Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Kattafóður –Aðeins það besta fyrir köttinn þinn! Heilsa ykkur kær- lega. Þarna datt sprengjan. Í net-Vísi var fyrir skömmu sagt frá því að stuttu braut Reykjavíkurflugvallar verði lokað innan skamms, vegna bygg- ingakrana, sem ætlað er að reisa nær suður- enda hennar, en þetta er vegna áforma „Valsmanna“ að byggja þarna hús! Á ég að trúa því að ríkisstjórnin ætli að láta það viðgangast? Í ágætri og vel framsettri grein í Morgunblaðinu föstudaginn 24. október síðasta, „Neyðarbrautin, þáttur SGS og borgarstjóra“, eftir Þorkel Á. Jóhannesson flugstjóra er þessari gjörð mótmælt kröftuglega og með óvenjusterkum og vel hugsuðum rök- um, sem sett eru fram í greininni. Glefsur úr greininni: 1. … og þannig var kokkuð „rétt“ niðurstaða. Og hljóðar svona: lokun brautarinnar hefur í för með sér þolanlega áhættu fyrir flugöryggi. Ég endurtek þolanlega áhættu! 2. Þannig skil- aði Isavia frá sér nið- urstöðu áhættumats sem fengin var án aðkomu notenda flugvallarins og með því að láta hlut- drægan aðila reikna út nothæf- isstuðul án lykilbreytinga í þeim út- reikningum. Utanaðkomandi reynsluþekkingu var úthýst. 3. Hug- takið klækjastjórnmál hefur öðlast nýja vídd með tilkomu Dags læknis ásamt áðurnefndum forverum hans. Er nema von að manni blöskri. Til að þóknast byggingafyrirtæki er borgarstjórn Reykjavíkur, með Dag í broddi fylkingar, að skera á mögu- leika fólks á landsbyggðinni til að koma sjúklingum á Landspítalann í óhagstæðum vindáttum, svo ég tali nú ekki um þá unglinga, sem eru við flugnám af flugskóla á Reykjavík- urflugvelli. Brestur á þolinmæði Eftir Eirík Pál Sveinsson Eiríkur Páll Sveinsson » Til að þóknast bygg- ingafyrirtæki er borgarstjórn Reykja- víkur að skera á mögu- leika fólks á lands- byggðinni til að koma sjúklingum á Landspít- alann í óhagstæðum vindáttum. Höfundur er fv. yfirlæknir. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Allmargir íslenskir karlmenn taka sitt eig- ið líf ár hvert. Hvernig má það vera, þegar all- ur heimurinn snérist um þessi litlu börn, þegar þau fæddust og öllum var umhugað um þau og velferð þeirra: fjölskyldan, ungbarna- eftirlitið og skóla- yfirvöld? En það var þá. Allt í einu fór lífið að hafa annan tilgang. Gerviveröld kvikmyndaiðn- aðarins í Hollywood um ofurmennið og auðkýfinginn var ekki öllum gef- in. Elsku drengirnir gátu ekki allir orðið virtir kaupsýslumenn, læknar og lögfræðingar, sem áttu fín hús og bíla. Stelpurnar gátu ekki hugsað sér þannig venjulega alþýðustráka eftir að hafa verið innprentuð af kvik- myndaiðnaðinum forskriftin að fyr- irmyndarmakanum. Var þá til- gangur lífsins svona? Sumir lifa fyrir daginn í dag, reyna að hafa gaman af því að vera til, á meðan svo margir líða þján- ingar, og ég spyr mig hvernig hópar dauðra manna geti skemmt sér við hörpuleik í himnaríki á meðan helm- ingur mannanna húkir hágrátandi úti í horni í helvíti? Í Heilagri Ritningu segir: „Hvað ætlast Drottinn til annars af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og framganga í lítillæti fyrir Guði þín- um?“ (Míka 6:8) Það er þetta, sem Skaparinn ætl- ast til af mönnum, að gjöra rétt og ástunda kærleika. Það er hlutverk manna og það má inna af hendi hvar sem er og í hvaða veraldlegri stöðu, sem menn hafa fengið, unnið fyrir eða komið sér í. Guð ætlast ekki til annars. Enda segir á öðrum stað í orði hans: „Óttastu Guð og haltu hans boð- orð, því að það á hver maður að gjöra.“ (Pré- dikarinn 12:13) Í sumum þýðingum segir að þetta sé skylda sérhvers manns. Við skulum því ekki flækja okkur í óguð- legum tískustefnum nú- tímans, eða eyða dýr- mætri ævinni í einskisverða hluti, heldur lifa lífi okkar í samhljóman við lögmál Skaparans, því þannig mun- um við uppgötva hlutverk okkar og stöðu. Kristur Jesús gaf okkur mönn- unum hlutverk. Hann bauð okkur að elska náunga okkar eins og við elsk- um okkur sjálf. (Matteus 22:39) Að koma fram við fólk af kærleika og miskunnsemi var svo mikilvægt, að Kristur lagði það að jöfnu við sjálft lögmálið og spámennina. En þetta boðorð hans hljóðar svo: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matteus 7:12) Þetta er í raun hið sanna hlutverk okkar mannanna, sem leiða myndi til umsköpunar mannlífs- ins og vellíðanar alls samfélagsins. Megi svo verða. Fólk með hlutverk Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Sumir lifa fyrir dag- inn í dag, reyna að hafa gaman af því að vera til, á meðan svo margir líða þjáningar. Höfundur er áhugamaður um