Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 ✝ GuðmundurJónasson fædd- ist á Stýrimanna- stíg 7 í Reykjavík þann 12. nóvember árið 1921. Hann lést í Sóltúni 14. október 2015. Foreldrar hans voru Jónas Halldór Guðmundsson skipasmiður, f. 2.9. 1891 á Hrauni, Keldudal, Dýrafirði, d. 22.9. 1970, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 19. febrúar 1890 á Ingunnarstöðum í Kjós, d. 10.12. 1964. Systkini Guðmundar voru: 1) Pétur Mikkel prófessor í vatna- líffræði við Kaupmannahafnar- háskóla, f. 18.6. 1920, elstur og lifir nú einn systkina sinna. Bú- settur í Hilleröd Danmörku. 2) Jón Örn skipasmiður, Reykja- vík, f. 25.2. 1923, d. 19.10. 1983. 3) Ása Valdís húsmóðir og kaup- kona, Reykjavík, f. 26.2. 1927, d. 15.6. 2001. Guðmundur kvæntist 23. febrúar 1952 Steinunni Guð- stofumaður. 2) Margrét Guð- mundsdóttir, f. 30.7. 1959, sagn- fræðingur. Eiginmaður hennar er Þórarinn Hjartarson, f. 5.12. 1950, stálsmiður og sagnfræð- ingur. Þau eru búsett á Akur- eyri. Börn hans og stjúpbörn Margrétar eru: a) Rán, f. 11.2. 1977, líffræðingur. b) Þrándur, f. 7.10. 1978, listmálari. c) Sig- ríður Íva, f. 6.9. 1983, söngkona. Guðmundur var alinn upp í Vesturbænum. Fyrstu árin bjó fjölskyldan að Stýrimannastíg 7. Foreldrarnir, Jónas Halldór og Margrét, reistu síðan hús við Framnesveg 11 en þaðan fór fjölskyldan á Fjölnisveg 8 árið 1939. Guðmundur lærði skipasíðar í Landsmiðjunni og lauk námi ár- ið 1945. Hann vann um hríð við skipasmíðar í Danmörku en hélt að því loknu til Reykjavíkur. Guðmundur var timburmaður á kaupskipum Eimskipafélags Ís- lands í fáein ár en starfaði eftir það aðallega við smíðar m.a. hjá Reykjavíkurborg en lengst hjá RARIK – Rafmagnsveitum rík- isins. Guðmundur starfaði á tré- smíðaverkstæði RARIK í rúm- lega tvo áratugi, lengst af sem verkstjóri. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, 30. október 2015, kl. 13. rúnu Guðnadóttur verslunarkonu, f. 19.9. 1924, d. 30.1. 1984. Foreldrar hennar voru Lovísa Svava Jónsdóttir húsmóðir, f. 18.10. 1896, d. 1.1. 1933 og eiginmaður hennar Guðni Jó- hannesson verka- maður, f. 20.3. 1893, d. 12.11. 1984. Fósturforeldrar Stein- unnar voru Jóna Jóhann- esdóttir, f. 26.10. 1896, d. 1.10. 1975, og eiginmaður hennar Guðjón E. Sveinsson, f. 14.8. 1895, d. 5.11. 1966. Börn Guð- mundar og Steinunnar eru: 1) Guðjón Guðmundsson, f. 12.7. 1954, íþróttafréttamaður. Eig- inkona hans er Karen Christen- sen, f. 2.5. 1957, skrifstofu- maður. Börn þeirra: a) Snorri Steinn, f. 17.10. 1981, hand- knattleiksmaður. Sambýliskona hans er Marín Sörens Madsen kennari, f. 18.6. 1981. Þau eiga tvö börn, Bjarka og Elsu Karen. b) Dóróthe, f. 4.1. 1987, skrif- Hann ólst upp í Vesturbænum. Við Stýrimannastíg og Framnes- veg og kunni íbúatal hverfisins á kreppuárunum eins og lófann á sér. Vesturbærinn var leikvöllur- inn, ekki hægt að fá annan betri. Líka Slippsvæðið við sjóinn, með einar þrjár skipasmíðastöðvar hlið við hlið. „Gamli maðurinn“ pabbi hans var verkstjóri í Skipa- smíðastöð Reykjavíkur, hjá Magnúsi. Ég kynntist Guðmundi nærri áttræðum þegar ég tók saman við Margréti dóttur hans. Hann var sögumaður þannig að ég fékk þetta allt í orðum og myndum. Vesturbær æskunnar var litaður blámildum bjarma. Eini