Morgunblaðið - 30.10.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
Í grein Gunnar
Hrafns Birgissonar
sálfræðings í Morg-
unblaðinu 22. október
sl. er veist að grein
Ögmundar Jónas-
sonar alþingismanns
sem gerir prýðilega
grein fyrir umræðum
á vettvangi þings
Evrópuráðsins um ís-
lenska Barnahúsið
sem fyrirmynd ann-
arra þjóða í grein í blaðinu frá 12.
október sl. Grein Gunnars Hrafns
er kærkomið tilefni til að leiðrétta
misskilning og koma á framfæri
réttum upplýsingum. Meginefni
greinar Gunnars er að Barnahúsið
sé ættað frá Texas og að Íslend-
ingar ættu að „vísa þangað viðeig-
andi hrósi en ekki eigna sér það“.
Aðdraganda að stofnun Barna-
hússins má rekja til athugunar á
umfangi og meðferð kynferð-
isbrota gegn börnum sem Barna-
verndarstofa gerði árið 1996. Í
kjölfarið varð mikil umræða um
þessi málefni, m.a. á Alþingi, og
úrbóta krafist. Var stofunni form-
lega falið það verkefni en við úr-
lausn þess kviknaði fljótlega sú
hugmynd að koma á fót sérhæfðri
miðstöð sem annaðist rannsókn
kynferðisbrota gegn börnum með
aðild ólíkra stofnana ásamt því að
veita börnunum viðeigandi hjálp.
Festist vinnuheitið „Barnahús“ við
þau áform en hugmyndin var að
nokkru leyti byggð á sömu hugsun
og lá að baki Neyðarmóttöku
vegna nauðgana þar sem lögregla,
og félagsráðgjafar koma að málum
auk heilbrigðisstarfsfólks.
Barnaverndarstofa var sannfærð
um að einhvers staðar hlyti að
finnast hliðstætt fyrirkomulag sem
setti barnið í öndvegi og komst á
snoðir um að fyrir vestan haf voru
víða starfræktar svonefndar
„Childreńs Advocay Centers“
(CAC) með höfuðstöðvar í Hunts-
ville í Alabama. Ég sótti lands-
ráðstefnu þeirra í ársbyrjun 1997
og þar fékkst þekking sem gerði
Barnaverndarstofu kleift að hafa
hraðar hendur um útfærslu á fyrr-
greindri hugmynd í samvinnu við
ríkissaksóknara og lögreglu,
barnadeild LSH og barnavernd-
arnefndir landsins. Tillögur að
stofnun Barnahúss voru sam-
þykktar þá um sumarið en í þeim
var gerð ítarleg grein fyrir banda-
rísku CAC-stöðvunum. Þegar
Barnahúsið hefur verið kynnt hér
sem erlendis hefur því aldrei verið
haldið fram að það hafi sprottið
fullbúið úr höfði Seifs eða dregin
dul á að við tileinkuðum okkur það
besta frá þeim, einkum á sviði
gagnreyndra aðferða við að laða
fram áreiðanlega frásögn barna í
rannsóknarviðtölum.
Börn þurfa ekki að
endurtaka vitnisburð
fyrir dómi
Enda þótt CAC í Bandaríkj-
unum hafi vissulega verið hvatning
og fyrirmynd Barnahúss varð út-
færslan hér á landi önnur í veiga-
miklum atriðum. Hér var leitast
við sameina ólíkar hefðir við
vinnslu þessara mála:
hina þróuðu rannsókn-
arhefð vestan hafs og
velferðarhefð Norður-
Evrópu. Þannig varð
Barnahúsið hér opin-
ber stofnun, starfrækt
af Barnaverndarstofu,
en hvorki sjálfseign-
arstofnun eða á vegum
félagasamtaka sem
tíðkast vestan hafs.
Þetta leiðir af sér
kerfislægan og starfs-
legan mun. Aðalatriðið
er þó að tilhögun rannsóknar-
viðtala í Barnahúsi var frá upphafi
hugsuð þannig að barn þyrfti ekki
að þola frekari raun af skýrslugjöf
við meðferð máls fyrir dómi, kæmi
til ákæru í málinu á síðari stigum.
Hér er því umgjörðin við skýrslu-
töku í Barnahúsi önnur en þekkist
vestan hafs og gerir kröfu til þess
að meginreglur réttarfarsins um
„sanngjarna málsmeðferð“ (due
process), þ.m.t. jafnræðisreglan
(equality of arms) sé tryggð strax
við frumskýrslutöku af barni.
Þannig er verjanda sakbornings
gefinn kostur á að fylgjast með
skýrslugjöfinni ásamt fulltrúum
þeirra stofnana sem að málinu
koma, sem og réttargæslumanni
barns. Barnið þarf ekki að end-
urtaka vitnisburð sinn þar sem
upptaka af upphaflegum framburði
barnsins er fullgilt sönnunargagn
fyrir dómi.
