Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 ✝ Svava KristjanaSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 12. júní 1926. Hún lést á Skjóli í Reykjavík 23. októ- ber 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Stefánsson og Guð- finna Sveinsdóttir. Sigurður var fædd- ur 21. apríl 1895 í Varmadal á Rangárvöllum. Guð- finna var fædd 29. nóvember 1898 á Ísafirði. Systur Svövu voru Sigríður, f. 1919, d. 2008, Ingi- björg, f. 1921, d. 1921, Hulda Stefanía, f. 1923, d. 2015, og Þór- unn Björg, f. 1928, og lifir nú systur sínar. Svava giftist Halldóri Krist- inssyni 1947. Hann var fæddur 16. febrúar 1925 í Hafnafirði. Hann starfaði alla sína starfsævi hjá Landssíma Íslands. Hann lést fyrir ald- ur fram 23. sept- ember 1971. Börn þeirra eru Einar Halldórsson, maki Jóhanna Sig- urðardóttir, Guð- finnur Halldórsson, Þórir Halldórsson, maki Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir og Kristín Hall- dórsdóttir, maki Ragnar Lövdal. Barnabörnin eru 14 og barna- barnabörnin eru 23. Seinni maður Svövu var Bjarni Guðmundsson, f. 20. maí 1918, d. 16. ágúst 1995. Útför Svövu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 30. október 2015, og hefst athöfnin kl.13. Það er komið að stundinni, sem við vissum öll að væri fram- undan, en einhvern veginn er hún alltaf erfið og kveðjustundin svo endanleg. Konan sem var klett- urinn í lífi okkar beggja hefur kvatt okkur, konan með stóra hjartað og mörgu hendurnar. Minningarnar eru margar og margt sem kemur upp í hugann. Hún tók Ragga opnum örmum er hann fór að venja komur sína á Borgarholtsbrautina og tók hon- um eins og einu af sínum börnum. Hún hvatti hann stöðugt til að taka meiraprófið og það er eitt af því ótal marga sem við getum þakkað henni í dag, en þar var byggður grunnur að okkar fram- tíð. Hún var einstaklega gestrisin og hjálpsöm og þegar ég var dag- mamma, var hún ávallt boðin og búin að hjálpa til, enda þekkt meðal barnanna og foreldra þeirra sem vel klædda konan með pottana og bakkelsið og fljótlega festist við hana viðurnefni barnanna minna, „amma namm“. Þessi sterka kona missti tvo menn á lífsleiðinni og alltaf stóð hún uppi, teinrétt og öllum öðrum til stuðnings. Hún var alltaf lífs- glöð, hafði sterkar skoðanir á líf- inu og tilverunni og var einstak- lega hreinskilin. Hún var mjög heitfeng og fannst ekki tiltöku- mál þó að það kæmu gestir og hún væri á brjóstahaldaranum. Hann var líka nýttur fyrir ýmsa hluti eins og lykla, peninga, vara- liti og fleira og fyrir okkur í fjöl- skyldunni var þetta eðlilegur hlutur, þó að vinum brygði oft í brún að koma inn á heimilið. Elsku mamma, eftir stendur endalaust þakklæti fyrir að hafa hlotnast það hlutskipti að vera dóttir þín, því þú varst ekki bara mamma mín og mín helsta fyr- irmynd, heldur varstu einnig mín besta vinkona, mín stoð og stytta. Þú stóðst með okkur í gegnum súrt og sætt, þú máttir ekkert aumt sjá, þá varstu komin til að- stoðar. Það er svo margt sem þú kenndir mér í lífinu sem ég er þakklát fyrir. Hvíl í friði, elsku mamma og tengdamamma, minning um þig lifir í hjörtum okkar. Að lokum viljum við þakka starfsfólkinu á Skjóli fyrir alla þá umhyggju og hlýju sem mömmu og okkur fjölskyldunni var sýnd öll þessi ár sem hún bjó þar. Þín Kristín og Ragnar. Elsku mamma mín, mig langar að minnast þín í örfáum orðum. Það er svo margt sem kemur upp í huga mér þegar ég sit hér og skrifa þessi minningarorð. Mamma mín, við sitjum hér æskuvinir og félagarnir, ég og Gústi bakari, og rifjum upp góða tíma sem við áttum saman á Borgarholtsbrautinni. Alltaf var húmor og glens í kringum þig, því þú varst svo mikill prakkari og stríðnispúki. Þú varðir okkur strákana