Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  255. tölublað  103. árgangur  SÖNGURINN ALLTAF GEGNT STÓRU HLUTVERKI VILJA NOTA TÍMANN VEL SVÖRT KÓMEDÍA SEM UMBREYTIST Í ÚTHVERFAHRYLLING HRESSLEIKAR STYRKJA FJÖLSKYLDUNA 9 BEVERLY HILLS Á ÍSLANDI 46ÁGÚSTA SIGRÚN 10 Morgunblaðið/Styrmir Kári Framtíðarsýn Cameron vill horfa til fram- tíðar í samskiptum Íslands og Bretlands.  David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í gær að hann og Sigmundur Davíð Gunn- laugsson hefðu átt mjög gagn- legar umræður í fyrradag um samskipti Íslands og Bretlands, en Cameron er fyrsti forsætisráð- herra Breta sem komið hefur í op- inbera heimsókn frá stofnun lýð- veldisins. Spurður hvort það kæmi til greina að biðjast afsökunar á ákvörðun ríkisstjórnar Gordons Brown um að beita hryðjuverka- lögum sagði Cameron að hann teldi báðar þjóðir vera sammála um það að láta Icesave-málið til- heyra fortíðinni. Ríkin ættu í mjög góðum samskiptum nú. Því væri ástæða til að horfa til framtíðar frekar en fortíðar. »4 Cameron segir Icesave-málið heyra fortíðinni til Gjaldið sé verðtryggt » Skv. fjárlögum á útvarps- gjaldið að lækka úr 17.800 kr. í 16.400 kr. á næsta ári. » Lagt er til að gjaldið verði óbreytt, 17.800 kr., næstu ár, að viðbættum verðbótum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnendur RÚV hafa lagt fram kröfur til stjórnvalda sem fela í sér samtals 5,9 milljarða skilyrt við- bótarframlag næstu fimm árin. Lagt er til að ríkið yfirtaki skulda- bréf við LSR að fjárhæð 3,2 millj- arðar, veiti 182 milljóna viðbótar- framlag í ár og tryggi 2,5 milljarða í aukatekjur með útvarpsgjaldi, með því að falla frá stiglækkandi útvarps- gjaldi. Samanlagt eru þetta 5,9 millj- arðar króna. Án þessara aðgerða telja stjórnendur RÚV að skera þurfi niður þjónustuna frekar. Nefnd um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 skilaði skýrslu í gær. Kemur þar fram að heildarskuldir RÚV voru 6.627 milljónir 31. ágúst sl. og að félagið fékk 2 milljarða í aukaframlög árin 2007-2009. Stjórn- endur RÚV draga upp dökka mynd af rekstri félagsins til 2020 ef ekki kemur til áðurnefndrar aðstoðar. Þannig geti uppsafnað tap orðið um 4 milljarðar á tímabilinu. Samningur RÚV við Vodafone er gagnrýndur. Hann sé 4 milljarða skuldbinding sem sé ekki talin til skulda. RÚV vill fá 5,9 milljarða  Fram kemur í nýrri skýrslu að félagið þarf mikla aðstoð frá ríkinu til ársins 2020  Skuldar 6,6 milljarða  Án meiri aðstoðar gæti bæst við fjögurra milljarða tap MSkuldirnar meiri en árstekjur »14 Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Október er nú sá 3. úr- komumesti síðan mælingar hófust. Október var í gær kominn í brons- sætið hvað varðaði úrkomu október- mánaða frá því að mælingar hófust í Reykjavík. Þá var spurning hvort október næði silfur- eða gullsætinu áður en mánuðurinn yrði úti. Sigurður Þór Guðjónsson, áhuga- maður um veður, hefur skrifað grein- ar á blogg sitt (nimbus.blog.is) um úr- komusaman október. Aðeins einn dagur mánaðarins, sá 27., hafði í gær verið úrkomulaus í Reykjavík það sem af var mánuðinum. Október- úrkoman nú var orðin 155,2 mm. „Það eru bara tveir dagar eftir af mánuðinum en samt er þetta orðinn þriðji úrkomusamasti október sem mælst hefur í Reykjavík,“ sagði Sig- urður. Metið á október 1936, þegar úrkoman mældist 181 mm. Til að jafna það met þyrfti 26 mm úrkomu til mánaðamóta. Úrkoman í október 2007 var 174 mm og því vantaði 19 mm upp á að jafna það. Veðurspár í gær gerðu ráð fyrir áframhaldandi úrkomu en óvíst er hvort hún nægir til að fleyta mánuðinum í gull- eða silfursæti októbermánaða hvað úr- komu varðar í Reykjavík. gudni@mbl.is Október í toppbaráttunni  Úrkoma mánaðarins var orðin 155,2 mm í Reykjavík Icelandair hefur útbúið strætóskýli með nýstár- legum hætti við Ingólfstorg, en þar býðst vegfar- endum að bíða eftir strætisvögnum í flugvélar- sætum. Þarna má sannarlega búast við að hugurinn beri mann hálfa leið yfir hnöttinn á meðan beðið er eftir strætó. Flestum sem bíða þykja flugsætin sennilega kærkomin búbót enda öllu þægilegri en hefðbundnir bekkir í strætó- skýlum. Ferðast til fjarlægra landa með strætó við Ingólfstorg Morgunblaðið/Eggert Icelandair útbýr strætóskýli í flugvélarstíl í miðbæ Reykjavíkur  Til greina kemur að lækka tryggingargjald sem atvinnurek- endur greiða til mótvægis við miklar launa- hækkanir í kjarasamningum að undanförnu. Þetta segir Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir að skoða þurfi málið í tengslum við mögulegar hækkanir á bótum al- mannatrygginga. »6 Skoðar lækkun tryggingargjalds Bjarni Benediktsson Skuldir íslenskra heimila, sem hlut- fall af ráðstöfunartekjum, eru lægri en í Noregi, Danmörku og Hollandi. Íslensk heimili eru komin nálægt þeirri stöðu sem sænsk heimili búa við í þessum efnum. Hin hagfellda staða vekur athygli, meðal annars vegna þess að íbúðareign er almenn- ari hér en gengur og gerist í ná- grannalöndunum. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn kemur fram að skuldir heimilanna hafi um mitt árið verið komnar niður í sem svarar 88% af landsframleiðslu og höfðu því lækkað um 12 prósentustig frá sama tíma í fyrra. Forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka segir skuldastöðu heimilanna komna í gott horf og gefa tilefni til að ætla að þau hafi meira svigrúm til fjárfestinga og meiri neyslu en verið hefur. Það hafi verið áhyggjuefni á síðustu árum hversu háar skuldirnar voru og það jafnvel talið geta haldið aftur af efnahags- batanum. Veðrými heimilanna hefur aukist töluvert á síðustu misserum og hækkandi húsnæðisverð mun ýta enn frekar undir þá þróun. »20 Skuldastaða heimila fer hratt batnandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.