Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 9
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hressleikar verða á morgun hjá Hress í Hafnarfirði til styrktar fjöl- skyldu sem gengur í gegnum mikla erfiðleika, en fjölskyldufaðirinn, Kristján Björn Tryggvason, eða Kiddi eins og hann er kallaður, er með ólæknandi heilakrabba. Kona hans, Kristín Þórsdóttir, alltaf köll- uð Stína, segir fjölskylduna vilja nota tímann vel og skapa saman góðar minningar. Hjónin eru rúm- lega þrítug og eiga þrjú börn á aldr- inum 2-12 ára. Vorum í Pollýönnuleik Kiddi greindist fyrst árið 2006 og hefur þrisvar sinnum farið í skurð- aðgerðir en einnig geisla- og lyfja- meðferðir. Árið 2009 virtist krabb- inn vera horfinn og segir Stína læknana hafa klórað sér í hausnum yfir því hvað þetta hefði gengið vel. „Í aðgerðinni 2007 náðu þeir að skera helminginn í burtu og svo voru geislarnir og lyfin greinilega að virka. Við vorum í eins konar Pollý- önnuleik og ég var ekki að gúggla heilaæxli. Mig langaði ekki að vita neitt um þetta nema það sem lækn- irinn sagði okkur og bara halda áfram með lífið,“ segir Stína. Bakkað á höfuðið Fleiri áföll dundu yfir litlu fjöl- skylduna. Kiddi var að vinna á olíu- bíl þegar hann lenti í slysi. „Það ger- ist svo árið 2011 að það var bakkað aftan á hausinn á honum þegar hann var að labba upp úr olíugryfju þann- ig að ég sagði við hann að ég ætlaði að láta hann ganga með hjálm!“ seg- ir hún og brosir. „Hefði hann verið kominn einni tröppu ofar hefði hann dáið á staðnum,“ segir hún alvarleg, en hann fékk mikið högg aftan á hnakkann og var frá vinnu í ár á eft- ir vegna skaða á hryggjarliðum. Fáránlegt æðruleysi Veikindin hafa tekið á fjölskyld- una eins og gefur að skilja en Stína segir að Kiddi noti æðruleysi og já- kvæðni sem vopn. „Kiddi hefur allt- af verið alveg ótrúlega jákvæður. Það er ekki til stress í honum. Hann býr yfir fáránlegu æðruleysi, tekur þessu sem sínu verkefni og ætlar bara að vera hressi gæinn. Ef þú hittir hann úti á götu þá myndirðu aldrei halda nokkurn tímann að hann væri veikur. Hann spurði lækninn þarna fyrst, hvað heldurðu að ég eigi sirka langt eftir? Lækn- irinn vildi kannski ekkert vera að svara þessu en sagði að miðað við stærð á æxlinu og tæknina sem væri í boði ætti hann kannski eftir 5-10 ár. Þá sagði Kiddi, já ok, frábært! Og svo löbbuðum við út frá lækn- inum og hann sagði: Eigum við að fá okkur snúð?“ lýsir hún. „Ég tók svo frekar áhyggjurnar. Ég gat ein- hvern veginn ekki gert neitt. Maður er svo varnarlaus,“ segir hún. Gæinn með dósina Kiddi ákvað í kjölfarið að hann þyrfti að fara að hreyfa sig meira og byrjaði á því að ganga um bæinn með dós og safna peningum fyrir mottumars en hann gekk á milli fyr- irtækja. Það hefur hann gert síðustu fjögur ár og hans vegna hafa safnast margar milljónir til styrktar krabbameinsrannsóknum. „Hann var orðinn þekktur sem gæinn með dósina,“ segir hún og hlær. Kiddi fór daglega og lagði inn það sem safnast hafði inn á reikninginn og var hann oft í efstu sætum yfir þá sem söfn- uðu en hann hefur lent í öðru sæti, þriðja og fjórða. „Og næst ætlar hann að taka þetta!“ segir hún og bætir við að hann sé þá alltaf með hræðilegt yfirvaraskegg. „Hann fær marga kossa í apríl,“ segir Stína og hlær. „Þetta er hans leið til að þakka fyrir sig,“ segir hún á alvarlegri nót- um. Oft er sagt að ef fólk er laust við krabba í fimm ár séu minni líkur á að hann komi aftur en það eigi þó ekki við í tilfelli illkynja heila- krabba, útskýrir Stína. „Ef maður hefði bara gúgglað þetta hefði ég séð að auðvitað myndi þetta koma aftur. En ég er samt fegin núna því þá var maður ekki að velta sér upp úr því alla daga. Hún segir að Kiddi hafi tekið þessu með ró. Þegar ljóst var að krabbinn væri kominn aftur fékk hann sjokk fyrst. „Svo bara sagði hann, já þetta er verkefni. Það lifa allir frá a til ö, bara mis- munandi langt á milli og það er bara spurning hvernig lífi þú lifir,“ segir hún og segir þau lifa lífinu vitandi það að þau eigi ekki endalausan tíma saman eftir. „Það er eiginlega ótrúlegt að hann skuli ennþá vera á lífi. Hann gæti átt ár, hann gæti átt þrjú ár eða fimm. Læknarnir vita það ekki alveg,“ segir hún en æxlið var fjarlægt. „Þetta mun koma aft- ur og kannski eftir styttri tíma. Og þegar það gerist er ekki mikið eft- ir,“ segir hún og útskýrir að Kiddi sé nú í lyfjameðferð sem stendur yf- ir í marga mánuði. Flott framtak Stína segist ákaflega þakklát öllu því góða fólki sem er í kringum hana. „Ég er líka að læra að kyngja stoltinu mínu, eins og með Hress- leikana, þetta er ekkert smá flott framtak. Mér fannst þetta bara allt- of mikið og ég var bara klökk,“ en hún viðurkennir að fjárhagur þeirra sé ekki góður. „Okkur langar ótrú- lega að skapa góðar minningar og ekki þurfa að hafa áhyggjur af pen- ingum, ofan á allt hitt,“ segir Stína. Vilja nota tímann til að skapa góðar minningar  Fjölskylda í Hafnarfirði styrkt af Hressleikum  Faðirinn er með heilakrabba Morgunblaðið/Ásdís Fjölskyldan Hún vill njóta tímans sem þau hafa saman. Ísak Þór, Kiddi, Agla Björk og Stína með Bóas Örn í fanginu. M Ítarlegra viðtal á mbl.is FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 6.300 5.900 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is Skírnargjafir Múmínálfarnir 6.300 6.300 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Jakkar Verð 8.900 kr. str. M-XXXL Litir: svart og blátt Óðinsgötu 2, s. 552 2138, 101 Reykjavík klipping eða hársnyrtivörur Góð góðar Við get um aðstoð að þig! Hvað skiptir þig máli? Hársnyrtistofan Valhöll Hressleikar eru haldnir ár hvert í lík- amsrækt- arstöðinni Hress í Hafn- arfirði en þeir eru góð- gerðarleikar og rennur allur ágóði til fjölskyldu í Hafnarfirði sem þarf á aðstoð að halda. Á leikunum eru 8, 28 manna lið sem öll klæðast sérstökum lit og æfa í 15 mínútna lotum í tvo tíma og er gleðin og hressleikinn í fyrir- rúmi. Hver keppandi greiðir 2.500 þátttökugjald og eru ennþá nokkur laus pláss. Fyrir þá sem ekki kom- ast á leikana en vilja styrkja fjöl- skylduna er opinn styrktarreikn- ingur: 135-05-71304 Kt. 540497-2149 Hressleikar til styrktar Bláa liðið í góðum gír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.