Morgunblaðið - 30.10.2015, Side 18

Morgunblaðið - 30.10.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Flest þurfum við að kljást við eitthvað sem við vildum gjarnan breyta. Vöðvabólga eða liðverkir, þyngdarstjórnun, svefnleysi eða bakverkir. Það getur verið erfitt að stíga fyrstu skrefin ogmargir vita ekki hvernig er best að byrja á því að bæta heilsuna og auka vellíðan. www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Viltu láta þér líða betur? - Þín brú til betri heilsu FRÍ RÁÐGJÖ F BÓKAÐU T ÍMA Í SÍMA 560 1 010 OG VIÐ RÁÐ UM ÞÉR HEI LT UM NÆSTU SKR EF Í HEILSU RÆKT Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Líkurnar á þrálátri verðbólgu og efnahagslegum óstöðugleika eru nú meiri en áður en samt sem áður eru ágætar horfur í íslensku efnahagslífi og gera má ráð fyrir góðum hagvexti næstu tvö árin. Þetta kemur fram í nýrri spá hagdeildar ASÍ sem kynnt var í gær. Sérfræðingar ASÍ telja að hag- vöxturinn verði drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda, þar sem einka- neysla og fjárfestingar vaxa mikið, og gangi spáin eftir fara fjárfest- ingar yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum. Gert er ráð fyrir meiri hagvexti á spátímanum en í síðustu spá hagdeildar, eða 4,3% á þessu ári, 4,1% á næsta ári og 3,3% árið 2017. Allt bendir til að umsvif í hagkerfinu muni vaxa hratt á næstu árum, en ASÍ spáir því að verðbólga muni fara yfir markmið Seðlabankans og hætt- an á ofhitnun í hagkerfinu mun aukast gangi spá ASÍ eftir. Áhyggjuefnin eru sögð gamal- kunn; versnandi verðbólguhorfur og háir vextir. Skýringarnar eru líka gamalkunnar að mati ASÍ; lausung i hagstjórn og spenna á vinnu- markaði. Mikil og vaxandi einkaneysla Gert er ráð fyrir að einkaneyslan muni aukast stórum skrefum á næstu tveimur árum, eða um 4,6% á þessu ári, 4,8% á næsta ári og 3,4% árið 2017. Stóriðjufjárfesting fer á fullan skrið að mati hagdeildar ASÍ. Fjárfesting mun vaxa mikið og gæti numið um 22% af vergri landsfram- leiðslu í lok spátímans 2017. Spá hagdeildarinnar gerir ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna aukist um 27,2% á þessu ári og um 22,3% á næsta ári. Bent er á að ósamstaða, órói og átök hafi einkennt vinnumarkaðinn, „allt frá því að fjármálaráðherra og framhaldsskólakennarar höfnuðu þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013. Síðan þá hefur hver hópur á vinnumarkaði farið fram og reynt að rétta sinn hlut óháð því hvaða áhrif slíkt hefði á aðra hópa eða hagkerfið. Mikilvægt er að það takist að rjúfa þennan vítahring, jafna stöðu ólíkra hópa á vinnumarkaði og vinna að því að launahækkanir samræmist efna- hagslegum stöðugleika til lengri tíma. Spá hagdeildar byggir á þeirri forsendu að það takist. Takist það ekki munu verðbólguhorfur verða mun lakari en hér er spáð,“ segir í hagspá ASÍ. Fjölgun starfa vekur athygli Bent er á að launahækkanir hafa verið mjög mismunandi milli hópa og verið mestar hjá sveitarfélögum, um 18% frá byrjun árs 2013. Á sama tíma hafa hækkanir verið um 12,6% á almennum vinnumarkaði. Í umfjöllun um bætt atvinnu- ástand segir að fjölgun starfa veki sérstaka athygli. Starfandi ein- staklingum á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði um tæplega sjö þús- und milli ára og er það mesta fjölgun á tímabilinu frá hruni. Er fjölgun mest í störfum ósérhæfðra og í verslunar- og þjónustustörfum. Mikill vöxtur en líkur á þrálátri verðbólgu  Aukin hætta á ofhitnun í hagkerfinu að mati ASÍ Verðbólga % Heimild: Hagdeild ASÍ *spá 7 6 5 4 3 2 1 0 20122011 2013 2014 2015* 2016* 2017* Morgunblaðið/Árni Sæberg Hækkun Búvörur og grænmeti. Það sjónarmið hefur komið upp við skoðun starfsmanna ríkisskattstjóra á skattlagningu heimagistingar hvort ekki væri skynsamlegt að færa tekjur af heimagistingu sem leigu- tekjur utan atvinnurekstrar, að minnsta kosti upp að ákveðnu marki í veltu. Það hefði í för með sér að tekjurnar væru skattlagðar sem fjármagnstekjur og því ekki virðis- aukaskattsskyldar. Um