Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Tilboðá stigagleri og sturtuklefum 25% Þú færð 25% afslátt af stigagleri og sturtuklefum hjá Glerborg út nóvember 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG Við erum í Mörkinni, kíktu í Glerborg Morgunblaðið/RAX Orkuveituhúsið Alvarlegar rakaskemmdir eru á austurhlið. „Starfsmaður kvartaði undan óþægindum og þá könnuðum við þetta,“ segir Bjarni Bjarnason, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Alvarlegar rakaskemmdir hafa komið í ljós á húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að Bæjarhálsi 1. Sveppagró fannst í sýnum sem tek- in voru í ágúst á þessu ári. Raka- skemmdirnar eru á austurhlið, á stærsta húsinu en sú hlið er áveð- urs. Byggingarsérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu hafa skoð- að skemmdirnar á tveimur stöðum á húsinu. Tökum þetta alvarlega „Við tökum þetta mjög alvarlega og verðum að uppræta. Við vinnum að því að greina og meta umfangið. Við vitum ekki enn hvort þetta er hönnunar- eða, framkvæmdagalli eða hvort tveggja. Það kemur í ljós eftir greininguna,“ segir Bjarni. Hann bendir á þar sem umfangið liggur ekki fyrir hefur hvorki að- gerðar- né framkvæmdaráætlun verið gerð. Í dag verður haldinn starfsmannafundur þar sem greint verður frá ástandinu. Bjarni segir þokkalega rúmt um starfsfólk og verður það flutt til í húsnæði þegar þurfa þykir vegna framkvæmda. Frá því OR flutti inn í húsið árið 2003 hefur hún aldrei nýtt allt hús- ið. Í dag leigja nokkur fyrirtæki pláss undir starfsemi sína í húsinu. Nýjar höfuðstöðvar Orkuveit- unnar að Bæjarhálsi 1 voru vígðar í 23. apríl árið 2003. Kostnaðurinn við bygginguna fór langt fram úr áætlunum. Í skýrslu úttekt- arnefndar um Orkuveitu Reykja- víkur sem kom út í október 2012, kemur fram að kostnaður OR vegna höfuðstöðvanna hafi numið 5,3 milljörðum á árunum 2001- 2006, á verðlagi hvers árs. Upp- reiknað til verðlags 2010 nam kostnaðurinn hátt í 8,5 milljörðum (8.466 milljónum). Hornsteinar og Teiknistofa Ingi- mundar Sveinssonar hönnuðu höf- uðstöðvarnar. thorunn@mbl.is Starfsmaður kvartaði undan óþægindum  Alvarlegar rakaskemmdir í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur Kjördæmaþing Framsóknar- félaganna í Reykjavík fór fram fyrir skömmu og sendi frá sér ályktun um að finna yrði nýjum Land- spítala betri stað en Hringbraut. Ályktunin er svohljóðandi: „Kjör- dæmaþing Framsóknafélaganna tekur undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti. Flest bendir til þess að nýr Landsspítali á besta stað geti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans í Þingholtunum.“ Kjördæmaþing Framsóknarfélaga vill ekki Hringbraut Björgunarsveit- irnar Stjarnan í Skaftártungu og Lífgjöf í Álfta- veri voru kall- aðar út á fyrsta forgangi á sjö- unda tímanum í gærkvöldi þegar neyðarboð bár- ust í gegnum svokallað Spot-tæki. Var tækið þá nálægt vaðinu á Hólmsá. Fljótlega kom í ljós að bíll var fastur í ánni og fjórir erlendir ferðamenn ofan á honum. Fleiri ferðalangar voru á bílum við ána og óku þeir þangað sem var símasamband og gátu gefið upp- lýsingar um ástandið. Björgunarsveitin Stjarnan kom á staðinn um klukkan 19.40 og tókst að ná ferðafólkinu á þurrt rétt í þann mund sem þyrla Landhelgisgæslunnar, sem einnig var kölluð út, kom á staðinn. Þyrlunni var þá snúið til baka. Fjórir erlendir ferða- menn ofan á bíl Á aðalfundi Tannlæknafélags Íslands (TFÍ), sem haldinn var í gærkvöldi, var Börkur Thorodd- sen kjörinn heiðursfélagi. Börkur útskrif- aðist sem tann- læknir árið 1969. Hann nam tann- vegslækningar við Kaupmanna- hafnarháskóla 1972-73 og hefur starfað við tannlækningar í Reykja- vík síðan. Börkur hefur gegnt for- mennsku og ótal öðrum trúnaðar- störfum fyrir Tannlæknafélagið. Ársþing TFÍ verður haldið í Hörpu um helgina. Íslenskir fyrir- lesarar munu flytja áhugaverð er- indi um nýjungar í tannlæknaheim- inum. Börkur heiðursfélagi Tannlæknafélagsins Börkur Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.