Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 vikum síðar greindist hann með krabbamein, sem hann tókst á við af sínu alkunna æðruleysi og yfirvegun, og nú er hann allur. Enn og aftur erum við minnt á að við göngum ekki að lífinu vísu og hversu mikilvægt er að nýta það vel. Síðasta sjónvarpsviðtalið sem tekið var við Gutta, þá fárveikan, sýndi svo glöggt hvern mann hann hafði að geyma. Þar hvatti hann stjórnmálamenn til að vinna af trúmennsku, heiðarleika og einlægni en einmitt þannig gekk hann sjálfur til verks. Það var dýrmætt fyrir jafnað- armenn þegar Guðbjartur Hann- esson gaf kost á sér fyrir Sam- fylkinguna í Norðvesturkjördæmi fyrir kosn- ingarnar vorið 2007. Ég fann fljótt að þarna var á ferðinni sér- lega traustur, réttsýnn og öflug- ur hugsjónamaður. Og einstakir mannkostir hans komu sífellt betur í ljós við nánari kynni. Hann lét sér annt um alla í kring- um sig og barðist sérstaklega fyrir málstað þeirra sem minnst mega sín. Lífssýn jafnaðarmanna var honum í blóð borin og hún var drifkrafturinn í öllum hans störf- um. Einnig bjó hann að víðtækri þekkingu og reynslu sem kenn- ari, skólastjóri og sveitarstjórn- armaður á Akranesi þar sem hann var m.a. forseti bæjar- stjórnar. Allt átti þetta eftir að nýtast honum í landsmálapólitík- inni á þeim erfiðu tímum sem í hönd fóru. Mér fannst gott að vinna með Gutta sem formanni félags- og trygginganefndar Alþingis þann tíma sem ég var ráðherra þeirra málaflokka, 2007-2009. Við náð- um fram mörgum mikilvægum málum sem tryggðu betur hag barna og ungmenna, aldraðra og öryrkja. Í ríkisstjórn undir minni for- ystu var honum síðan falið það mikla vandaverk að stýra sam- einuðu félags- og heilbrigðisráðu- neyti – velferðarráðuneytinu. Það var sannarlega ekki auðvelt en Gutti leysti þetta verkefni af þeirri festu og fumleysi sem ein- kenndi öll hans störf. Svo þetta gengi upp þurfti gríðarlega útsjónarsemi, yfirveg- un og þrautseigju. Að ekki sé minnst á úthald og vinnusemi. Það skipti því öllu máli að hafa Guðbjart Hannesson þar við stjórnvölinn – mann sem í öllum sínum verkum hafði sanngirni og heiðarleika að leiðarljósi. Hann kom sér aldrei undan erfiðum viðfangsefnum, þótt ráðuneytinu væri þröngur stakkur búinn í kjölfar efnahagshrunsins. Hann missti aldrei sjónar á grunngild- um jafnaðarstefnunnar og var rökfastur og fylginn sér þegar hann hélt uppi vörnum fyrir þá þjóðfélagshópa sem hann bar fyrir brjósti. Nú þegar komið er að leiðar- lokum vil ég þakka Gutta fyrir samfylgdina sem aldrei bar skugga á. Ég vil þakka honum fyrir bros hans og hlýju, trú- mennsku og trygglyndi og fyrir ómetanlegan stuðning á um- brotatímum í sögu þjóðarinnar. Með fráfalli Gutta hafa jafnaðar- menn misst mikið. Hans er sárt saknað í okkar röðum. Missir ástvina er þó mestur og sárastur. Við Jónína sendum Sig- rúnu, dætrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Sigurðardóttir. Gutti var félagi. Í dagsins erli, í félagsstarfi og í hugsjónabar- áttu. Ég hef engum manni kynnst sem var jafn eðlislægt að mynda félagsskap og lifa í sam- félagi með öðrum. Ef þurfti að manna umræðu eða fund bauð hann sig fram. Ef sótt var að fé- lögum hans brást hann til varnar. Ef þurfti að takast á hendur nýtt erfitt verkefni, var hann alltaf tilbúinn. Framganga Gutta mótaðist áreiðanlega af