Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 ✝ Haraldur Frið-jónsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 23. janúar 1940. Hann varð bráðkvaddur á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 20. október 2015. Foreldrar hans voru Friðjón Jó- hannsson sjómað- ur, fæddur á Skálum á Langa- nesi 11. júní 1910, látinn 22. apríl 1995, og Sigurveig Munda Gunnarsdóttir, fædd á Barónsstíg 12 í Reykjavík 9. september 1918, látin 22. des- leysingjaskólanum. Haraldur fór snemma að vinna á sjó en hafði unnið ýmis störf í landi, þá aðallega í Hampiðjunni sem netamaður. Haraldur var á mörgum skipum í gegnum ár- in, en sjómennskan átti hug hans allan. Hann lét af störfum árið 2006 eftir 47 ár á sjó en þá hafði hann verið lengst af á frystitogaranum Frera sem gerður var út frá Ögurvík. Barnsmóðir Haraldar er Sigríður Ása Sigurðardóttir en slitu þau samvistum árið 1990. Börn þeirra eru: 1) Einar Ragnar Haraldsson, maki Júlía Baldvinsdóttir. Barn þeirra er Haraldur Marjón Einarssson. 2) Hermína Erla Haralds- dóttir, maki Egill Guðmunds- son. Barn þeirra er Guðlaug Náttsól Guðmundsdóttir. Útför Haraldar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 30. októ- ber 2015, klukkan 13. ember 1975. Al- systkin eru Jóhann Gunnar Friðjóns- son, Edda María Gundersen, Sigur- dór Friðjónsson og Tómas Sævar Friðjónsson. Sammæðra eru Ágúst Engilbert Blomquist Sveins- son, Viggó Bjarna- son, Eggert Bjarni Bjarnason, Birna Sigríður Bjarnadóttir, Brynja Hrönn Bjarnadóttir og Jarl Bjarna- son. Haraldur ólst upp í Reykja- vík og var við nám í Heyrn- Ég er ennþá að átta mig á því að þú sért farinn frá okkur, elsku pabbi. Ég vissi að að þessu kæmi en ekki strax. Þetta er allt svo óraunverulegt og ég vil helst að þetta sé allt einn draumur og þú komir hlæjandi til mín og segir mér að vakna. Það er bara svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Við ætluðum að fara næsta sumar austur á land og kíkja á Langa- nes. En það voru nokkur ferða- lög á planinu hjá okkur sem nást ekki núna, því miður. Ferðalögin halda áfram og þú ert í þínu síðasta en ég ætla að halda áfram með litlu fjölskyld- unni minni sem við ætluðum að gera saman með þér. Þegar ég lít til baka koma upp margar minningar sem draga fram bros hjá mér. Við vorum eins og skytturnar þrjár, þú, ég og Hermína systir, en það var margt sem við brölluðum saman. Þó að þú hafir ekki verið mikið með okkur í gegnum árin, vegna sjómennskunnar, komstu alltaf norður í sveitina um leið og þú gast og alltaf um jólin. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fá þig og símtölin voru ófá sem við hringdum í skipið eða útgerðina til að athuga hvenær pabbi kæmi í land.Oft á tíðum komstu án þess að láta okkur vita og því gleymi ég aldrei hversu glöð við vorum að fá þig til okkar, enda ertu besti pabbi í öllum heim- inum. Mér er svo minnisstætt þegar ég varð fimm ára og þú komst til mín í leikskólann og tókst það allt upp á vídeóvélina þína. Þá var afmælisveisla í full- um gangi og við vorum að háma í okkur frostpinna þegar þú komst. Ég hreinlega vissi ekki hvert ég ætlaði og hvað þá þeg- ar ég sá að þú hafðir keypt handa mér Stiga-sleða, ó hvað mig langaði í svoleiðis. Ég var ekki lengi að fara og renna mér á þessum svaðalega sleða og skransaði eins mikið og ég gat, því það var svo töff. En þar sem þú varst sjómaður voru veiði- stangirnar alltaf í bílnum hjá þér og við renndum stundum fyrir fisk, hvort sem það var í einhverri á eða bara niðri á bryggju. Verst fannst mér alltaf þegar marhnúturinn beit á, því mér fannst hann alltaf svo ljótur að ég þorði ekki að losa hann. Þér fannst það náttúrlega ekk- ert mál og stríddir mér aðeins með því að hlaupa á eftir mér með þennan ljóta fisk. Ég ætlaði