíma voru viðteknar. Heilar kynslóðir skurðlækna vildu ganga svo langt til að komast fyrir krabba- mein að sjúklingar voru limlestir eft- ir án þess að neinar vísindalegar nið- urstöður lægju að baki hinu róttæka inngripi. Mukherjee segir að á þeim nær hundrað árum, sem róttækt brjóst- nám tíðkaðist hafi um hálf milljón kvenna farið í róttækt brjóstnám. 1981 birtust niðurstöður tilraunar þar sem þrír hópar voru bornir sam- an um gagnsemi þessara aðgerða. „Hlutfall endurkoma brjóstakrabba, bakslaga, dauða og meinvarpa ann- ars staðar var tölfræðilega eins hjá öllum hópunum þremur. Í hópnum sem hafði undirgengist róttækt brjóstnám voru veikindi mikil en hann græddi ekkert hvað varðaði lífslíkur, endurkomu eða dán- artíðni,“ skrifar Mukherjee og bætir við nokkrum línum síðar: „Þegar róttækar skurðaðgerðir lögðust af hrundi því um leið heill heimur inn- an skurðlækninga.“ Síðar kom kynslóð róttækra sér- fræðinga um lyfjagjöf, sem vildi eyða hverri einustu frumu líkamans ef hún skipti sér. Frásögnin af þeim minnti á sögur af herjum, sem eyddu þorpum til að bjarga þeim. Fyrsta lýsingin á krabbameini er úr handriti frá því kringum 2625 fyr- ir Krist. Þar lýsir læknirinn Imho- tep einkennum, sem gætu ekki verið skýrari lýsing á brjóstakrabbameini, eins og Mukherjee orðar það. Undir liðnum meðferð stendur aðeins: „Engin slík til.“ Næst er krabba- meins getið svo vitað sé tvö þúsund árum síðar. Einnig hafa fundist krabbameinsæxli í múmíum, það elsta frá því um það bil 400 eftir Krist. Krabbamein virðist ef til vill ekki hafa verið algengt fyrr á öldum, en þar kemur þrennt til. Krabbamein er aldurstengt og fólk lifði skemur. Þá grasseruðu einnig ýmsir skæðir sjúkdómar, sem hefur tekist að vinna á eða halda í skefjum. Að síð- ustu hefur krabbamein að öllum lík- indum verið vangreint. Lengi vel var áherslan svo mikil á að lækna krabbamein þótt það væri ólæknandi að umönnun sjúklingsins varð útundan. Í stað þess að lina ein- kennin var ráðist gegn þeim. Oft var þeim, sem ekki var hugað líf, ýtt til hliðar. Ef þeir sæjust ekki þyrfti ekki að hugsa um þá. Dauði þeirra var ósigur læknisfræðinnar. Ný viðhorf og framfarir Krabbamein er einn algengasti sjúk- dómur samtímans. Lengi vel ríkti einhvers konar bannhelgi yfir krabbameini og það var ekki rætt. Í hugum manna var sjúkdómsgrein- ingin jafngild dauðadómi. Hvernig á að horfa framan í dauðadæmdan mann? Það er sem betur fer breytt þótt enn megi margt betur fara. Enn hefur ekki fundist lækning við krabbameini þótt miklar fram- farir hafi orðið. Mestar eru þær í að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi. Því fyrr, sem meinið greinist, þeim mun líklegra er að sjúklingurinn sleppi lífs. Meistari allra meina er snilld- arlega skrifuð bók. Mukherjee segir flókna sögu með skýrum hætti. Hann nálgast efnið frá öllum hliðum, heimspeki, sálfræði, sagnfræði, læknisfræði, eðlisfræði, efnafræði og náttúruvísindum. Textinn er skýr og aðgengilegur þannig að flókin vís- indi verða skýr þannig að jafnvel ólesinn leikmaður á ekki í vandræð- um með að átta sig. Í konungsríki hinna sjúku Fræðirit Meistari allra meina bbbbn Eftir Siddhartha Mukherjee. Þýðing Ólöf Eldjárn. Forlagið, 2015. Innbundin, 610 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR AFP Saga krabbameins Siddartha Mukherjee fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir bók sína Meistari allra meina sem nú er komin út í íslenskri þýðingu. Evrópusam- bandið hefur hætt við að fram- fylgja áður til- kynntu banni við framleiðslu og notkun skærra lita sem byggjast á kadmíum- efnum, eftir að myndlistarmenn höfðu mótmælt banninu kröftuglega. Svíar höfðu farið fram á bannið, sögðu hættu- legt kadmíum fara út í umhverfið þegar penslar væru hreinsaðir, en nú er sagt að kadmíum-mengun stafi aðallega af rafhlöðum. Kadmí- um-litir hafa verið vinsælir síðan um 1840. Fá að mála með kadmíum-litum Cézanne notaði kadmíum-liti. 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Heimkoman (Stóra sviðið) Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 31/10 kl. 15:00 Lau 7/11 kl. 13:30 Lau 7/11 kl. 15:00 Síðustu sýningar. (90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00 Sun 29/11 kl. 17:00 DAVID FARR HARÐINDIN Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 1/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:30 Allra síðustu sýningar! Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 18/12 kl. 20:00 Fim 12/11 kl. 20:00 aukas. Lau 5/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Hundur í óskilum snúa aftur Sókrates (Litla sviðið) Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fös 4/12 kl. 20:00 Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Lau 12/12 kl. 20:00 Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Fim 19/11 kl. 20:00 Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Fim 26/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Mið 18/11 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Sun 29/11 kl. 20:00 Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Fim 19/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 26/11 kl. 20:00 Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Allra síðusta sýning! Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum Dúkkuheimili, allra síðustu sýningar! TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS .. — — Nazanin (Salur) Mið 18/11 kl. 20:30 Lokaæfing (Salur) Lau 31/10 kl. 20:30 Sun 8/11 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 20:30 Lífið (Salur) Sun 1/11 kl. 13:00 Sun 15/11 kl. 13:00 Lau 21/11 kl. 13:00 Petra (Salur) Fös 30/10 kl. 19:00 Ævintýrið um Augastein (Salur) Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 This conversation is missing a point (Salur) Mið 11/11 kl. 20:30 Þri 17/11 kl. 20:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.