í öllum prakkarastrikum og uppátækj- um, hvað sem á gekk. Við fengum að vera við sjálfir, svo lengi sem við fórum ekki yfir strikið. Alltaf varst þú vinnandi og dugnaður- inn og röggsemin gustaði af þér. Samt hafðir þú alltaf tíma fyrir okkur og var heimilið þitt alltaf opið fyrir alla vinina. Hver man ekki eftir hvað þú varst með mikla bíladellu og keyrðir hraðar en nokkur kona sem við þekktum. Oft var bankað seint á kvöldin hjá þér og við klagaðir af ná- grönnum, en þú varðir okkur og sagðir, strákar eru alltaf strákar. Svo var það ekkert rætt meir. Mamma var listakokkur og elskaði að halda veislur og var hrókur alls fagnaðar. Baráttu- þrek þitt var ótrúlegt, kom það best í ljós þegar þú misstir Hall- dór pabba minn úr krabbameini, eftir erfiða baráttu. Alltaf stóðu þið samrýndu systur saman, þú og Gógó, sem bjó á efri hæðinni og voru þið saman til enda þíns dags. Ég vil halda í allar góðu minn- ingarnar og minnast þín með kærleika og gleði. Þú varst mér góð móðir og fyrirmynd. Það var gæfa fyrir þig og okk- ur þegar þú og Bjarni vinur þinn og félagi genguð í hjónaband. Reyndist Bjarni þér og okkur einstaklega vel. Þú hefðir orðið 90 ára á næsta ári og vil ég þakka þér allar góðu stundirnar núna þegar jólin nálg- ast, því jólin voru þér svo kær. Elsku mamma Guð geymi þig og blessi. Þinn sonur, Þórir Rafn Halldórsson. Amma Svava hefur kvatt þennan heim 89 ára gömul. Við bræðurnir eigum góðar minning- ar um ömmu í Mosó eins og hún var jafnan kölluð, Það var ævintýri líkast fyrir litla gutta að fara í heimsókn til ömmu og Bjarna afa í Mosfells- dalinn. Í minningunni var Mosó lítið þorp langt frá Reykjavík og þar var gott að vera, amma og afi alltaf tilbúin til þess að taka á móti okkur með opin faðm. Amma var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og vera til staðar fyrir okkur öll, hvenær sem leitað var til hennar. Amma hafði gaman að því að elda góðan mat og í minningunni er eins og alltaf hafi verið veislu- borð tilbúið þegar við komum. Þær voru líka margar ferðirn- ar í sumarbústaðinn til ömmu og lékum við okkur úti í náttúrunni og sulluðum í lindinni sem er rétt við bústaðinn, þá var gaman að vera til. Eftir að afi dó flutti amma á Vesturgötuna og bjó þar í nokkur ár. Það var alltaf jafn gott að koma til ömmu og tók hún á móti okkur með opinn faðm og veislu- boð. Við erum fljót að gleyma hvað er mikilvægast í þessu lífi, en samverustundir sem verða að góðum minningum eru dýrmæt- ar. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú varst okkur. Hvíl í friði. Emil og Bjarni . Elsku Amma Namm. Nú þegar þú ert farin koma upp minningar og hef ég hugsað mikið til þín síðustu daga, farið yfir stundir okkar saman í gegn- um árin. Ég verð að segja að ég hef oft á tíðum hlegið inni í mér eða með mömmu við að rifja upp þessi ár sem við áttum saman. Þú varst svo stór partur af lífi mínu, amma mín, ég man að alltaf varstu mætt á morgnana að hjálpa mömmu þegar hún var dagmamma, og hvað börnunum og foreldrunum fannst frábært að hafa þig þarna með mömmu. Einnig eru mér svo minnisstæð öll kvöldin sem ég gisti á Stór- ateignum, að passa Bjarna afa meðan hann var ennþá heima í sínum veikindum, á meðan þú varst við vinnu á veitingahúsinu Skálafelli, og geymi ég enn ritvél- ina sem ég fékk að launum. Það var svo margt skemmtilegt á Stórateignum, njósnaleikur í gryfjunni, gróðurhúsið, og að hjóla um móana á BMX-hjólinu. Það var frábært og er mér mjög minnisstætt þegar við mamma reyndum að kenna þér að hjóla, sem við prufuðum reyndar bara einu sinni, þar sem þú komst nú ekki langt áður en þú dast. Allar ferðirnar á Reykjalund til afa voru skemmtilegar, og varst þú ótrúleg að vera svona