alltaf að verða alveg eins og þú, fór að teikna sjóaratattú á mig með tússpenna. Ég er með fullt af sögum til að segja börnunum mínum í komandi framtíð. Best finnst okkur að þú hafir náð að hitta litla drenginn okkar og þegar þú komst með Hermínu upp á fæðingardeild í byrjun september. Það leyndi sér ekki hvað þú varst ánægður og líka að hann skuli deila sama nafni og afi sinn. Ég mun segja Har- aldi litla og Náttsól sögur af þér og hversu æðislegur pabbi og afi þú hafir verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að barnabörnin þín skuli ekki kynnast þér betur, en þau munu kynnast þér vel ígegnum sögurnar sem við syst- kinin munu segja þeim ásamt öllum vídeóupptökunum. Með söknuði í hjarta, tárum og sorg kveð ég þig, elsku besti pabbi minn. Þú varst okkur allt og ert. Við munum hitta þig í draumi, þú ert í kringum okkur, þú ert í börnum okkar og ég finn fyrir nærveru þinni, minn elsku besti pabbi. Þinn sonur, Einar Ragnar Haraldsson. Elsku pabbi minn. Að kveðja þig er það erfiðasta sem ég hef gert. Setningin sem er svo oft notuð í svona aðstæðum „enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur,“ á ekki við hér, því ég veit að ég átti besta pabba í heimi. Ég á svo margar góðar minningar sem ég mun halda fast í. Þó svo að þú hafir eytt mestum hluta ævi þinnar á sjó, þá kunnir þú vel að bæta tap- aðan tíma. Þegar þú komst heim og, já, ég taldi niður dagana þar til Freri kæmi í land. Og litla stelpan var bæði spennt fyrir pabbaknúsi og líka – „Hvað keyptirðu handa mér?“ Mínar bestu minningar eru um ferða- lögin sem við fórum í á sumrin og að veiða. Það var sko gaman að vera dugleg, eins og pabbi, að veiða fisk í matinn. Þú varst ekki bara frábær pabbi, því þú varst líka yndislegur afi. Ég veit að þú hefðir vaðið í gegnum eld og brennistein fyrir afastelpuna þína. Það er sárt að hún fékk ekki að hafa afa sinn lengur, en ég mun halda minningu þinni á lofti og tala um frábæra afa hennar. Ég veit að þú varst að springa úr monti yfir henni, enda margir sem sögðu að hún líktist þér. Ég elska þig og við sjáumst síðar. Þín dóttir, Hermína Erla Haraldsdóttir. Það var margt sem flaug í gegnum huga mér þegar Einar Ragnar frændi minn hringdi í mig og sagði mér að pabbi sinn, Haraldur eða Halli, hefði látist þá um daginn. Þessi frétt kom mér ekki endilega á óvart því ég vissi að Halli var búinn að vera veikur, en samt var ég ekki tilbúin til að kveðja hann strax því mér fannst ég eiga eftir að heimsækja hann á DAS eða í Austurbergið. Ég kynntist Halla þegar hann og Sigríður Ása systir mín hófu sambúð fyrir rúmum 30 árum síðan. Þó að þeirra sambúð hafi lokið lauk ekki okkar vináttu. Halli var vinur vina sinna og því fékk ég svo sannarlega að kynn- ast. Hann var ekki bara góður og tryggur vinur heldur einnig yndislegur faðir. Það kom best í ljós þegar hann átti frí frá sjón- um, þá var hann farinn norður á land til barna sinna Einars og Hermínu sem þar bjuggu. Maður fékk fljótt að kynnast glettninni og stríðninni í honum, þá ljómuðu augun og glott lék um andlitið og síðan kom hlátur. Ég átti alltaf athvarf á heimili hans þegar ég þurfti að fá gist- ingu í Reykjavík, honum þótti það meira en sjálfsagt að hýsa mig. Ég var við nám í guð- fræðideild HÍ haustið 2013 og bjó þá hjá honum, það var ekki leiðinlegt og brölluðum við ým- islegt saman og ekki skemmdi það að okkar matarsmekkur var svipaður, bara sannur íslenskur matur. En ég fékk líka margar stríðnisglósurnar frá honum, sérstaklega man ég ef mér varð eitthvað á þá signdi hann sig í bak og fyrir, alltaf með glotti og stríðnisglampa í augum. Það er sárt að kveðja þennan öðling sem vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Halli skilur eftir margar góðar minningar og fengu börnin