Evrópuráðið og barnvinsam-
legt réttarkerfi
Í Bandaríkjunum þurfa börn að
mæta við réttarhöld til gefa vitn-
isburð sinn, löngu eftir að þau
greindu fyrst frá ofbeldinu og
þurfa þá jafnvel að sæta sam-
prófun í réttarsal augliti til auglitis
við ofbeldismanninn. Því miður eru
víða dæmi í Evrópu um þetta fyr-
irkomulag líka. Óþarft ætti að vera
lýsa þeim raunum sem þetta getur
haft fyrir sálarheill barna. Á vett-
vangi Evrópuráðsins hefur verið
unnið merkilegt starf til að hamla
gegn réttarvenjum sem sniðganga
rétt barna til réttætis og styrkja
stöðu þeirra í réttarvörslukerfinu í
samræmi við Barnasamning S.þ.
Leiðbeinandi reglur Evrópuráðsins
um barnvænlegt réttarkerfi sem
og hinn bindandi Lanzarote-
samningur um vernd barna gegn
kynferðisofbeldi miða að þessu.
Ögmundur Jónasson á þakkir
skildar fyrir að miðla okkur fróð-
leik um samtal aðildarríkja Evr-
ópuráðsins og benda á að víða er
litið á íslenska Barnahúsið sem
fyrirmynd til að tryggja fram-
kvæmd þeirra markmiða sem Evr-
ópuráðið hefur sett. Frændur okk-
ar á öðrum Norðurlöndum hafa
komið á barnahúsum í yfir 50
borgum. Þeir hafa kosið að kenna
þau við íslenska Barnahúsið en
hingað hafa þau einkum sótt fyrir-
mynd sína. ISPCAN, alþjóðlegu
barnaverndarsamtökin veittu
Barnahúsinu „Multidisciplinary
Award“ árið 2006, eftir tilnefningu
bandarísks saksóknara og sam-
starfsmanna hans. Er það trúverð-
ugt að þessi heiður hafi fallið þeim
í skaut sem „eigna sér annarra
verk“, svo vitnað sé til orða sál-
fræðingsins?
Barnahús og
frumkvöðlastarf
Eftir Braga
Guðbrandsson
Bragi
Guðbrandsson
»Hér er því umgjörðin
við skýrslutöku í
Barnahúsi önnur en er
vestan hafs og miðast
við að barn þurfi ekki að
endurtaka vitnisburð
sinn fyrir dómi.
Höfundur er forstjóri Barnaverndar-
stofu og formaður Lanzarote-nefndar
Evrópuráðsins.
Reglustikur og
kvarðar eru nyt-
samleg tæki, en notk-
un þeirra er ekki ein-
hlít og getur
stundum leitt í
ógöngur. Það sést vel
á umræðunni um há-
lendisvegi sem staðið
hefur í áratugi.
Trausti Valsson setti
fram á sínum tíma
kenningu um stór-
kostlegar umbætur á byggða-
mynstri Íslands með höfuðborg
Íslands í miðju landsins, líkt og á
Spáni, í Mexíkó og Brasilíu, nán-
ar tiltekið á Sprengisandi og
hann taldi að leggja ætti vandaða
vegi með bundnu slitlagi stystu
beinar leiðir milli allra helstu
þéttbýlisstaða landsins í bland
við mismunandi viða hringvegi.
Samtök um byggingu „heims-
hafna“ hafa líka veifað reglustik-
um óspart. Þannig vilja samtök
um byggingu „heimshafnar“ eða
olíuhafnar í eyðifirðinum Loð-
mundarfirði láta bora jarðgöng
þaðan beint vestur á Hérað og
leggja beinan uppbyggðan reglu-
stiku- heilsársveg áfram vestur
um endilangt hálendið til Reykja-
víkur. Þegar búið er að veifa
reglustikunum fást niðurstöður
eins og „259 kílómetra stytting“
leiðarinnar milli Egilsstaða og
Reykjavíkur sem Trausti setti
upphaflega fram og reglustiku-
menn hafa síðan tuggið hver upp
eftir öðrum í síbylju, og talan
meira að segja hækkuð í 300 kíló-
metra í fyrirsögn í nýjustu Morg-
unblaðsgreininni um málið. En
þar með hefur reglustikan farið
fram úr sjálfri sér, því að sé hún
lögð á flugleiðina Reykjavík-
Egilsstaðir, er beinasta og stysta
mögulega flugleið 380 kílómetrar,
en ef landleiðin milli þessara
staða um Öxi er stytt
um 300 kílómetra, úr
630 kílómetrum niður
í 330 kílómetra, er
landleiðin orðin 50
kílómetrum styttri
en stysta mögulega
flugleið! Um þá full-
yrðingu að vegur um
Kjöl stytti leiðina
milli Reykjavíkur og
Akureyrar um 50
kílómetra gildir, að
þar gefast fleiri kost-
ir án þess að vaðið sé
yfir þvert hálendið.