skugg- inn var nokkur sumur sem Gummi litli var sendur burt úr bænum, út í sveit og líkaði illa. Fermingarárið sitt fór hann að vinna á Rannsóknarstofu Land- spítalans, einkum við að ganga frá líkum sem komu af krufning- arborðinu. Hann sagði oft frá hvössum pólitískum skoðana- skiptum prófessors Dungals og Björns Sigurðssonar veirufræð- ings og hann kynntist fjöldanum öllum af verðandi læknum. KR var félagið hans, alla tíð. Sérstaklega skíðadeildin sem byggði sér skíðaskála í Skálafelli 1936-40. Þar spöruðu menn sig ekki, báru allt byggingarefnið á sjálfum sér. En þessu fylgdu líka dýrðlegir dagar þar upp frá og við skíðamennsku og fjallaferðir KR-pilta og stúlkna. Systkinin voru fjögur. Með tímanum fór elsti bróðir Guð- mundar í langskólanám, hin þrjú fóru öll í iðnnám, strákarnir í skipasmíði. Það var skrifað á vegginn hjá fjölskyldunni. Guð- mundur lærði skipasmíðina í Landsmiðjunni á stríðsárunum, 1941-46. Þar var þá kappnóg að gera í viðgerðum en ekki mikil nýsmíði báta fyrr en í stríðslok. Þá sigldi hann til Danmerkur til að vinna, fyrst hjá skipasmíða- stöð Burmeister & Wain í Kaup- mannahöfn og síðan hjá Holbæk Skipsværft. Vann þar við að smíða Grænlandsfar eitt mikið, eikarskip. Þegar hann kom aftur heim var smíðinni á „nýsköpunarbát- unum“ að ljúka svo hann fór ekk- ert í skipasmíðar heldur lagðist í siglingar hjá Eimskipum. Ekki yfirgaf hann þó alveg fag sitt því starfsheitið var „timburmaður“. Þetta var líka tími sem hann sagði oft frá á efri árum, vinna og slark með farmönnum, um borð eða í framandi hafnarborgum. Margt kom upp á og ekki voru þeir félagarnir allir guðsenglar. Hann kvæntist árið 1952, Steinunni Guðrúnu Guðnadóttur. Hún var mikil mannkostakona segja þeir sem kynntust henni, hlý og sterk. Vestfirðingur að ætt eins og hann. Guðmundur hélt áfram siglingunum í nokkur ár áður en hann munstraði af og tók að smíða í landi. Hjá Slippfélag- inu, hjá Reykjavíkurhöfn, Áhaldahúsi Reykjavíkur – og loks Rafmagnsveitum ríkisins í 22 ár sem verkstjóri. Hjá RARIK var hann mikið út um land, við að smíða spennistöðvar og aðrar byggingar fyrir dreifikerfið. Þau eignuðust börnin Guðjón og Margréti. Byggðu sér hús og settust að í Básenda. Heimilið var fallegt enda Guðmundur stakur smekkmaður sem valdi alla húsmuni af kostgæfni og Steinunn besta húsmóðir, út- skrifuð úr dönskum húsmæðra- skóla. Þarna leið þeim vel og Guðmundur gerðist heimakær fjölskyldumaður. Í Básenda var lítið götusamfélag sem fjölskyld- an öll tók virkan þátt í. Íbúarnir voru samheldinn hópur sem deildi súru og sætu, eins og í litlu þorpi. Það segir sitt um Guð- mund að hann tengdist ekki síður börnunum í götunni en þeim full- orðnu, þau hændust að honum og er augljóslega mjög hlýtt til hans enn í dag. Þau Steinunn voru samhent og hjónabandið gott. En svo dó hún skyndilega árið 1984. Þá gekk sól bak við ský hjá Guðmundi og hann dró teppið upp fyrir höfuð um sinn og við tóku erfið ár. Hann náði sér þó smám saman á strik aftur. Það að styrkja aftur kynnin við gömlu félagana úr KR hjálpaði honum áreiðanlega mik- ið í því efni. Eins það að auka virkni og samgang við reglu- bræður sína í Oddfellow. Árin streymdu hjá. Guðmund- ur var orðinn nærri fullra 94 ára. Síðustu árin voru honum