bakgrunni hans í skátahreyfingunni og brautryðj- endastarfi hans í kennslu um ára- tugi. Hann var jafningjafræðari öðru fremur og ég hef heyrt ótrú- legar sögur af árangri hans í kennslu, þegar hann settist með börnum sem jafningi þeirra og félagi. Grundaskóli var aldrei læstur í tíð Gutta: Börnin voru þar húsráðendur rétt eins og kennarar og stjórnendur. Ég sá svona dæmi á þingi: Gutti sat löngum stundum með einum fróðleiksfúsum nýjum þingmanni úr öðrum flokki vikum saman og rökræddi stjórnmálin og þing- störfin. Ef annar sást var hinn ekki langt undan. Honum var það fullkomlega eðlislægt að ganga í hlutverk kennarans og leitast við að laða fram hæfileika hvers og eins. Þegar ég reyndi fyrst fyrir mér um þingframboð kannaði ég aðstæður í Norðvesturkjördæmi. Jóhann Ársælsson var að hætta og ég á þangað ættir og uppruna. Ég talaði við fjölda fólks sem allt tók mér vel og margir lofuðu mér stuðningi. Undantekningarlaust voru þau stuðningsheit sett fram með þeim fyrirvara að ef Gutti gæfi kost á sér myndi viðkom- andi ekki geta annað en stutt hann. Enginn sá á honum nokk- urn löst. Allir lýstu mannkostum hans, störfum hans að sveitar- stjórnarmálum og aðdáun á frumkvöðlastarfi í skólamálum. Umsagnirnar voru þannig að helst mátti líkja við margradda kór að flytja fallegt tónverk. Ég hef aldrei heyrt jafn mikinn sam- hljóm í ummælum um nokkurn mann í stjórnmálastarfi. Við Gutti sátum saman á þingi frá upphafi þingsetu okkar beggja og áttum ávallt gott sam- starf. Atvikin höguðu því svo þannig til að við öttum kappi um formennsku í Samfylkingunni. Ég gleymi aldrei fundinum sem við áttum um leið og Gutti hafði tilkynnt framboð sitt. Við sór- umst þá í bræðralag, lofuðum að styðja þann sem sigraði og gera allt til að baráttan yrði okkur báðum til sóma. Það tókst og ég átti stuðning Gutta alla tíð. Við ferðuðumst saman um kjördæmi Gutta vikum saman haustið 2013. Þegar ég fór svo í heimsóknir í önnur kjördæmi brást það ekki að Gutti gerði hóg- væra og góðviljaða athugasemd um að formaðurinn yrði nú líka að sinna Norðvesturkjördæmi – jafnvel þótt við værum nýkomnir úr síðustu yfirreið. Hann sparaði sig aldrei og sinnti kjördæmi sínu vel. Það var gríðarlegt högg þegar alvarleg veikindi Gutta uppgötv- uðust í sumar, en hann tók tíðind- unum af eðlislægu æðruleysi. Við Sigrún hugsum á þessari stundu til Sigrúnar, Birnu, Hönnu Maríu og fjölskyldunnar allrar, sem hafa mikið reynt á undanförnum mánuðum. Ég kveð fyrir hönd Samfylkingarinnar þann sann- asta félaga sem ég hef nokkru sinni kynnst og þakka allt það sem hann gaf okkur. Blessuð sé minning Guðbjarts Hannesson- ar. Árni Páll Árnason. Við Guðbjartur Hannesson settumst saman og ræddum mál- in vel og lengi, eins og svo oft áð- ur, undir þinglok sl. sumar. Að baki var ströng törn mikilla átaka, sem við ræddum svo sem. En aðalumræðuefnið var samt framtíðin. Hann hlakkaði til að fara í brúðkaup dóttur sinnar á Ítalíu. Og svo töluðum við um verkefnin sem biðu okkar, ekki síst þau sem sneru að kjördæm- inu okkar. Þar lágu leiðir okkar jafnan saman í mikilli eindrægni. Þrátt fyrir ólíkar pólitískar áherslur áttum við giftudrjúga samleið og okkur var það auðvelt að víkja hinum pólitísku ágrein- ingsefnum til hliðar þegar svo bar undir. Guðbjartur var hress að vanda. Hvergi sá ég örla á