Það er nefnilega hægt að stytta
hringveginn í byggð á miklu
skaplegri veðursvæðum en há-
lendið er, um helming þessarar
styttingar, með Sundabraut, 14
kílómetra styttingu í gegnum
Blönduósbæ og um 5 kílómetra
styttingu í Skagafirði. Styttingin
við Blönduós er raunar hag-
kvæmasta mögulega vegafram-
kvæmd á Íslandi og allar þessar
framkvæmdir stytta leiðir innan
sinna landshluta. Þegar reglu-
stikan er notuð ein og sér komast
atriði eins og veðurskilyrði ekki
að. Draumaleið reglustikuaðdá-
enda á milli Egilsstaða og
Reykjavíkur liggur upp í meira
en þúsund metra hæð um svæði,
þar sem snjóa leysti ekki síðast-
liðið sumar fyrr en í ágúst! Fyrir
um 15 árum fundu reglustiku-
menn þessa líka fínu nýju leið
milli Reykjavíkur og Akureyrar
um Stórasand, sem lægi upp í
meira en 800 hundruð metra hæð
um eitthvert mesta veðravíti há-
lendisins. Meðallofthiti í höf-
uðborg á Sprengisandi yrði 5-6
stigum lægri yfir árið en í
Reykjavík, kemst ekki upp fyrir
2 stig nema á rúmlega þriggja
mánaða tímabili á sumrin og nær
hæst 6 stigum, já, 6 stigum, en í
Reykjavík kemst hitinn upp fyrir
2 stig í sjö og hálfan mánuð og
liggur á bilinu 9-11 stig í tvo og
hálfan mánuð að meðaltali. Að
bera saman svona höfuðborg-
arstæði og staðsetninguna á
Spáni, í Mexíkó og Brasilíu er út í
hött, svo himinhrópandi munur er
á veðurskilyrðum. Á síðustu árum
hefur orðstír Íslands sem lands
einstæðrar ósnortinnar náttúru
orðið til þess að einn atvinnuveg-
ur, ferðaþjónustan, hefur að
mestu skapað þau verðmæti sem
hafa gert okkur kleift að vinna
okkur út úr kreppunni sem fylgdi
í kjölfar efnahagshrunsins. Há-
lendi Íslands, ósnortið af mann-
virkjafíkn reglustikumanna, er
þungamiðjan í þeirri ímynd, sem
þessi orðstír hvílir á og er því í
núverandi og óbreyttri mynd orð-
ið að verðmæti á borð við fiskinn
okkar eins og Styrmir Gunn-
arsson hefur bent á. Vel má at-
huga hvort víðar en um Bolabás
við Þingvelli megi leggja bundið
slitlag á leiðir sem áður voru lág-
ir slóðar. En við Bolabás sést
glögglega að reglustikan var
fjarri þegar sú leið var færð í nú-
verandi horf. Og verkefni til að
bæta vegi og samgöngumannvirki
í byggð á Íslandi eru ærin á
næstu árum og áratugum. Til
dæmis er ekki enn búið að leggja
bundið slitlag á allan hringveginn.
Á meðan svo er: Látum hálendið í
friði!
Getur landleið orðið
styttri en stysta flugleið?
Eftir Ómar
Ragnarsson »Hálendi Íslands,
ósnortið af mann-
virkjafíkn reglustiku-
manna sem veður yfir
lönd og álfur, er í
óbreyttri mynd orðið að
verðmæti á við fiskinn
okkar.
Ómar
Ragnarsson
Höfundur er formaður Íslandshreyf-
ingarinnar – lifandi lands.
Notkun jurta er
teljast til svokallaðra
fæðubótarefna til
lækninga á margs
konar kvillum hefur
farið vaxandi að und-
anförnu eins og kunn-
ugt er. Þessar vörur
eru gjarnan auglýstar
sem náttúruleg efni
án aukaverkana eða
milliverkana (víxl-
verkana) við lyf og
önnur efni. Þetta er þó fjarri öll-
um sanni, enda hvílir lyfjafræðin
að miklu leyti á plöntuefnafræði-
legum grunni, og því er full þörf á
faglegum upplýsingum hér að lút-
andi. Slíkar upplýsingar hafa þó
ekki legið á lausu hér á landi og
er þessum greinaflokki ætlað að
ráða þar nokkra bót á. Fyrsta
greinin birtist í Morgunblaðinu 7.