basl eins og títt er um svo gamla menn. Svo rann stundaglasið út og hann fær nú loks að hvíla hjá Steinunni. Enginn var hann eng- ill, nokkuð stríðlyndur og gat verið bæði ósanngjarn og ein- sýnn í dómum þegar honum mis- líkaði. En höfðingi var hann, ég held að örlætið hafi verið einn hans ríkasti eðliskostur. Hann hafði einnig ríka réttlætiskennd, tók almenna afstöðu með smæl- ingjunum og hataði spillinguna heitt og innilega. Sem gamal- menni var hann lítilþægur og ljúfur og bað ekki um neitt. Við mátum hvor annan mikils frá því við kynntumst fyrst. Minning mín um hann er og verður hlý og ljúf. Þórarinn Hjartarson. Afi Guðmundur var jaxl af gamla skólanum. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var barngóð- ur og forvitinn um okkar hagi. Básendi 7, húsið sem hann byggði sjálfur, var hans minnis- varði. Sumarhúsið á Þingvöllum bættist síðar við. Verkin lofa meistarann. Hann var stríðinn, gjafmildur og bauð gjarnan í nef- ið en nammiskálin var aldrei langt undan. Hann var íþróttaáhugamaður. KR var liðið og hjá afa var KR of- ar trúarbrögðum. Hann átti það til að stríða okkur smáfólkinu. „Var Valur að tapa fyrir KR?“ Glottið var ekki langt undan. Hann var fylginn sér og ósérhlíf- inn og sögumaður góður, – sumar kunnum við utanbókar. Við þökk- um elsku afa fyrir samfylgdina. Það var okkar gæfa að hafa feng- ið að kynnast honum og hafa hann svona lengi hjá okkur. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Snorri Steinn og Dóróthe. Við lát Guðmundar hríslast fram minningar um æðrulausan vin með hlýtt hjarta. Það er þægileg tilhugsun að hafa notið félagsskapar hans í áratugi. Upp- vaxtarár hans voru að öllu leyti tengd Vesturbænum, þar var hann frjáls innan um góða fjöl- skyldu sem var honum allt. Vinir og vandamenn áttu þar öruggt skjól, allstaðar var nóg rými, hvort sem það var innan dyra eða utan var hann umkringdur góðu fólki. Eftir venjulega skólagöngu hóf Guðmundur nám í skipasmíði og lauk því námi árið 1945. Þá voru orðnir þrír skipasmiðir á heimilinu, faðir hans Jónas, yngri bróðir Jón, í daglegu tali nefndur Jón á ellefu til aðgreiningar nöfn- um sínum í hverfinu, en þeirra heimili var að Framnesvegi 11. Jón, sem var framúrskarandi knattspyrnumaður í KR, dó langt um aldur fram, aðeins 60 ára að aldri. Elsti bróðirinn er Pétur sem býr í Danmörku. Pétur er þekktur vísindamaður og pró- fessor en hann hefur skrifað merkilega bók um Þingvallavatn og umhverfi þess sem kom út fyr- ir nokkrum árum. Guðmundur hóf sinn íþróttaferil í Skíðadeild KR en þá var félagið að ljúka byggingu skíðaskála í Skálafelli árið 1936. Guðmundur var góður liðsmaður sem lagði áherslu á skíðagöngu með góðum árangri. Eftir að skíðakeppnum lauk myndaðist nokkur kjarni skíða- manna sem síðar hóf ferðalög á hestum vítt og breitt um landið. Þetta var ánægjulegur tími fyrir þennan hóp og átti Guðmundur sinn þátt í því. Eftir að Guð- mundur lýkur námi fer hann til Danmerkur og starfar þar við iðn sína í tvö ár. Eftir það starfar hann hjá Eimskipafélagi Íslands en þá var sá háttur á hafður að skipasmiðir dvöldu um borð og unnu sína viðhaldsvinnu á meðan skipin voru á leið milli hafna. Þegar Guðmundur hætti störfum hjá Eimskip hlóðust á hann margs konar störf tengd