veik- indum; þvert á móti. Hann var hress í bragði og hlakkaði greini- lega til þess að takast á við við- fangsefnin og njóta lífsins með fjölskyldu sinni. Hálfum mánuði síðar eða svo bárust mér tíðindin af alvarlegum veikindum hans. Ég ræddi við Guðbjart nokkr- um dögum síðar. Hann gerði sér grein fyrir alvöru málsins frá fyrstu stundu og sagði mér af sjúkdómi sínum af ótrúlegri yf- irvegun og æðruleysi, líkt og í síðari samtölum okkar. En síðan sveigði hann jafnan talinu að öðru. Ræddi um pólitíkina, spurði frétta úr kjördæminu og lagði á ráðin. Þannig var hann stöðugt með hugann við framtíð- ina og verkefnin framundan, þrátt fyrir að hann gerði sér fylli- lega grein fyrir eðli þess sjúk- dóms sem hann barðist við. Það var gott að vinna með Guðbjarti. Hann kom til þings nestaður af mikilli reynslu sem skólamaður af lífi og sál til ára- tuga og þrautreyndur sveitar- stjórnarmaður sem skildi vel æðaslátt hinna dreifðari byggða. Það munaði því um hann sem gat miðlað af reynslu sinni og þekk- ingu og kom ætíð fram af prúð- mennsku. Fyrir vikið hlaut hann virðingu samferðamanna sinna. Á vettvangi Alþingis kunnu menn vel að meta hæfni hans og var hann valinn til margvíslegra vandasamra verkefna, þingfor- seti, ráðherra og einn forystu- manna í sínum flokki. Vegna þess alls verður hans minnst að verð- leikum. Á þessari ótímabæru kveðju- stundu er þó samt efst í huga endurminningin um góðan félaga sem gott var að starfa með og vera samvistum við. Upp í hug- ann kemur ferð sem við Guð- bjartur fórum til útlanda í erind- um Alþingis. Konur okkar, nöfnurnar, voru með í för. Fjarri hversdagserli stjórnmálanna á Íslandi nutum við þess að spjalla og eiga saman góðar stundir sem nú rifjast upp. Þessar kæru minningar ylja okkur Sigrúnu minni nú þegar við kveðjum svo góðan dreng. Guðbjartur var reglumaður; skáti af lífi og sál sem lifði heil- brigðu og góðu lífi. Þeim mun ótrúlegra er að hann, maður á besta aldri, skyldi sleginn þeim banvæna sjúkdómi sem varð hon- um að aldurtila. Lífið er stundum óskiljanlegt. Hvernig má þetta vera? höfum við samferðafólk hans spurt hvert annað á síðustu dögum. Við þeirri spurningu kann ég ekki svar frekar en nokkur maður. Við Sigrún kona mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Sigrúnar vinkonu okkar og dætranna Birnu og Hönnu Maríu og fjölskyldna þeirra. Guð blessi minningu góðs drengs. Einar K. Guðfinnsson. Sérstakt að hugsa til baka þegar ég var að alast upp í Hlíð- unum og var fastagestur hjá Ás- mundi og Hönnu, tengdaforeldr- um Gutta. Ekki hefur mig órað fyrir því þá, að við Gutti ættum eftir að verða vinnufélagar síðar og vinarþel okkar hefði verið til staðar þannig að trúnaðar gætti. Á þessum unglingsárum var Gutti skátahetjan okkar enda vorum við Magnús Þór, mágur hans, í skátunum. Þeir sem kynntust Gutta í skátahreyfing- unni vissu að þar gekk um móa, heiðar og fjöll heilsteyptur félagi sem gaman var að starfa með. Veit ég fyrir víst að skátahreyf- ingin svo og kennara- og fræða- samfélagið syrgir góðan félaga og fyrirmyndar skólamann. Ófáir sem minnast Gutta, þakka hon- um fyrir það veganesti sem hann gaf þeim á Akranesi, bæði nem- endur og kennarar. Gutti var til staðar fyrir alla. Félagsskapur okkar styrktist enn betur í störfum okkar á veg- um jafnaðarmannahreyfingar- innar. Settumst