ágúst 2015.
Þessi skrif eru stuttorð en von-
andi gagnorð og sæmilega auð-
skilin bæði almenningi og heil-
brigðisstéttum. Ekki er tekin
ábyrgð á villum eða missögnum.
Sumar af þeim jurtum, sem hér
eru teknar fyrir eru ekki á mark-
aði hérlendis en eru auðfáanlegar
víða erlendis. Fjallað er um jurt-
irnar í röð af handahófi.
Jóhannesarjurt – Hypericum
perforatum – St. John’s wort:
Notaðir plöntuhlutar: Ofanjarð-
arhlutar. Innihaldsefni: Ilmolíur
(karíófýllen, metýl-2-oktan, n-
nónan, n-oktanal, n-dekanal, alfa-
og beta-pínen), naf-
tódíantón (hýperísín,
sýndar(pseudo) hý-
perísín), flóróglúsínól
(hýperfórín), katesín,
próantósýanídín, fla-
vónóíð (hýperósíð,
rútín). Virk efni: Hý-
perísín, sýndar
(pseudo) hýperísín,
hýperfórín. Notkun:
Vægt þunglyndi (geð-
deyfð) og minni hátt-
ar kvíði. Aukaverk-
anir: Sjá Varúð.
Milliverkanir: Minnk-
ar áhrif teófyllíns (astmalyf), kúm-
aríns (segavarnarlyf), dígoxíns
(eykur samdráttarkraft hjarta-
vöðvans), indínavírs (próteasahem-
ill notaður gegn eyðniveiru),
sýklósporíns (ónæmisbælandi lyf)
og getnaðarvarnalyfja. Eykur
áhrif sérhæfðra serótónín endur-
upptökuhemla (SSRIs, t.d. sítalóp-
rams) og þríhringja geðdeyfð-
arlyfja (t.d. amitriptýlíns). Varúð:
Sjúklingar, sem taka inn MAO
hemla (mónóamínóoxíðasahemla
við geðdeyfð, t.d. móklóbemíð)
ættu ekki að nota jóhannesarjurt.
Kamilla – Matricaria recutita –
Chamomile: Notaður plöntuhluti:
Blóm. Innihaldsefni: Ilmolíur með
bisabólóli (ísómentóli) og oxíðum
þess auk terpena, svo sem matrís-
íns og kamazúlens. Enn fremur
flavónóíð (apígenín og apígenín-7-
O-glýkósíð), kaffeínsýruafbrigði og
spíróetrar. Virk efni: Bisabólól og
oxíð þess, kamazúlen, spíróetrar
og flavónóíðar (einkum apígenín).
Notkun: Vægt bólgu-, krampa-,
sýkla- og sveppaeyðandi; vægt ró-
andi. Aukaverkanir: Sjá Varúð.
Milliverkanir: Eykur áhrif róandi
lyfja og blóðflöguhemjandi áhrifa
bólgueyðandi gigtarlyfja (NSA-
IDs, t.d. íbúprófens og naproxens)
og warfaríns og þar með hættu á
blæðingum. Varúð: Kamilla getur
einstaka sinnum valdið ofnæmi.
Silfurkerti – Actaea (Cimici-
fuga) racemosa – Black cohosh:
Notaðir plöntuhlutar: Rót og jarð-
stöngull (rhizome). Innihaldsefni:
Tríterpenglýkósíð (aktein, sim-
ísífúgósíð, simífúgín, rasemósíð,
simírasemósíð), ísóferúlínsýra, sal-
isýlsýra, ilmolíur, tannín (sútunar-
efni). Virk efni: Aktein, simísífú-
gósíð. Notkun: Fyrirtíðaspenna,
tíðaþrautir og hitakóf (hot flashes)
við tíðahvörf. Aukaverkanir:
Hætta á fósturláti. Milliverkanir:
Eykur áhrif blóðþrýstingslækk-
andi lyfja (t.d. enalapríls og lós-
artans), þvagræsilyfja (t.d. fúró-
semíðs og hýdróklórtíazíðs) og
blóðflöguhemjandi áhrif bólgueyð-
andi gigtarlyfja (NSAIDs, t.d. íbú-
prófens og naproxens) og warf-
aríns og þar með hættu á
blæðingum. Varúð: Þungaðar kon-
ur ættu ekki að nota silfurkerti.
Sjá Aukaverkanir.
Lyfjafræði nokkurra jurta
Eftir Reyni
Eyjólfsson » Þessi grein er um
lyfjafræði jóhann-
esarjurtar, kamillu og
silfurkertis.
Reynir
Eyjólfsson
Höfundur er doktor
í lyfjafræði.—með morgunkaffinu