Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir langabið og heil-mikla um- ræðu í fjölmiðlum ákvað Joe Biden, varaforseti Banda- ríkjanna, loks í liðinni viku að hann mundi ekki bjóða sig fram til þess að hljóta útnefn- ingu Demókrataflokksins. Sagði Biden helstu ástæðuna fyrir því vera þá að hann teldi sig ekki hafa nægan tíma til að hrinda af stokkunum kosn- ingabaráttu sem dygði til sig- urs. Þá mátti einnig greina að hið sviplega andlát sonar hans, Beau, sem lést úr heilaæxli fyrr á árinu, hefði tekið sinn toll af honum. Ákvörðun Bidens hefur ýmsar afleiðingar. Hin aug- ljósasta er sú, að hún greiðir mjög leiðina að útnefningu Hillary Clintons sem forseta- efni demókrata. Biden höfðar mest til svipaðra kjósendahópa og Clinton. Fylgi hans hefði því að mestu hoggið skörð í raðir stuðningsmanna hennar. Helsti keppinautur Hillary um hnossið, hinn róttæki Bernie Sanders, hefði hugsanlega get- að nýtt sér baráttu þeirra tveggja til þess að koma sjálf- um sér í kjörstöðu. Um leið þýðir ákvörðunin, að Sanders er nú eini raunhæfi kosturinn fyrir utan Clinton. Misstígi hún sig í baráttunni hefur fylgið bara á einn stað að hverfa. Það segir sitt um hina frambjóðendurna þrjá sem stigið hafa fram, að ákvörðun Jim Webb um að draga sig í hlé, féll algjörlega í skuggann af ákvörðun Bid- ens, sama dag, um að bjóða sig ekki fram. Hafði Webb þó tekið þátt í kappræðum demó- krata og reynt að stilla sér upp sem þriðja kostinum. Biden hefði eflaust þótt öfl- ugur kandídat, hefði hann gef- ið kost á sér. Hann hefur þótt standa sig ágætlega sem vara- forseti þegar á heildina er litið og hann hefði lagt áherslu á reynslu sína af Bandaríkja- þingi sem mannasættir, sem gæti unnið með báðum flokk- um. Í ljósi þess að fátt bendir til þess að repúblíkanar muni glata valdi sínu á þinginu árið 2016 myndi slík reynsla geta skipt sköpum fyrir verðandi forseta. Hann hefur þó einnig til- hneigingu til þess að segja það fyrsta sem kemur í hugann, sem hefur oftar en ekki komið honum í bobba. Sjálfur lofaði hann því í ræðu sinni í síðustu viku, að hann myndi ekki verða þögull um málefni flokksins og það hvernig hægt væri að halda áfram á sömu braut og Obama hefur markað. Það gæti reynst tvíeggjað sverð fyrir flokkinn. Brotthvarf Bidens úr kapp- hlaupinu um útnefninguna mun létta bæði Clinton og Sanders að taka sér stöðu gegn umdeildari ákvörðunum Hvíta hússins. Miðað við hvernig Obama hefur gengið í ýmsum málum gæti slíkt kom- ið demókrötum mjög til góða í nóvember 2016. Ákvörðun Biden greiðir leiðina fyrir Hillary Clinton} Línur að skýrast Nú er liðiðnærri því hálft ár frá því að hin forna rústa- borg Palmýra féll í hendur hryðjuverkasamtak- anna Ríkis íslams. Tíminn hef- ur verið nýttur til þess að sprengja í loft upp hinar merku og einstöku minjar um Rómaveldi í Asíu. Jafnframt hafa samtökin haldið upp- teknum hætti í ofsóknum sín- um gegn öllum þeim sem ekki vilja fallast á þröngsýna túlk- un þeirra á íslam. Virðist sem forsprakkar samtakanna séu ávallt tilbúnir með nýjar leiðir til þess að ganga lengra í hrottaskapnum. Hryðjuverkamennirnir hafa nú ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi, með því að binda fórnarlömb sín við rómversku rústirnar, áður en þær eru sprengdar í loft upp. Kristall- ast í þeirri villimennsku þörfin á því að bregðast hratt og örugglega við þeirri hættu sem stafar af samtök- unum. Hefði hún þó átt að vera orð- in ljós fyrir. Loftárásir Bandaríkja- manna hafa verið fjarri því að duga og loftárásir Rússa bein- ast í jöfnum mæli að sýr- lenskum stjórnarandstæð- ingum og meðlimum Ríkis íslams, allt eftir því hvorir þykja meiri ógn við Assad Sýr- landsforseta. Ekki ætti að skipta máli hverjir sjá um atlöguna gegn villimennskunni og æskilegast væri að þjóðir heims tækju höndum saman í því efni. Já- kvætt er að Bandaríkjamenn eru nú loks farnir að íhuga það að senda herlið á vettvang, jafnvel þó að einungis sé talað um fámennar sérsveitir fyrst um sinn. Ljóst