við saman á Al- þingi vorið 2007. Ég varð formaðurinn hans Gutta í fjár- laganefnd og líkt og nær undan- tekningarlaust á þingi þá skiptir ekki máli hvor var kennarinn og hvor var barnið. Þingmenn virða hver annan í sínum störfum. Það átti við og um Gutta. Gutti var heilsteyptur og alla jafna ljúfur sem lamb. Best þótti mér þegar hann tók dæmin sín og sagði „en í raunveruleikanum“. Hann gerði sér grein fyrir að myndin sem birtist er ekki endilega sú sama og við viljum að birtist. Gutti var sannur jafnaðarmaður og það var auðsótt mál þegar hann tók ákvörðun um að stefna fram til forystu fyrir Samfylkinguna að vera í hans baráttusveit. Stuðn- ingur minn við hann var hreinn og beinn. Mesti galli hans í þeim forystuslag var að hann gat ekki unað því að neinn tapaði, alltaf vilji til að gera öllum vel á heið- arlegan hátt, enda urðu engin eftirmál af hans hálfu eða stuðn- ingsfólks. Þannig var einfaldlega Gutti, hann var alltaf tilbúinn að leyfa öllum að vera með, finna lausnir á erfiðleikum dagsins. Sagan skrif- aðist þannig að hann varð síðar forseti Alþingis í búsáhaldabylt- ingunni, formaður fjárlaganefnd- ar með Icesave í fanginu, velferð- aráðherra með ráðuneyti félagsmála, tryggingamála og heilbrigðismála í fanginu, líkleg- ast verk sem enginn annar hefur leikið eftir. Erfitt alla daga, gríð- arlega umfangsmikil ráðuneyti og vinnudagurinn langur. Mikið álag en samt mátti ekki gleyma að styðja Skagann á knatt- spyrnuvellinum, félagsmaður af líf og sál. Málefni þjóðarsjúkra- hússins við Hringbraut voru hon- um hugleikin. Áttum við saman spjall um verkefnið og stjórnmál- in þessa síðustu mánuði. Gutti var stuðningsmaður uppbygging- ar við Hringbraut og eitt af hans síðustu verkum var að lýsa því yf- ir opinberlega með skýrum hætti. Við erum þakklát honum fyrir svo margt. Að leiðarlokum vil ég þakka Gutta fyrir ánægjuleg, viðburða- rík og farsæl kynni. Sorginni fá engin orð lýst, en minningin lifir. Samúðarkveðjur sendi ég Sig- rúnu, dætrum, tengdasonum, barnabörnum, ættingjum og vin- um. Megi ást og kærleikur um- lykja ykkur öll. Með Guðbjarti Hannessyni, er genginn einn vandaðasti maður sem ég hef kynnt. Hvíl í friði. Gunnar Svavarsson, fv. alþingismaður. Löngum var það svo á Íslandi að það þóttu einhver bestu eft- irmæli sem einn maður gat feng- ið að sá hefði verið drengur góð- ur. Nú á það við því það var Guðbjartur Hannesson svo sann- arlega, jafn sorglegt og það er að sjá á eftir honum svona ótíma- bært og skyndilega. Gutta kynntist ég snemma á árum minnar þingmennsku en hann var þá þegar á kafi í bæj- armálum á Akranesi fyrir Al- þýðubandalagið og virkur í starfi þar. Til hans var snemma litið bæði sem frambærilegs og upp- rennandi stjórnmálamanns og skólamanns í fremstu röð. Hvort tveggja gekk eftir. Sem skóla- maður og skólastjórnandi vann Guðbjartur mikið starf sem virð- ing var borin fyrir og sem stjórn- málamanni var honum treyst til fremstu ábyrgðarstarfa. Nánust urðu kynni okkar á síðasta kjörtímabili eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn sem heil- brigðis- og síðar velferðarráð- herra. Efni funda okkar við und- irbúning eða fyrir afgreiðslu fjárlaga var ekki alltaf létt og erf- ið spor að stíga að draga úr fjár- veitingum til undirstöðuvelferð- arþjónustu, jafnvel þó reynt væri