dugleg að sitja þarna með honum. Þú hefur reynst mér og fjölskyldu minni svo vel, staðið við bakið á okkur í gegnum súrt og sætt, lent í alls kyns brekkum á lífsleiðinni, en aldrei gefist upp, og var það svo greinilegt núna síðustu dagana á Skjóli að þú ætlaðir ekki að gef- ast upp. En elsku amma mín, ég sit núna með tárin í augunum, þetta er alltaf erfitt þó að maður hafi vitað að þetta væri að fara að gerast. En þó að þú sért farin veit ég að þú ert komin til Svövu syst- ur minnar og veit að þú passar hana fyrir okkur. Þegar ég hugsa til baka áttum við ótrúlega mik- inn tíma saman. Það var alltaf jafn gaman að koma til ykkar Gógó á Vesturgötuna, svo voruð þið systurnar náttúrulega reglu- lega hjá mér, sérstaklega sem módel upp í Iðnskóla þar sem kennararnir voru farnir að þekkja ykkur allar með nafni. En ég held að ég eigi eftir að minnast þess mest að það var alltaf nammi og konfekt í boði hjá þér, enda byrjaði ég á að kalla þig Amma Namm vegna þess, og held ég að ég hafi aldrei hitt á þig nema að það hafi verið smá Mackintosh í boði. Það hefur eflaust líka átt þátt í því að börnunum mínum hafi fundist svona gaman að heimsækja ykkur Gógó. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, elsku amma mín. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Gunnar Ragnarsson (Gosi). Virðing er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann er ég hugsa til elsku Svövu frænku. Einstaklega glaðlynd, kraftmikil, heiðarleg og sannur vinur vina sinna. Klettur- inn sem stóð af sér allt sem lífið bauð henni upp á. Manneskja sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og hafa haft sem hluta af mínum uppvexti. Svava skildi eftir sig mikið af fallegum minningum og þakklæti fyrir hjálpsemi og kærleika. Það verðmætasta sem hún þó skildi eftir eru afkomendur hennar, sem bera hennar arfleifð á einn eða annan hátt. Takk fyrir allt og allt, elsku Svava mín – megi góður Guð um- vefja afkomendur og tengda í sinni sorg. Minning um yndislega konu lifir. Brynja frænka. Nú þegar Svava móðursystir mín kveður er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Foreldrar mínir og Svava og Dóri byggðu saman tvíbýlishús við Borgarholtsbraut í Kópavogi um miðja síðustu öld og bjuggu þar í tvo áratugi. Upp úr standa minningarnar um árin þar. Það var mín gæfa að hafa alist upp með stórfjölskyldunni á neðri hæðinni þar sem börn Svövu voru mér sem systkini. Þær voru afar samrýndar systur móðir mín og Svava og samgangur á milli hæða mikill. Í minningunni var alltaf líf og fjör. Sérstaklega eru minnis- stæðar jólahátíðirnar og gaml- árskvöldin. Undirbúningur jóla byrjaði snemma eða fljótlega eft- ir sláturgerðina þegar allt húsið var undirlagt og lyktin óbærileg. Bústýran Svava stjórnaði öllu af útsjónarsemi og annáluðum myndarskap. Veisluhöld voru hennar ær og kýr og alltaf var hún boðin og bú- in að rétta öðrum hjálparhönd þegar mikið stóð til. Glæsiboð jólanna voru haldin til skiptis á efri og neðri hæð og á ég ljúfar minningar um allt tilstandið, samveruna og hátíðleikann. Að maður tali nú ekki um kappátið og kapplesturinn yfir hátíðarnar á milli okkar strákanna. Þá eru oft rifjaðar upp minningar um brennuna á Rútstúni á gamlárs- kvöld. Mikil gleði og spenna ríkti þegar Dóri og Bjarni Gúm, ásamt samstarfsmönnum hjá Símanum, hlóðu upp símarúllunum sem voru undirstaðan. Og svo léku þeir við brennuna jólasvein og Grýlu í tilheyrandi heimagerðum búningum sem mig minnir að hafi frekar hrætt ungviðið en kætt. En sjálfir skemmtu þeir sér kon- unglega. Svava fékk sinn skerf af mót- læti í lífinu þegar hún missti Dóra sinn langt um aldur fram, eftir erfið veikindi hans. Aldrei sá maður hana bogna og