Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 VINNINGASKRÁ 26. útdráttur 29. október 2015 280 9486 23298 34681 46225 52951 60810 69783 331 9522 23761 34828 46725 53078 60872 70047 635 9790 24492 35622 46889 53203 61009 70216 805 9835 24626 35711 47664 53384 61180 70534 958 10015 24644 37343 47769 53489 61701 70570 999 10127 24761 38255 48041 53550 61844 70617 1113 10382 24769 38338 48094 53749 61884 71272 1376 10551 24945 38820 48391 54431 62002 71322 1507 10858 25361 39687 48804 54559 62070 71901 2342 11387 25805 40119 48882 54672 62195 73054 2479 11620 25908 40214 48905 55142 62319 73348 2801 11994 26225 40605 48944 55175 62386 73391 2893 12787 26294 40824 49186 55346 62688 73573 2912 13306 26551 40974 49201 55407 62835 73691 3270 13663 26910 41192 49326 55526 63918 73943 3599 13769 27086 41422 49542 55667 63997 74508 3778 13782 27208 41594 49731 56109 64043 74517 3957 14157 27418 41663 49768 56368 64168 75399 4074 14647 28076 41864 49991 56371 64969 75465 4347 15357 28706 42050 50389 56603 65257 75719 4602 16667 29196 42308 50550 57111 65524 77085 4861 16710 29210 42462 50602 57168 65756 77467 5884 17039 29535 42589 50670 57300 65844 77595 5976 17767 29550 42681 50758 57511 66158 78012 6159 18618 29775 43180 50900 57773 66340 78169 6188 19063 29882 43427 51199 58003 66475 78344 6263 19160 29969 43446 51630 58272 66970 78465 6349 20452 30170 43985 52015 58369 67259 78481 7124 20704 30422 44176 52117 58500 67303 79364 7697 20760 30659 44397 52279 59192 67380 79419 8182 21619 30950 44890 52438 59231 67460 79446 8236 21784 31372 45215 52466 59782 67999 8265 21794 31489 45259 52701 60033 68261 8808 21905 32335 45376 52812 60123 68431 9127 22030 33379 45634 52841 60603 68971 9321 22602 34447 45638 52876 60605 69607 9472 23169 34590 45816 52915 60743 69756 655 12214 24363 32607 43694 51990 65489 72759 1128 14560 25466 32811 46483 52791 66117 73468 2792 15367 25482 33429 46876 52894 67857 75192 3006 15487 25629 34157 47706 52948 68634 75363 3949 15540 26163 35424 48776 53273 68783 75860 3986 16977 26263 38580 49181 54057 68821 76402 5827 17228 29005 38978 49748 56899 68976 79385 6594 20349 29399 38984 49749 56929 69455 79820 7767 20986 29741 39979 50217 58668 70549 79994 8220 21993 30008 41035 50303 61391 71096 8659 22076 30044 41050 50323 61580 71294 10076 23118 30168 41237 50985 62751 72172 11501 23422 30613 42832 51500 64106 72446 Næstu útdrættir fara fram 5., 12., 19., 26. nóv & 3. des 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 16398 56756 57263 79686 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1833 18917 23117 32494 55220 66650 4455 20687 23477 49975 57056 72183 9457 20806 23667 53602 57512 73730 11199 22148 26204 53683 58612 75353 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 8 5 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landsvirkjun verður bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags. Samn- ingur þar að lútandi var undirritaður í Safnahúsinu í gær. Bókmennta- félagið fagnar tveggja alda afmæli á næsta ári. Haldið verður upp á af- mælið með veglegri afmælishátíð og bókasýningu, ýmsum öðrum við- burðum og öflugu útgáfustarfi. „Samningurinn við Lands- virkjun felur það í sér að fyrirtækið leggur okkur til heilmikinn styrk, 20 milljónir króna,“ sagði Jón Sigurðs- son, forseti Hins íslenska bók- menntafélags. Helmingur styrksins var afhentur við undirritun samn- ingsins í gær og hinn helmingurinn verður afhentur á næsta ári. „Það er ákaflega ánægjulegt að taka við þessum rausnarlega styrk frá Landsvirkjun til Bókmennta- félagsins. Þessi höfðinglegi stuðn- ingur mun gera okkur kleift að fagna tveggja alda afmælinu á næsta ári svo sem vert er. Við metum afar mikils víðsýni og velvild stjórnar og stjórnenda Landsvirkjunar sem hafa tekið ákvörðun um þennan samning. Við munum gera okkar besta til að vera verðug þess trausts sem samningurinn felur í sér.“ Landsvirkjun tók ákvörðun um samninginn á afmælisfundi í tilefni þess að fyrirtækið heldur upp á 50 ára afmæli sitt á þessu ári. Viðamikil útgáfuáætlun 2016 Bókmenntafélagið hyggur á mikla útgáfu á afmælisárinu. Þá á að koma út ellefta og síðasta bindi rit- raðarinnar Saga Íslands í ritstjórn Sigurðar Líndal, fyrrverandi forseta félagsins. Einnig er áformað að gefa út rit um sögu Bókmenntafélagsins eftir Sigurð. Lokabindi ritraðar- innar Kirkjur Íslands í ritstjórn Þor- steins Gunnarssonar er væntanlegt á næsta ári. Auk þess er áformað að gefa út þriðja og síðasta bindið í verki Sveins Einarssonar um Ís- lenska leiklist. Bók með vinnuheit- inu Jarðfræðilýsing Íslands eftir Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson og bók um Þingvelli í íslenskri myndlist eftir Aðalstein Ingólfsson eru og væntanlegar auk annarra rita á útgáfuáætlun 2016. Afmælishátíð og bókasýning Afmælishátíð í tilefni af tveggja alda afmælinu verður haldin 19. nóv- ember 2016. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt með góðum fyrirvara. Einnig verður haldin sýning á völd- um bókum úr tveggja alda útgáfu- starfi félagsins í samvinnu við Þjóð- arbókhlöðuna. Þá á að efla almenna kynningu á starfi félagsins og vinna að því að fjölga félagsmönnum. Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og hefur starf- að óslitið síðan. Það varð arftaki Hins íslenska lærdómslistafélags sem var stofnað 1779, en starfsemi þess hafði legið niðri í tvo áratugi þegar Bókmenntafélagið tók við búi þess árið 1818. Félagið hefur gefið út menn- ingartímaritið Skírni samfellt í nær 190 ár, frá 1827, sem er einsdæmi hér á landi og þótt víðar væri leitað. Landsvirkjun styður Bókmenntafélagið Morgunblaðið/Árni Sæberg Samið um stuðning Forsvarsmenn Bókmenntafélagsins og Landsvirkjunar undirrita hér samstarfssamninginn.  Hið íslenska bókmenntafélag undirbýr 200 ára afmæli Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Alexander G. Eðvarðsson, sviðs- stjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG, skrifaði grein í Morgun- blaðið sl. laugardag, undir fyrir- sögninni „Stóri bróðir og fjármála- stöðugleikinn“, þar sem fram kom að greiðslukorti hans hefði verið hafnað á veitingastað í öðru landi, vegna greiðslu á 70 evrum. Fram kom í grein hans að hann hefði fengið þá skýringu frá greiðslukortafyrirtækinu að í lagi væri með kortið en greiðslan hefði „verið stöðvuð af Seðlabanka Ís- lands þar sem hún hefði væntanlega ógnað fjármálastöðugleika Íslands í gjaldeyrismálum“. Alexander segir í grein sinni að margar spurningar vakni um vald- svið og vinnubrögð Seðlabanka Ís- lands. Hann spyr hvort starfsmenn bankans séu að yfirfara greiðslu- kort landans og ákveða hvaða greiðslur megi inna af hendi og hverjar ekki. Og hann spyr hvort yfirvöld séu „virkilega farin að hnýsast þann- ig í einkamál manna að þeim sé ekkert lengur óviðkomandi“. Stefán Jóhann Stefánsson, upp- lýsingafulltrúi Seðlabankans, segir að úttektir af innlendum greiðslu- kortum erlendis, vegna viðskipta með vöru og þjónustu, séu ekki tak- markaðar af lögum um gjaldeyr- ismál. „Seðlabankinn hefur eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum og fjár- magnshreyfingum á milli landa og safnar í því skyni ýmsum upplýs- ingum eftir á og því óhugsandi að gjaldeyriseftirlit valdi uppákomum eins og þeim sem lýst er í grein- inni,“ sagði Stefán Jóhann í skrif- legu svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Morgunblaðsins. Jafnframt segir í svari Stefáns Jóhanns: „Innlendir og erlendir seljendur vöru og þjónustu taka gjarnan við greiðslum með greiðslu- kortum. Þeir gera þá samninga við svokallaða færsluhirða þar sem m.a. er kveðið á um hvaða kort eru sam- þykkt og þóknun fyrir notkun þeirra. Slíkir samningar kveða m.a. á um hvaða kort eru samþykkt og ef það greiðslukort sem notað er, er ekki á þeim lista er því hafnað. Kortið getur verið í fínu lagi þó svo að því sé hafnað af hálfu þjónustu- veitanda en sú höfnun á þá rætur að rekja til seljanda þjónustunnar, posans eða tengingar þjónustuveit- andans við færsluhirði í því landi sem þjónustan er veitt en er ekki tengd starfsemi Seðlabanka Ís- lands.“ Ekki tengd starfsemi SÍ  Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi SÍ, segir óhugsandi að Seðlabankinn hafi stöðvað greiðslu Stefán Jóhann Stefánsson Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi hefur tekið við sem oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn Reykjavíkur af Sveinbjörgu Birnu Svein- björnsdóttur meðan sú síðarnefnda er í veikindaleyfi og fæðingarorlofi fram á næsta sumar. Greta Björg Egilsdóttir varaborgarfulltrúi kemur inn sem borgarfulltrúi. Auk Jónu Bjargar Sætran verður Ingvar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, varaborg- arfulltrúi flokksins, segir í frétt frá Framsókn og flug- vallarvinum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Sveinbjörg Birna í fæðingarorlof

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.