trú og samfélag. Ég hef tekið eftir því í sjónvarpi og blöðum að klæðnaður á alþjóða- fundum er stundum sam- ræmdur eins og á G-8 eða G-20 fundum. Þar eru leiðtogar klæddir í skokk eða blómaflúraðar síðar skyrtur. Hálfhallærislegt, en þar sem byrjað var á þessari vitleysu komast menn ekki út úr því. Á fundinum á Grand Hotel þar sem Cameron forsætisráðherra var heiðursgestur var öllum gert að vera í stíl íslensku útrásarskuldakónganna, bindislausir og krumpaðir. Þar sem móðir mín var dönsk þótti mér vænt um að sjá að danski forsætisráðherrann lét ekki hafa sig í þetta. Getur einn af upplýsingafulltrúm forsætisráðuneyt- isins upplýst mig og aðra um hver sér um niðursnobbdeildina í ráðuneytinu. Hvert verður næsta skref? Allir á bolnum? Hans. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Niðursnobb? Klæðnaður Frá Northern Future Forum á Grand Hótel. Morgunblaðið/Styrmir Kári Löngu fyrir gerð seinustu kjarasamn- inga lýsti seðla- bankastjóri yfir, að hækkun launa umfram 3% væru verðbólgu- samningar, sem kölluðu á hækkun stýrivaxta. Samið var um hækkun lægstu launa í 300 þús- und krónur á þremur árum. Seðlabankastjóri lét ekki sitja við orðin tóm og hækk- aði stýrivexti. Hann var því fyrstur allra til að velta kostnaði út í verðlag- ið og stuðla þar með að aukinni verð- bólgu. Bankar fylgdu á eftir með hækkun vaxta, sem þeir sögðust neyðast til vegna stýrivaxtahækk- unar Seðlabankans. Þannig hefur seðlabankastjóri aukið greiðslubyrði heimila og fyrirtækja í þeim tilgangi að koma böndum á verðbólguna. Hví- líkt bull og það þrátt fyrir reynsluna frá seinni hluta síðustu aldar. Þá hækkuðu vextir og verðbólga á víxl. Verðbólgan jókst við hækkun vaxta. Hagfræðingar SÍ sögðu, þegar vextir voru komnir yfir 30% og verðbólga upp undir 30%, að það myndi lagast með því sem þeir kölluðu ruðn- ingsáhrif. Verðbólgan hafði elt vexti upp í um 50-70% þegar vitrir menn í atvinnulífinu (ekki í SÍ) sáu að svona gæti þetta ekki gengið lengur og komu á þjóðarsátt. Ruðningsáhrifin hefðu sett allt á hausinn hefði SÍ fengið að halda áfram hækkun vaxta. Síðan hefur verið hægt að fylgjast með hvernig verðbólgan eltir vexti upp og hopar undan þeim niður. Það sjá allir nema hagfræðingar SÍ. Ég spyr þá: Hvers vegna er ekki óðaverð- bólga í löndunum sem eru með 0 til 1% stýri- vexti? Rennur vatnið upp í móti á Íslandi? Gróði banka hefur aldrei verið meiri en seinustu árin. Vextir eru tekjur banka og stór hluti gjalda heimila og fyrirtækja. Greiðslubyrði þyngist nú við hækkun stýrivaxta. Íbúðareigendur sem enn rembast við að greiða okurvextina fá vaxtabætur frá ríkinu og aðrir fá húsaleigubætur. Þannig styrkir ríkið fólk til að borga bönkunum milljarða í okurvöxtum. Það er ekki öll vitleysan eins! Væri ekki nær að lækka vextina og losna við kostnað útreikninga og milli- færslna? Fyrir hrun streymdi gjaldeyrir fagfjárfesta í Seðlabankann, því hvergi á byggðu bóli þekktust hærri vextir en hér á landi. Við innstreymið hækkaði gengi krónu og braskararnir fengu gengishagnað í bónus. Svo kom hrunið og fjármagnið lokaðist inni í jöklabréfum eða sat fast í einhverju sem kallaðist snjóhengja. Í hruninu stöðvuðust hjól atvinnulífsins og fyr- irtæki fóru á hausinn. Fólk tapaði eignum sínum og/eða missti vinnuna. Margir flýðu land í atvinnuleit. Í ná- grannalöndum voru stýrivextir lækk- aðir í 0% til að koma hjólum atvinnu- lífsins á snúning. Á Íslandi hækkaði Seðlabankinn stýrivexti úr 12% í 18% til að slökkva verðbólguna. Virknin var líkt og að hella olíu á eld. Enn fleiri urðu gjaldþrota og fleiri flúðu land. Til að kóróna vitleysuna fengu fagfjárfestarnir okurvexti í gjaldeyri, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Hvað skyldu margir milljarðar gjaldeyris hafa lekið úr landi eða öllu heldur streymt út á þennan hátt? Í dag er komin upp nákvæmlega sama staða og fyrir hrun. Fjármagn streymir inn, því hvergi eru hærri vextir en hér á landi. Í bónus fá fag- fjárfestarnir hærra gengi en skráð gengi sem forgjöf í samkeppni um kaup á húseignum og fyrirtækjum þeirra sem okurvextirnir lögðu. Seðlabankinn virðist ekkert hafa lært. Það hafa fagfjárfestarnir örugg- lega gert og láta ekki taka sig aftur í bólinu. Er ekki kominn tími til að fá einhverja í Seðlabankann sem eru með „common sense“ og kunna á peninga? Seðlabankahagfræði Eftir Sigurð Oddsson » Það sjá allir nema hagfræðingar SÍ. Ég spyr þá: Hvers vegna er ekki óðaverð- bólga í löndunum sem eru með 0-1% stýri- vexti? Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.