er þó að mun meira þarf til að sigrast endan- lega á Ríki íslams. Ríki íslams verður að stöðva}Vaxandi villimennska O ft og iðulega er ég spurður að því hvernig mér takist að halda mér svona unglegum og hvurt leyndar- málið sé á bak við útlitið. Þeir sem á annað borð eru uppteknir af slíku, eins og ég, vonast þá sjálfsagt eftir því að ég búi yfir einhverjum leyndarmálum sem ekki hafa komið fram í glanstímaritum, hvort sem þau eru í pappírs- eða internetformi. Margir ímynda sér til dæmis að hægt sé að halda sér jafn vel með því að smyrja sig með alls kyns kremum, og jafnvel efnum sem hugsuð eru inn- vortis og til manneldis. Leyndarmál mitt hefur aldrei verið vel geymt. Ég hef ekkert legið á þeim upplýsingum þótt lega hafi gert mér mjög gott. Fyrir utan góð gen auðvitað, sem ekki verða keypt úti í búð, þakka ég nefnilega fyrst og fremst síðdegisblundinum mínum huggulegt útlitið. Snemma fór ég að prófa mig áfram með síðdegisblundinn og smellpassaði hann til dæmis á milli tíma í skyldunáminu og fótboltaæfinga. Vafalaust hafa þessar svefntilraunir mínar átt sinn þátt í kjöri mínu sem Herra skólans í Grunnskóla Bolungarvíkur á sínum tíma og gefið mér forskot á aðra myndarlega unglings- drengi. Þrátt fyrir ýmis himinhrópandi teikn um hversu heilsu- samlegur síðdegisblundurinn getur verið hafa sam- ferðamenn mínir engu að síður sýnt þessum kenningum mínum fullkomið fálæti. Ég hef hins vegar ekki kippt mér mikið upp við slíkt enda kennir mannskynssagan okkur að fólk trúir ekki á snillinga fyrr en við erum með allra dauðasta móti. Til dæmis sýnir yfirmaður minn, Víðir Sig, þessum tilraunum mínum ekki nokkurn einasta skilning og setur mig á vaktir sem hefjast klukkan 16 aðra hverja viku. Mun flóknara er að sinna sídegisblundinum svo vel sé á vinnustaðnum. Ekki útilokað en mun flóknara. Hjá djúpt þenkjandi fólki hafa hugmyndir mínar þó hlotið meðbyr og má þar nefna að svefnrannsóknir hjá NASA benda sterklega til þess að blundurinn hafi mjög jákvæð áhrif á dáðustu syni og dætur stofnunarinnar. Tel ég það afskaplega jákvæð tíðindi því að sjálfsagt geta því fylgt alls kyns flækjustig að vera svefn- vana og úttaugaður við stýrið á geimskutlu. En ef til vill er slíkur fróðleikur svolítið staðbundinn í heimi vísindamanna og annarra í hvítum sloppum. Er það því fagnaðarefni að tískubók sem ber heit- ið The Essentialist vekur nú athygli á markaðnum. Nú get- ur það varla dregist lengi að hugmyndir mínar fái almenni- legan hljómgrunn og lífsstíll minn verði rannsakaður ofan í kjölinn af lífsstílsfjölmiðlum. Bókina ritaði líklega Greg nokkur McKeown en ég þekki ekki hverra manna sá ágæti maður er. Ef hann er þá yfirleitt til. Mér skilst að nöfnin á bókakápunum séu ekki endilega traust heimild um hver skrifaði þær. Þar stendur til að mynda að snjöllustu fiðlu- leikarar samtímans sofi að meðaltali 8,6 klukkustundir á sólarhring. Ef ekki spila aðrar breytur inn í hæfnina ætti ég að geta leikið Kvaðningu með Skálmöld á fiðlu. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Í mér blundar síðdegisblundur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útlit er fyrir að makrílafli ánæsta ári verði langt um-fram ráðgjöf Alþjóða haf-rannsóknaráðsins, ICES, eins og í ár þegar aflinn er áætlaður um 1.200 þúsund tonn eða um 300 þúsund tonn umfram ráðgjöf upp á 906 þúsund tonn. Ráðgjöfin fyrir næsta ár er upp á 676 þúsund tonn. Nýr samningur Evrópusam- bandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar á næsta ári byggist á samkomulagi þjóðanna frá síðasta ári. Hins vegar var nýtingaráætlun breytt þannig að sveiflujöfnun var bætt í áætlunina svo breytingar í aflamarki milli ára verði ekki meiri en 15%. Sú aðferð hefur ekki verið metin af ICES. Þannig er ekki miðað við ráðgjöf ICES sem lagði til að fisk- veiðidánarstuðull yrði 0,22 og að heildarafli færi ekki yfir 676 þúsund tonn á næsta ári. Fyrir þetta ár út- hlutuðu þjóðirnar sér einnig afla um- fram ráðgjöf. Strandríkin þrjú, sem sömdu