hans, Einar Ragnar og Hermína Erla, gott atlæti og tilsögn sem þau geta nýtt sér í uppeldi á sínum yndislegu börnum en Halli var svo sannarlega stoltur afi. Minningin lifir í huga og hjörtum okkar sem kynntust honum. Megi algóði Guð styrkja ykkur og blessa elskulegu Einar Ragnar, Hermína Erla og fjöl- skyldur, ykkar missir er mikill, innilegar samúðarkveðjur. Halli minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú varst hraustur, þjáning alla þoldir þú og barst þig vel, vildir aldrei, aldrei falla: Uppréttan þig nísti hel. Þú varst sterkur, hreinn í hjarta, hirtir ei um skrum og prjál; aldrei náði illskan svarta ata þína sterku sál. (Matthías Jochumsson) Hinsta kveðja, Jónína Auður. „Röðin af hvítu járnrúmun- um, fatahengi með litlu húfunum og litlu kápunum hlið við hlið, glösin með tannburstunum, öll jafnstór og öll eins á litinn; þetta var allt svo skipulegt.“ Þessi tilvitnun er úr Morg- unblaðinu í grein um Málleys- ingjaskólan í Stakkholti árið 1948, mynd af 19 nemendum prýðir blaðið, þar á meðal er Halli frændi, þá átta ára. Þannig var búið að nemend- um á heimavistinni, reglufesta og agi hefur verið hluti af dag- legu lífi barnanna líkt og víða annars staðar á þessum tíma. Það hefur því verið góð tilbreyt- ing að komast á sumrin í sveit- ina til föðurbróður síns á Skál- um á Langanesi, þar sem hann hitti fyrir systkinabörn á sama reki, þar veit ég að hann undi hag sínum vel. Fljótlega eftir að skólagöngu lauk, í kringum 1957, flytur hann til foreldra minna á Skúla- skeiðið í Hafnarfirði. Þar verður hann einn af fjölskyldunni, fyrst bara með mömmu og pabba í heimili og síðar með okkur bræðrum. Á þessum tíma fór hann að fara með pabba á tog- ara og voru þeir saman á sjó um árabil. Var þetta upphafið að 47 ára samfelldu sjómannsstarfi sem hann var síðar heiðraður fyrir, þegar honum var afhent Heiðursmerki Sjómannadagsins 2006. Hlýjar minningar á ég úr æsku sem eru samofnar Halla. Ég man eftir okkur „talandi“ saman, hvernig hann kallaði á mig, að segja mér eitthvað eða komandi heim með eitthvert góss úr siglingum – niðursoðna skinku, mackintosh og dót. Þegar ég er í kringum sex ára gamall, flytur Halli burtu og býr sér sitt eigið heimili, þá búinn að búa heima í hartnær 15 ár. Mér er minnisstæð ferð á Skála, árið er 1978; Halli keyrir með okkur á ljósbrúnum Jeep Wagoneer. Mamma og pabbi aftur í, ég þar á milli, Nonni og Halli frammí. Mamma og pabbi þá reyklaus í fjögur ár, en þeir feðgar frammí ekki – tóbaks- reykur og vegryk fyllir bílinn alla ferðina, ég er ekki frá því að foreldrum mínum hafi þótt það ágætt. Þegar á Skála var komið tek- ur Halli upp veiðistöng og förum við að vatni, meðan hin ganga upp að kirkjugarði, það bítur á og Halli réttir mér þögull stöng- ina, dreg ég þarna að landi minn fyrsta fisk – hrygnu! Árið 1983 eignast Halli, með barnsmóður sinni, Einar, sem er skírður í höfuðið á pabba, og síð- ar Hermínu. Bæði hafa þau fært honum gleði og lífsfyllingu. Í fyrra hitti ég Halla á ætt- armóti, þar sýndi hann okkur fyrsta barnabarnið sitt – dóttur Hermínu og Egils; Guðlaugu Náttsól. Hvað hann var stoltur með litlu stelpuna og ekki minnst að hún hefði fengið hára- litinn hans. Núna fyrir fáum vikum kom svo annað kríli í heiminn, sonur Einars og Júlíu, og get ég rétt ímyndað mér gleðina hjá honum yfir því og ekki hefur dregið úr að drengurinn myndi verða nafni hans. Elsku frændi það er komið að kveðjustund, þú varst alltaf einn af mínum uppáhalds og það var yndislegt að hafa fengið að alast upp með þig í kringum mig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Rögnvaldur G. Einarsson. Í dag kveð ég góðan vin minn, Harald Friðjónsson, við fé- lagarnir vorum saman til sjós í 45 ár, þar af voru það 30 ár samfleytt hjá