hans iðngrein en Guðmundur var óvenju vandvirkur og vinnusam- ur. Vinir hans nutu góðs af greiðasemi hans sem var einstök, þar var aldrei þrefað um neitt. Guðmundur starfaði síðan hjá RARIK í tuttugu ár. Við þau störf naut hann þeirrar fjölhæfni og reynslu sem tengst höfðu hans fyrri störfum, hans leiðarljós var ávallt hið sama, að fagmennska væri í fyrirrúmi. Guðmundur var fæddur Vest- urbæingur, þekking og hugleið- ingar hans um gamla Vesturbæ- inn sem á þessum árum var endalaus leikvöllur unglinganna. Guðmundur minntist þessara ára oft með skemmtilegum sögum um menn og málefni. t.d. bjó Vil- hjálmur frá Skáholti steinsnar frá heimili hans og rétt þar hjá, á Brekkustíg, Brynjólfur Bjarna- son alþingismaður og ráðherra. Árið 1952 kvæntist Guðmund- ur Steinunni Guðnadóttur, glæsi- legri konu, en þeirra heimili var lengst af að Básenda 7 sem þau byggðu. Þeirra börn eru Mar- grét, sagnfræðingur og rithöf- undur, og Guðjón, landsþekktur íþróttafréttamaður. Það var mik- ið áfall og sársauki fyrir þessa samheldnu fjölskyldu þegar Steinunn móðir og eiginkona lést árið 1984. Við andlát Guðmundar er efst í huga minningin um góðan vin og félaga. Hans er sárt saknað. Ást- vinum hans eru færðar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þórir Jónsson. Guðmundur Jónasson ✝ ÁstvaldurKristmundsson var fæddur 10. nóvember 1931 í Reykjavík. Hann lést á Landspítal- anum 16. október 2015. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Árnadóttir húsmóðir, fædd 5. maí 1908, dáin 20. janúar 1992, og Kristmundur Kristmundsson vörubifreiðastjóri, fæddur 5. ágúst 1897, dáinn 26. apríl 1962. Kona Ástvaldar er Ellen Júlía Sveinsdóttir, húsmóðir og gjaldkeri fædd 11. sept- ember 1940. Börn þeirra eru 1) Sveinn Júlíus húsasmiður, fæddur 15. júlí 1958. Kona hans er Ingibjörg Ásta 2002, og Kári, fæddur 9. maí 2006. Ástvaldur starfaði alla sína tíð sem vörubifreiðastjóri, frá 18 ára aldri til 78 ára, eða í hartnær 60 ár, fyrst á Vöru- bílastöðinni Þrótti. Síðar stofnaði hann fyrirtæki með bróður sínum Halldóri, fyrir- tækið Ástvaldur og Halldór s/f. Þeir störfuðu saman við jarðvinnuframkvæmdir, gatna- gerð og fleira þar til Halldór lést árið 1989 eftir löng og erfið veikindi. Eftir það stofn- aði Ástvaldur fyrirtækið Jarð- efni s/f og starfaði það í nokk- ur ár en á tíunda áratugnum varð mikill samdráttur í þjóð- félaginu og varð hann að hætta rekstri þess. Síðar stofnaði hann fyrirtækið Gengur ehf. og þar störfuðu hann og sonur hans Sveinn saman í nokkur ár. Síðar fór Ástvaldur að keyra fyrir Hjálmar Magnússon þann tíma sem hann átti eftir að starfa. Jarðarför Ástvalds fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 30. október 2015, klukkan 13. Þrastardóttir Brekkan bókari, fædd 25. sept- ember 1961. 2) Guðrún Krist- björg garðyrkju- fræðingur, fædd 7. maí 1964, fyrr- verandi sambýlis- maður hennar er Stefán Sigurðsson sendibifreiðar- stjóri. Börn þeirra eru Sigurður, fæddur 12. júní 1999, og Ellen Inga, fædd 20. ágúst 2001. 3) Krist- rún Louise tölvunarfræðingur, fædd 5. janúar 1973. Maður hennar er Árni Gústafsson tölvunarfræðingur, fæddur 27.