alltaf hélt hún reisn sinni, Svava var nefni- lega harðjaxl. Þegar við Guðrún bjuggum um tíma á Borgarholts- brautinni tengdust hún og Svava sterkum vináttuböndum. Svava var stjórnsöm en jafnframt hjálp- söm og ráðagóð, alltaf gott að leita til hennar. Hún var að sjálf- sögðu potturinn og pannan þegar kom að brúðkaupsveislu okkar Guðrúnar, tók líka þátt í að velja efnið í brúðarkjólinn og fékk svo Guggu hans Bjarna í saumaskap- inn. Og efnið í kjólnum mátti að þeirra mati alls ekki vera alhvítt, heldur aðeins kremað, það var jú fætt barn. Svava lét sér annt um syni okkar, var umhyggjusöm og rausnarleg og fylgdist grannt með þeim alla tíð. Hún bar ætíð hag fjölskyldu minnar fyrir brjósti. Þær fóru aldrei langt frá hvor annarri systurnar Svava og Gógó og síðasta áratuginn bjuggu þær aftur undir sama þaki. Fyrst í nokkur ár á Vesturgötunni þar sem þær nutu stuðnings hvor af annarri og svo síðustu þrjú árin á Skjóli. Á milli þeirra var einhver ósýnilegur strengur – og er kannski enn? Að leiðarlokum kveðjum við Guðrún móðursystur mína með djúpri virðingu og þakklæti og vottum fjölskyldu hennar samúð. Blessuð sé minning Svövu. Hjörtur P. Kristjánsson. Við Svava vorum systkinabörn og fjölskyldur okkar nágrannar í tugi ára. Það var stutt fyrir okkur systkinin á Laugaveginum að heimsækja Svövu og systur hennar, Sigríði, Huldu og Þór- unni að Hverfisgötu 96. Foreldr- arnir Sigurður Stefánsson síma- verkstjóri, móðurbróðir minn, og Guðfinna Sveinsdóttir bjuggu þar með dætrum sínum um ára- bil. Þær systur voru á líkum aldri og við. Frá heimili okkar við Laugaveg var farið til þeirra um hestarétt þar sem nú er stórhýsið Laugavegur 77. Allt annað en túristar og bankahvelfingar voru þá einkenni þessa svæðis. Frá lóðinni var göngustígur frá Laugavegi niður á Hverfisgötu sem var hluti af leiksvæði okkar. Margt í minningunni undir- strikaði gott hjartalag og sam- heldni þessarar fjölskyldu. Bjarni bróðir Guðfinnu leigði hjá þeim um áratugaskeið og aldrei bar skugga á. Einnig bjó Svava dóttir þeirra hjá þeim með fjöl- skyldu sína þar til þau fluttu í eig- ið húsnæði. Eitt barna hennar var þá eftir hjá gömlu hjónunum. Það var Guðfinnur. Hann naut afa og ömmu og reyndist þeim einnig með afbrigðum vel. Þegar Guðfinnur, þá orðinn bílasali, setti fram hina sígildu auglýsingu „Frúin hlær í betri bíl frá bílasölu Guðfinns“ var mér oft hugsað með glaðværð til ömmu hans, sem frúarinnar í „limósínunni“. Ein af bernskuminningunum frá Laugaveginum sýnir afar breytt hlutverk Laugavegarins þá og nú. Það var þegar við krakkarnir fórum til móts við fjárreksturinn sem var árviss við- burður á haustin. Umferð bíla við Rauðarárstíg og Laugaveg var stöðvuð, þar sem nú stendur hús Brynjólfs gasstöðvarstjóra. Fjár- rekstrinum var stefnt niður að Skúlagötu þar sem Sláturfélag Suðurlands var til húsa og skap- aðist mikill atgangur. Þar voru mættir bændur á hestum sínum við fjárreksturinn. Við Svava fylgdum rekstrinum alla leið nið- ur í sláturhús. Oft voru hundarnir sem fylgdu rekstrinum orðnir svo sárfættir að undan þófum þeirra blæddi. Okkur var minnisstætt að sumir hundarnir nutu þá þeirra forréttinda að fá að setjast í fang húsbænda sinna og hvíla fætur síðasta spölinn. Strax og sjálf sláturtíðin hófst notfærðu margir sér að ná sér í slátur til vetrarins. Það voru því oft þrengsli í porti Sláturfélagsins við Lindargötu þá dagana. Við Svava höfðum yndi af því að ská- skjótast þarna um, horfa á ólíkar manngerðir sem þarna stóðu og skeggræddu í bið eftir að fá af- greiðslu. Auðvitað vorum við krakkarn- ir virkjaðir við aðdrætti og til að- stoðar við sjálfa sláturgerðina. Þetta voru ánægjulegir tímar í minningunni. Þegar lokið var við