sín á milli í síðustu viku, miða við heildar- kvóta upp á 895 þúsund tonn fyrir næsta ár, eða um 32% umfram ráð- gjöf. Þau reikna sér um 756 þúsund tonn af þeim afla, ESB fær 442 þús. tonn, Færeyjar 113 þúsund og Nor- egur 202 þúsund tonn. Aðeins 15,6% af heildarviðmið- uninni eru tekin frá fyrir Ísland, Grænland og Rússland. Samkvæmt því kæmu um 110 þús. tonn samtals í hlut landanna sem eru utan sam- komulagsins frá 2014, en í ár má áætla afla þeirra um 300 þús. tonn. Íslendingar eru ekki aðilar að samkomulagi ríkjanna þriggja frá síðasta ári og úthlutaði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, íslenskum skipum 173 þúsund tonna aflamarki í ár og veiddust um 150 þúsund tonn, en geymsluheimild milli ára var aukin í 30% í kjölfar við- skiptabanns Rússa. Óvissa áhyggjuefni Samkvæmt nýjasta stofnmati er hrygningarstofn makríls metinn lægri heldur en hann var metinn fyr- ir ári. Aflaregla hefur ekki verið í gildi fyrir makrílstofninn og því veitir ICES ráð miðað við þá veiðidánar- tölu sem gefur hámarksafrakstur til lengri tíma litið, sagði í frétt frá Haf- rannsóknastofnun fyrr í haust. Óvissa um stjórnun veiða á upp- sjávartegundum í Norður-Atlants- hafi er áhyggjuefni. Þorsteinn Sig- urðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að það segi sig sjálft að meðan ekki sé samið um stjórnun veiða þessara tegunda og veiðin umfram ráðgjöf „þá er ekki verið að nýta stofnana með hag- kvæmasta hætti þegar til lengri tíma er litið“. Af þessum verðmætu stofnum er afli umfram ráðgjöf í ár mestur í kolmunna, en þar er mikil óvissa í stofnmati og unnið að endurmati á því. Aðspurður hvort kolmunnaveið- um í framtíðinni sé stefnt í uppnám segir Þorsteinn: „Ef svona umfram- veiði er stunduð til lengri tíma þá er alltaf hætta á að hrygningarstofn fari það langt niður að framleiðslugeta stofnsins minnki.“ Í síld var minna veitt umfram ráðgjöf í ár, en þar hefur slök nýliðun verið áhyggjuefni í nokkur ár. „Ýms- ar vangaveltur hafa verið settar fram um ástæður þess eins og samkeppni við makríl um fæðu og afrán í Bar- entshafi þar sem þorskstofninn hefur verið mjög sterkur. Þetta skýrir þó ekki nema hluta vandans, en vissu- lega hefur náttúran líka sína duttl- unga og við getum ekki stýrt því. Sveiflur eru ekki óþekktar í árganga- stærð norsk-íslensku síldarinnar og má til dæmis nefna að um miðja síð- ustu öld komu t.d. risaárgangar árin 1950 og 1959. Milli þeirra voru ein- hverjir miðlungs árgangar, en flestir mjög slakir, án þess að skýringar væru á því,“ segir Þorsteinn. Makrílstofninn er metinn nokk- uð sterkur þó svo að veiðar hafi síð- ustu ár verið verulega umfram ráð- gjöf. Í makríl hefur, líkt og í kol- munna, verið unnið að endurmati á stofnmati og farið er að taka meira tillit til togleiðangurs á norðurslóðum auk þess sem merkingagögn eru nýtt við matið. Eftir sem áður er áfram stuðst við niðurstöður eggjaleiðangra sem farið er í á þriggja ára fresti og verður farið í á næsta ári. Skammta sér makríl- afla umfram ráðgjöf Ljósmynd/Viðar Sigurðsson Á miðunum Ætisgöngur makríls hafa verið miklar og vaxandi inn í íslenska lögsögu síðustu sumur. Ekki er samkomulag um stjórnun veiða. Ekki eru fyrirhugaðir frekari fundir um stjórnun makrílveiða, en strand- ríkin funda í Reykjavík í næstu viku um stjórnun veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna. Á fundi um síldina fyrr í haust var samþykkt að beita gildandi aflareglu og fylgja þannig ráðgjöf ICES um 317 þúsund tonna heildarafla 2016, en ekki tókst að semja um skiptingu heildarafla. ICES lagði til heldur meiri heildarafla í norsk-íslenskri síld 2016 en í ár. Kolmunnaafli er áætlaður 1.300.000 tonn í ár, sem er langt umfram ráðgjöf ársins. Hún var 840 þúsund tonn, en er 776 þúsund tonn fyrir næsta ár og ber mikið í milli um skiptingu kolmunnans. Aflareglan, sem var samþykkt árið 2008, er fallin úr gildi. Ræða síld og kolmunna ENGIR SAMNINGAR Í GILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.