ágúst 1972. Börn þeirra eru Emil, fæddur 22. nóvember 1999, Ársól Erla, fædd 3. maí Ég minnist ævintýraferðanna á hálendi Íslands Fjallabaksleið, Hrafntinnusker og fleiri staða. Þar kynntist ég íslenskri nátt- úru. Ég vissi ekkert skemmti- legra en að fara í ferðalag og sofa í tjaldi langt frá manna- byggðum. Spennan við að fara yfir læki jafnt sem órennilegar jökulár; þá setti ég allt mitt traust á þig. Svenni bróðir tók mikinn þátt í þessum ferðum og Kristrún litla systir sofandi aft- ur í eins og prinsessan á baun- inni. Mamma frammi í, alltaf tilbúin með eitthvert gómsæti. Þetta voru hátindar barnæsku minnar. Ég minnist þess að hafa beðið óþolinmóð á föstu- dagskvöldi eftir að þú kæmir heim úr vinnu, við vorum að fara í ferðalag og þú komst lík- lega heim upp úr klukkan 9 og þá var brunað af stað. Við keyrðum lengi vel og leituðum að góðum stað til að tjalda á. En þú keyrðir alltaf aðeins lengra, því hið fullkoma tjald- stæði var handan við næstu hæð. Ég hlæ innra með mér þegar ég hugsa um tjaldstæðið klukk- an 4 um nóttina á sandi og grjóti. Alveg yndisleg reynsla að fá að tjalda í myrkri um nótt langt frá mannabyggð. Að fara með pabba í vinnuna, að sitja með honum í vörubílnum upp í sandgryfjur og til baka ferð eft- ir ferð. Mér leiddist það aldrei. Síðar meir þegar ég tók að mér að vinna í görðum fólks höfðum við samvinnu. Þú færðir mér stóra fallega steina, mold og möl sem ég notaði til þess að fegra garða. Þá var nú gaman að hafa góð- an aðgang að stórum tækjum. Þú varst ekki maður margra orða en lést frekar verkin tala. Þær eru ófáar ferðirnar sem þú keyrðir mig og börnin þegar við vorum bíllaus, skutlaðist með hjól barnanna í viðgerð, keyrðir okkur í búðir og skutlaðir mömmu til okkar þegar færðin og veðrið voru henni til trafala. Varst sterkur fyrir mömmu í veikindum hennar í sumar. Keyrðir daglega á spítalann. Svo þegar ástandið varð ekki umflúið lengur og þú varst orð- inn svo máttfarinn að þú stóðst varla undir þér fengum við þig loks til þess að fara á spítala en þar hrakaði þér svo hratt að þú kvaddir þennan heim aðeins þremur vikum seinna. Það segir okkur bara að þú varst búinn að vera mjög lengi veikur heima. Þú hægláti maður hefur skilið eftir þig ótrúlega stórt skarð. Ég var sjálf frekar uppátækja- samt barn og unglingur en aldr- ei tókst þú mig á teppið, ekki einu sinni þegar rúða brotnaði í kjallaraglugganum eða í úti- dyrahurðinni. Ég fékk ung að fara í ævintýraferðir til útlanda án þess að þú stoppaðir mig af. Jú, þú hafðir áhyggjur af okkur en fórst ekki mörgum orðum um það. Þú varst ákaflega vinnusamur maður og kenndir mér staðfestu. Þú varst laun- fyndinn og stundum hlógum við svo tárin runnu. Við vorum ekki alltaf sammála; þér fannst ég stundum ekki skynsöm og við áttum til að kýta en svo var það búið. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú kenndir mér, allt sem þú gafst mér og alla hjálpsemi. Megi guð þinn geyma þig uns við hittumst á ný. Ég veit þú bíður þolinmóður eftir mömmu enda búin að vera saman í 57 ár. Kær kveðja, Guðrún (Rúna). Elsku afi okkar við þökkum fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við söknum þín og vonum að þér líði vel núna. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Amen. Knús og kossar, Sigurður og Ellen. Ástvaldur Kristmundsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.