að fara um þá málaflokka eins mjúkum höndum og aðstæður frekast leyfðu. Þá var gott að hafa mannkosta- og heilindamann með sér í verkum eins og Guðbjartur var. Hann var gegnumheill jafn- aðarmaður og skynjaði og skildi mikilvægi þess að skjóta sem fyrst og á nýjan leik traustum stoðum undir rekstur framtíðar- velferðarkerfis á Íslandi. Til þess þurfti erfiðar aðgerðir og Guð- bjartur kveinkaði sér ekki undan því sem varð að gera en lagði mikla vinnu í að það væri útfært eins vel og kostur var. Hann var góður félagi að vinna með, maður sanngjarnra málamiðlana, traust- ur og heilsteyptur. Ég kveð Guðbjart Hannesson með eftirsjá og þakka honum samstarfið. Eiginkonu, börnum og öllum aðstandendum votta ég samúð mína og vona að minningin um hinn góða dreng og allt það sem hann áorkaði og stóð fyrir létti sorgina og söknuðinn við frá- fall hans. Steingrímur J. Sigfússon. Góður vinur og skátabróðir, Guðbjartur Hannesson, Gutti í Hvammi, á Akranesi er „farinn heim“, eins og við skátar segjum, þegar við kveðjum að leiðarlok- um. Daginn sem Gutti kvaddi hitti ég nokkra vini okkar hér í heimabæ hans. Bærinn hafði misst traustan Skagamann. Það fundum við allir. Gutti gekk ungur til liðs við skátahreyfinguna og hreifst af hugsjónum hennar. Það átti að ganga vel um landið okkar. Virða reglur samfélagsins. Fara í úti- legur og fjallgöngur, komast á hæstu tindana. Rækta heilsuna til þess og þjálfa okkur svo að við værum færir um að takast á við björgunarstörf. Varðeldar með leik og söng voru heillandi verk- efni. Þessar hugsjónir áttu vel við Gutta. Hann var fæddur forystu- maður. Við Gutti áttum langt og ein- staklega gott samstarf í skáta- hreyfingunni. Þar er margs að minnast. Oft var tekist á við stór verkefni. Um 1970 stóðu yfir fram- kvæmdir í skátamiðstöðinni í Skorradal. Fjárhagurinn var í molum. Við Gutti, ásamt hópi eldri skáta, tókum að okkur að reyna að laga stöðuna. Hann stóð fyrir því að setja upp fjáröflun, „tívolí“, skemmtun með heimatil- búnum leiktækjum, sem varð feiknavinsæl næstu árin. Hann leiddi stóran hóp fólks, yngri og eldri skáta, sem með þrotlausri vinnu og áhuga gerði verkefnið ábatasamt fyrir félagið. Þessar tí- volískemmtanir björguðu hrein- lega fjármálunum. Hægt var að greiða skuldir og halda áfram að byggja upp skátamiðstöðina. Samhliða þessu verkefni var haldið uppi öflugu innra starfi skátanna hér á Akranesi. Gutti hreif með sér yngri jafnt sem eldri og hvatti fólk til dáða. Mestu skipti að virkja sem flesta og treysta þeim til sjálfstæðra starfa. Í því var galdurinn fólg- inn. Það var lykillinn að góðum árangri. Minningarnar streyma fram. Gutti með hárband og axlasítt hár, leiðandi hópinn á skátamót- um og í fjallaferðum. Það var mikill fengur fyrir skátastarfið í okkar landi þegar hann var ráð- inn erindreki Bandalags ís- lenskra skáta 1973-1975. Hann heimsótti skátafélögin á lands- byggðinni og hélt með þeim nám- skeið í skátafræðunum. Mark- miðið var að efla skátastarfið vítt og breitt um landið. Margar stundir áttum við Gutti saman með skátum við varðeld, þegar eldurinn snarkaði í glóðunum og söngurinn hljóm- aði: Tengjum fastara bræðralagsbogann er bálið snarkar hér rökkrinu í. Finnum ylinn og lítum í logann og látum minningar vakna á ný… (Har. Ól.) Við minnumst hans við varð- eldastjórnina þar sem skáta- söngvar og leikþættir skiptust á. Loks kyrrðist allt við kulnandi glæður bálsins. Oftast var Gutti stjórnandinn. Í lokin var hugleið- ing og hvatning sem fylgdi okkur inn í svefninn. Gutti er „farinn heim“, alltof fljótt, en við sem eftir lifum mun- um halda starfinu áfram. Um leið og við Elín kveðjum skátabróður okkar þökkum við allt sem hann hefur gert fyrir skátahreyfinguna. Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur. Blessun fylgi minn- ingu góðs vinar. Með skátakveðju, Bragi Þórðarson. Góður vinur er fallinn frá alltof snemma. Við höfðum kynnst Guðbjarti áður en hann hóf störf sem ráðherra. Kynnin urðu meiri þegar Guðbjartur varð ráðherra og yfirmaður okkar í heilbrigð- isráðuneytinu. Guðbjartur nálg- aðist sín verkefni sem ráðherra af heiðarleika og umhyggju. Verkefnin sem hann stóð frammi fyrir voru ærin, nánast ómann- eskjuleg. Að tryggja heilbrigðis- og félagsþjónustu áfram með fimmtungi minna fé en áður. Honum var umhugað um sitt samstarfsfólk og hann kynnti sér vel hin ýmsu viðfangsefni og bar virðingu fyrir skoðunum ann- arra. Þegar tími gafst til leitaði Guðbjartur eftir því að spjalla um allt annað en heilbrigðis- og félagsmál og þá kynntumst við nýrri hlið á manninum. Það gáf- ust því miður ekki margar stund- ir til að ræða á þeim nótum á meðan Guðbjartur gegndi ráð- herradómi. Við sammæltumst um að ganga saman á fjöll og við- halda vinskapnum áfram eftir að Guðbjartur hætti sem ráðherra. Hann var ákveðinn í að fyrsta fjallið sem við myndum ganga á saman yrði Akrafjallið sem við fyrir u.þ.b. ári síðan gerðum. Þar voru málin rædd og við áttum virkilega góða stund saman. Við ráðgerðum fleiri göngur og höfð- um heyrst lítillega með það þegar kallið kom. Eftir situr minningin um góðan mann sem bar hag annarra í brjósti. Við kveðjum góðan vin um leið og við sendum Sigrúnu og dætrum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Einar Magnússon og Gunnar Alexander Ólafsson. Á langri leið gegnum lífið hitt- ir maður margs konar fólk. Öll þau kynni hafa áhrif, veita innsýn í margvíslega þætti lífsins, eitt er til þroska, annað til að varast. Sumt fólk hefur þó svo afgerandi áhrif að það setur í raun mark sitt á lífshlaup manns sjálfs, við- horf og verk. Guðbjartur Hannesson var þannig maður. Hvar sem hann kom hafði hann áhrif með sterkri og mildri nærveru sinni. Hann sat aldrei hljóður undir inni- haldslitlu snakki, en ræddi mál af yfirvegun, þekkingu og sann- girni. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna með honum í mörg ár. Þar sáum við nánast daglega hversu mikill yfirburðamaður hann var, röskur stjórnandi, glaður í bragði, hvetj- andi og framfarasinnaður. Það þurfti að vera mikið dauðyfli til að hrífast ekki með og taka á með honum í óstöðvandi vinnu við að gera skólann okkar betri, fram- sæknari og barnvænni, enda varð hann mörgum skólamönnum fyr- irmynd. Guðbjartur var skólamaður fremstu röð, en hann var líka óþreytandi hugsjónamaður er kom að samfélagsmálum. Hann hafði djúpa og hreina réttlætis- kennd, enda lét hann til sín taka á vettvangi stjórnmálanna, hann gat ekki setið hjá þegar verk þurfti að vinna í þágu þeirra er höllum fæti stóðu. Við félagar hans hér á Skaga kusum hann í bæjarstjórn og á þing og við Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.