Ögurvík hf. Það var einmitt þar sem Har- aldur kom til mín og bað mig um aðstoða sig við að fá pláss. Ég ræddi við Binna skipstjóra sem bauð Haraldi pláss og sam- an sigldum við í 30 ár. Við Har- aldur vorum ekki bara skips- félagar og vinir heldur tilheyrðum við báðir samfélagi heyrnarlausra. Við ferðuðumst saman um allan heim. Það kom fyrir að ég aðstoðaði Harald ef hann þurfti að láta túlka fyrir sig í gamla daga áður en túlkaþjónustan kom til, það var lítið mál af því við vorum góðir félagar og það voru ófáar ferðirnar sem ég fór með Har- aldi að heimsækja börnin hans, Hermínu Erlu og Einar Ragnar, norður, en Haraldur var ein- staklega góður pabbi og ég veit að börnin hans sakna föður síns. Fyrir nokkrum árum fjárfest- um við báðir í tjaldvögnum og á þeim ferðuðumst við mikið um Ísland og við létum okkur ekki vanta á Döffmót og mættum þar kátir og hressir. Ég kveð þig í dag, kæri fé- lagi, með þökk fyrir allt. Sjáumst síðar, vinur, þegar minn tími kemur. Rudolf sjóari. Það eru þung skref að kveðja sinn mesta eðalvin til 30 ára, hann Halla „fósturpabba“, eins og ég kallaði hann oft. Kynni okkar hófust eitt kvöld 1981 í mötuneyti í heimavistinni í Heyrnleysingjaskólanum. Úti geisaði illviðri með snjókomu er inn kom rauðhærður gæi með blauta sígarettu í öðru munnvik- inu og bað um aðstoð við að setja keðjur undir „litla gula húsbílinn“ sinn. Það varð mér til happs að ég bauð strax fram að- stoð, því þarna mynduðum við vinatengsl sem hafa haldist óslitin síðan. Þó 24 ár væru á milli okkar þá vorum við sem límdir saman þegar hann kom heim í land eftir túra með Ru- dolf, sem stundaði sjóinn með honum um borð í Ögra. Við Halli fórum saman í margar útilegur, hverja annarri skemmtilegri. Einu sinni keypti hann sér glænýjan tjaldvagn og við ókum rakleitt til Varmahlíð- ar og tjölduðum þar. Áður en við opnuðum tjaldvagninn sagði Halli: „Fáum okkur sopa“, sem við gerðum og tæmdum pelann áður en við opnuðum tjaldvagn- inn. Við hefðum betur beðið með það því við vorum heila þrjá tíma að græja tjaldvagninn! Mikið var sko hlegið, svo okkur verkjaði í kjálkana. En á næsta tjaldsvæði biðum við með að opna pelann og vorum ekki nema 15 mínútur að græja tjald- vagninn! Þá náði Halli í pelann og sagði „skál“ – og aftur hlóg- um við kjálkann af okkur. Seinna byrjaði ég með henni Billu minni sem átti eitt barn fyrir, hann Davíð, og mynduðust þá góð tengsl milli Davíðs og Einars Ragnars, sonar Halla, og seinna eignaðist Halli svo Herm- ínu Erlu með þáverandi sam- býliskonu sinni. Í öllum útileg- um sem við fórum í saman með börnunum okkar og þeirra þá var alltaf glatt á hjalla, Hermínu leið svo vel í faðmi Billu sinnar að hún vildi aldrei sleppa! Halli brosti við þessari sjón og var glaður. Halli vissi að ég væri alltaf að reyna að komast út á sjó, helst á frystitogara, en það reyndist erfitt því alltaf var spurt „ertu vanur,“ þangað til Halli kom heim til mín og bað mig um að koma með sér til Binna skip- stjóra á Frera RE 73 til að túlka fyrir sig, hann væri svo slæmur í baki að hann þyrfti frí. Og við brunuðum til Binna og Halli bað um frí og Binni segir ok, en svo bendir Halli allt í einu á mig og segir við Binna „Gummi sjó“. Binni spyr mig hvað Halli meini og ég eldroðnaði og sagði, „Halli spyr hvort ég megi fara í hans stað“, þá horfir Binni á Halla, sem blikkar augunum hratt og fallega, svo horfir Binni á mig, mælir mig út og segir eftir 10 langar sekúndur; „ok, brottför annað kvöld kl 8!