leið félli nið- ur heimild til frádráttar rekstrar- kostnaðar. Kemur þetta fram í grein Sigurð- ar Jenssonar, sviðsstjóra eftirlits- sviðs ríkisskattstjóra, í nýjasta hefti Tíundar, fréttablaðs embættisins. Þar kemur fram að samkvæmt nú- gildandi reglum sé farið með tekjur af heimagistingu til styttri tíma sem atvinnurekstur. Heimilt er að draga frá beinan kostnað við reksturinn en tekjurnar eru síðan skattlagðar sem launatekjur. Reksturinn er virðis- aukaskattsskyldur og þarf að inn- heimta vaskinn nema tekjurnar séu innan við milljón á ári. Í þessu eru ýmsar flækjur, svo sem að ekki er heimilt að draga frá innskatt við virðisaukaskattsskil vegna kaupa á hlutum sem tengjast íbúðarhúsinu sjálfu. Í þeirri einföldu leið sem til skoð- unar er hjá ríkisskattstjóra er gert ráð fyrir að í stað þess að heimila frá- drátt rekstrarkostnaðar frá leigu- tekjum mætti til dæmis heimila 30% fastan frádrátt, líkt og við skattlagn- ingu húsaleigu. Hugmyndin er að einstaklingar verði skráningarskyld- ir hjá sýslumanni en þurfi ekki leyfi. Með þessu fyrirkomulagi yrðu stigin skref til að einfalda einstak- lingum að leigja hluta eigna sinna út. Þær gætu einnig orðið til þess að ein- staklingar myndu í auknum mæli telja þessar tekjur fram. helgi@mbl.is Skattlagningin verði einfölduð  Reglur um heima- gistingu til umræðu hjá ríkisskattstjóra Morgunblaðið/Kristinn Íbúðir Flóknar reglur gætu hrætt fólk frá því að telja rétt fram. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi voru boð- aðir á fund í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að menntamálaráðuneytið hefði ráðið sem ráðgjafa við stjórnun skólans Þorstein Þor- steinsson, fyrr- verandi skóla- meistara Fjöl- brautaskóla Garðabæjar til 26 ára. Hann myndi starfa þar með Ágústu El- ínu Ingþórs- dóttur skólameistara. Þorsteinn hóf störf við FVA í fyrradag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um tíma- bundna ráðningu væri að ræða, sem gæti varað eitthvað fram yfir næstu áramót. „Mér er mjög vel tekið hér í FVA og mér líst ágæt- lega á þetta verkefni,“ sagði Þor- steinn. „Ég þekki það frá gamalli tíð að Fjölbrautaskóli Vesturlands var og er góður skóli. Hann hefur gott orð á sér, faglega er hér unn- ið gott starf og hér eru góðir kennarar.“ Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ráðuneytið hefði sett þetta fram sem tillögu til lausnar vand- ans á Akranesi og hún hefði verið samþykkt. Þarna er vandamál til staðar „Það er augljóst að þarna er vandamál til staðar. Þegar kemur að svona samskiptaörðugleikum, sem eru til staðar í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi, þá er svona úrræði eitt af því sem ráðuneytið getur gripið til, að setja ráðgjafa tímabundið inn í skólann við hlið skólameistara,“ sagði Ásta. Hún segir að málið á Akranesi sé síður en svo nokkurt einsdæmi. Ráðuneytið hafi áður gripið til svipaðra úrræða þegar samskipta- örðugleikar hafi komið upp. „Við reynum að leita allra leiða til þess að komast til botns í því hvað veldur og reynum að leggja okkar á lóðaskálarnar til þess að leysa úr ef hægt er og grípum því inn í með þessum hætti,“ sagði Ásta. Hún segir að sömu ástæður séu fyrir þeirri ákvörðun ráðuneytis- ins að ráða tvo vinnusálfræðinga til þess að ræða við allt starfsfólk FVA. FVA Menntamálaráðuneytið hefur ráðið ráðgjafa við stjórnun og vinnu- sálfræðinga til að ræða við alla starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ráðgjafi við hlið skólameistara FVA  Sálfræðingar ræða við starfsmenn Þorsteinn Þorsteinsson Árshraði verðbólgunnar mælist 1,8% en neysluverðsvísitalan hækkaði um 0,07% í október skv. Hagstofunni í gær. Hækk- anir á innlendum vörum valda mestu um hækkun vísitölunnar. Innlendar vörur og grænmeti hafa hækkað um 4,8% og bú- vörur og grænmeti um 6,4% á 12 mánaða tímabili en innfluttar vörur lækkuðu milli mánaða. Verðbólga mælist 1,8% INNLENDAR VÖRUR HÆKKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.