að sjóða slátrið var venjan að kalla til frændfólk og vini þegar fært var upp úr stóra slátur- pottinum. Ekki var verra að hafa nýjar rófur með. Þessi árvissi viðburð- ur, fjárreksturinn, hestarnir á Laugaveginum, fótsárir hund- arnir í örmum eigenda sinna og margmenni í sláturfélagsportinu, voru okkur Svövu sterkar og góð- ar minningar sem við ræddum oft um á efri árum. Minningin um frænku mína er ljúf og kær. Börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingj- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur K. Egilsson og fjölskylda. Svava Kristjana Sigurðardóttir Fallinn er frá í hárri elli heiðurs- maðurinn Jónas G. Ólafsson. Vinur sem hefur verið með fjöl- skyldu minni í leik og starfi í fjóra ættliði. Þegar fjölskylda Jónasar flutti suður úr Breiðafirði hófst vinskapurinn. Hann var unglingur þegar hann kynntist afa mínum, Einari Sæm. skógarverði, sem þurfti að eiga og nota hesta starfs síns vegna. Bæjarhesthúsin voru fyrir neðan Sundhöllina við Barónsstíg og leitaði Jónas þangað og þar Jónas Guðmundur Ólafsson ✝ Jónas Guð-mundur Ólafs- son fæddist 29. júní 1921. Hann lést 16. október 2015. Út- för hans fór fram 23. október 2015. kynntust þeir. Margar ferðir fór Jónas með afa aust- ur í Múlakot og víða um Suðurland sem aðstoðarmaður. Oft sagði Jónas mér frá ferð sem hann fór austur að Litla- Hrauni, þar var haustbeit fyrir hesta ríkisstarfs- manna. Komið var fram á haust og brast á með snjókomu og norðan- átt þegar komið var að Kolvið- arhól og fékk Jónas næturgist- ingu þar. Um morguninn var veður farið að ganga niður og kom Jónas niður að Lögbergs- brekku seinni part dags. Fór hann fótgangandi þar sem snjó- aði mikið um nóttina. Seinna sat hann oft í stofu hjá afa og ömmu á Grettó og tróð í pípu fyrir afa sem vegna lömunar í höndum átti erf- itt með að troða í pípuna sjálfur. Jónas vann mörg ár hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur með föður mínum sem var skógar- vörður og framkvæmdastjóri, ásamt konu sinni Guðrúnu B. Guðlaugsdóttir sem féll frá í jan- úar á þessu ári. Þegar faðir minn ásamt fjórum öðrum keypti jörð- ina Bergstaði í Biskupstungum árið 1967 var hafist handa við að girða og byggja sumarhús. Þá tók Jónas að sér að vera kokkur fyrir vinnuhópinn ásamt öðrum tilfallandi verkum. Jónas var mjög góður kokkur, hafði ungur verið mikið til sjós. Þegar mæði- veikigirðingar voru girtar, t.d. um Kaldadal, var Jónas fenginn til að annast matargerð fyrir vinnuflokkinn. Jónas átti ávallt góða hesta og var lengi með hesthús sitt heima á Kársnesbraut í Kópavogi, þar sem Jónas bjó sér heimili og breytti bílskúr í hesthús. Þá var riðið inn Nýbýlaveg, inn í Blesu- gróf og upp Elliðaárdalinn, fjöl- skylda mín bjó við Nýbýlaveg og áttum við oft samleið inn Nýbýla- veg inn að Elliðaánum. Með vax- andi umferð bíla og breytingu á götum lagðist hestamennska af á þessum stað. Fjölskylda mín fór fyrst með hestana á Fákssvæðið í Víðidal og Jónas fékk inni í neðri Fák og síðan rétt hjá okkur í Víðidal. Í nokkur ár var Jónas í húsi með okkur og aðstoðaði börn okkar systkina við útreiðar. Þar með var fjórði ættliður fjölskyld- unnar kominn á hestbak með Jónasi. Síðasta hest Jónasar tók ég að mér að fella og grafa á Bergstöðum þegar Jónas var að nálgast nírætt. Hann var alla tíð glaður og áhugasamur um okkar hrossa hagi og fylgdist vel með. Ég hef um margra ára skeið boð- ið honum ásamt vinum í sveitina til þess að hitta vini og borða góð- an íslenskan heimilismat, saltkjöt og rófur. Það var mikil skemmt- un að hlusta á þá félaga ræða gamla tíma, horfna gæðinga og hestamenn. Blessuð sé minning hans. Vilhjálmur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.