“ Þarna byrjaði ég að fá nasasjón af sjómennsku á frystitogara með hjálp frá Halla og einnig nokkrum mán- uðum seinna, en þá slasast einn um borð og þurfti að sigla með hann heim á móti lóðs og frétti Halli af því og hljóp strax upp í brú til Hannesar stýrimanns og skrifaði á blað nafn mitt og símanúmer og sagði við Hannes „ Gummi sjó“ og já það var hringt í mig og ég um borð í lóðs sem sigldi til móts við Frera fyrir utan, en sá fyrsti sem tók á móti mér var Halli með bros á vör og sígarettu í öðru munnvikinu. Margt væri hægt að skrifa um „fósturpabba“ en það er svo mikið að ég kem ekki öllu fyrir á blað. Ég byrjaði að skrifa þessa grein með bros í huga og með mynd af okkur fyrir framan mig en núna sækir sorgin svo á mig að ég get ekki meir. Sakna hans svo gríðarlega sárt að orð fá ekki lýst, besti rauðhærði vinur minn farinn, kemur ekki lengur í kaffi til mín með faðminn út- breiddan og koss á kinn eins og hans var lagið. En hann mun ekki hafa áhyggjur því við Billa munum halda verndarhendi yfir börnunum hans, Einari og Hermínu sem eru „börnin“ okk- ar Billu. Far vel, elsku hjartans vinur minn, hafðu þökk fyrir allar þær ómetanlegu stundir sem við Billa höfum átt með þér og þín- um. Guðmundur og Guðrún (Gummi og Billa). Látinn er Haraldur Friðjóns- son sjómaður. Hann var með parkinson- sjúkdóminn síðustu árin, svo fékk hann hjartaáfall og lést af því. Haraldur, eða Halli eins og kunningjar hans og skipsfélagar hans kölluðu hann, fékk heila- himnubólgu þegar hann var ein- ungis fjögurra ára gamall. Í þessum veikindum missti Halli alla heyrn. Barnungur var hann sendur norðan af Langanesi, þar sem hann bjó, til Reykjavíkur í Heyrnleysingjaskólann, til náms í táknmáli fyrir heyrnarlausa. Það hefur verið erfitt fyrir ung- an dreng að fara frá fjölskyldu sinni til ókunnugra, alveg heyrn- arlaus. Halli var sjómaður lengst af starfsævi sinni. Brynjólfur Hall- dórsson skipstjóri var annar stýrimaður á togaranum Mars, þegar hann kynntist Halla fyrst. Þegar Brynjólfur varð skipstjóri á togaranum Ögra R.E. 72. var Halli einn af fyrstu hásetunum sem hann réð í skipsrúm á Ögra. Um tíma voru fjórir heyrnar- lausir hásetar hjá Brynjólfi á Ögra. Það þurfti ekki há köll eða öskur til að þeir skildu hvað gera þurfti, einfaldar bendingar dugðu. Það virðist vera svo, að ef menn tapa einu skilningarviti, þá eflast önnur skilningarvit, þetta sannaðist á Halla. Ég kynntist Halla fyrir um þrjátíu árum þegar við urðum skipsfélagar á frystitogaranum Frera R.E. 73. Skipstjóri á Frera var Brynjólfur Halldórs- son og fylgdi áhöfnin af Ögra að mestu leyti yfir á Frera. Ég hafði ekki umgengist heyrnar- lausa manneskju fyrr en ég hitti Halla. Það kom mér á óvart hve hann var skilningsríkur á bend- ingar og handapat manna sem ekki kunnu táknmál. Hásetar sem störfuðu með honum á dekkinu sögðu að hann hefði verið næmur á allar hreyfingar nálægt sér og jafnvel fyrir aftan sig. Einnig fylgdist hann vel með handabendingum í brúar- gluggunum á þeim skipum sem hann starfaði á. Það þurfti ekki margar bendingar, svo hann vissi hvað gera skyldi. Halli var afburða sjómaður, og einstakur netamaður. Hann var fljótur að sjá hvernig troll var rifið og ef það var í henglum eins og kallað er. Halli var afar vel gefinn á bókina, eins og sagt er, og las mikið sér til gagns. Einnig var hann sterkur skákmaður. Ég man eftir skákmóti sem var haldið um borð í Frera í Smug- unni, það er veiðisvæði sem var stundað fyrir nokkrum árum. Þar varð hann í öðru sæti, það var tæplega hægt að vinna hann í skák. Eftir að sjómennsku Halla lauk, starfaði hann um tíma í Hampiðjunni, við neta- gerð. Eitt af áhugamálum Halla var stangveiði, hann átti góða jeppa á seinni árum, og fór á þeim í veiðitúra í silungsvötn og ár. Þegar litið er yfir starfsævi Halla sést að fatlaðir geta unnið sum störf jafnvel og ófatlaðir. Halli á tvö uppkomin dugnaðar- börn. Blessuð sé minning Haraldar Friðjónssonar sjómanns. Pétur Kristjánsson. Haraldur Friðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.