Morgunblaðið - 30.10.2015, Side 14

Morgunblaðið - 30.10.2015, Side 14
Tekjur og gjöld á verðlagi í lok reikningsárs 2015 2007-08 2008-09 2009-10 2010-11 2011-12 2012-13 2013-14 2014-15 2015-16* Ríkisframlag 3.972 4.246 3.874 3.466 3.396 3.304 3.390 3.575 3.495 Auglýsingatekjur 1.885 1.553 1.793 1.969 2.213 2.075 1.884 1.840 1.902 Aðrar tekjur 221 219 258 220 195 207 243 227 236 Tekjur alls 6.078 6.018 5.925 5.655 5.804 5.586 5.517 5.642 5.633 Rekstrargjöld 6.178 5.234 5.344 5.229 5.627 5.226 5.532 5.282 5.610 Hagnaður/-tap -768 -115 299 67 -71 17 -271 30 -54 Eignir og skuldir Við stofnun 2007 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Skuldir alls 31.8. ár hvert, á verðlagi hvers árs 4.979 5.407 5.607 5.012 4.786 4.824 4.920 5.619 6.586 6.627 Óefnislegar eignir 44 36 121 123 134 175 204 173 Eiginfjárhlutfall 15,0% 12,5% -0,2% 9,3% 13,1% 13,3% 11,7% 10,4% 5,5% 5,9% Ógreidd laun og launatengd gjöld 461 480 432 420 408 Helstu tölur úr rekstri RÚV 2007-2015 Skuldir og gjöld 2007-15 Heimild: Skýrsla nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007. *Áætlun 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 20082007 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Skuldir alls 31.8. ár hvert, á verðlagi hvers árs RekstrargjöldTekjur alls Fjárhæðir eru í milljónum króna BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Svo miklar eru skuldir RÚV ohf. orðnar að rekstrartekjur heils árs myndu ekki duga til að gera þær upp. Eiginfjárhlutfallið er nú 5,9% að óefnislegum eignum meðtöldum. Lykilstærðir úr rekstrinum 2007- 15 eru sýndar hátt hér fyrir ofan og hafa tekjur og gjöld verið færð á verðlag rekstrarársins 2015. Skuldir eru hins vegar á verðlagi hvers árs. Eins og grafið sýnir eru heildar- skuldir nú ríflega 6,6 milljarðar, eða rúmlega 1,6 milljörðum hærri en við stofnun RÚV ohf. árið 2007. Eru skuldirnar orðnar næstum tvöfalt ríkisframlagið, sem er áætlað 3.495 milljónir rekstrarárið 2015-16. Skuldirnar eru m.a. vegna yfir- töku á skuldabréfi við LSR sem stóð í lok síðasta rekstrarárs í 3,2 millj- örðum. Vegna þröngrar stöðu samdi RÚV við LSR árið 2014-15 um að fresta afborgunum og vöxtum af skuldabréfinu að fjárhæð 570 millj- ónir. Við frestun afborgana bætast vextir og verðbætur við lánið sem jafngilda lántöku um 215 milljóna króna. Skýrsla þriggja manna nefndar Nefnd um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 kynnti skýrslu sína á blaðamannfundi í Þjóðminjasafninu í gær og koma tölurnar þaðan. Nefndina skipuðu Eyþór Laxdal Arnalds framkvæmdastjóri, sem var formaður nefndarinnar, Guðrún Ög- mundsdóttir, sérfræðingur í fjár- mála- og efnahagsráðuneyti, og Svanbjörn Thoroddsen hjá KPMG. Skýrsluhöfundar rifja upp að sala byggingarréttar á lóð RÚV geti skil- að að lágmarki 1,5 milljörðum króna. Eftir þá sölu er reiknað með að eigin- fjárhlutfallið fari í 16%. Rifjað er upp að aukaframlög frá ríkinu námu um tveimur milljörðum 2007-09, vegna afskrifta, breytingar á uppsafnaðri skuld í hlutafé og 716 milljóna aukafjárveitingar 2009, á verðlagi 2015. Var eigið fé þá uppurið vegna rekstrarvanda, tveimur árum eftir stofnun RÚV ohf. Bent er á að húsnæði RÚV í Efsta- leiti sé óhagkvæmt. Það sé 16.400 fermetrar en til samanburðar hafi RÚV skilgreint húsnæðisþörf sína sem 5.300-8.800 fermetra. RÚV hafi áætlað að sala á Efstaleitinu geti skilað 4,2 milljörðum. Skuldabréfið við LSR er verð- tryggt og ber fasta 5% vexti. Þessi vaxtakjör eru sögð óhagstæð. Til dæmis séu markaðsvextir skulda- bréfa Íbúðalánasjóðs, sem líka bera ríkisábyrgð, nú um 2,6%. Fyrir vikið þurfi RÚV að „greiða um 77 milljónir á ári í vexti umfram núverandi mark- aðsvexti láns með ríkisábyrgð“. 21% kostnaðar vegna frétta Rekstrarkostnaður vegna rekstrarársins 2013-14 er sundur- liðaður. „Um 46% af rekstrar- kostnaði RÚV fór í bein útgjöld við fréttir, íþróttir og aðra innlenda dag- skrá. Ef sameiginlegur dagskrár- kostnaður er talinn með er 50-60% kostnaðar vegna innlendrar dag- skrár,“ segir í skýrslunni og eru svo helstu kostnaðarliðir tilgreindir. Þeir eru fréttir og íþróttir, sem kostuðu 1.198 milljónir, eða 21% kostnaðar, annað innlent sjónvarps- efni, sem kostaði 847 milljónir, eða 15% kostnaðar, og svo annað út- varpsefni, sem kostaði 554 milljónir, eða 10% kostnaðar. Til samanburðar var fjármagnskostnaður að baki 6% kostnaðar, og sama gilti um kostnað við dreifikerfi. Samanlagt vega þess- ir tveir þættir 12% af rekstrarkostn- aðinum og voru því næstum jafn dýr- ir og gerð innlends sjónvarpsefnis rekstrarárið 2013-14. Meðal annarra niðurstaðna er að samningur frá 2013 um nýtt dreifi- kerfi hafi reynst „verulega íþyngj- andi fyrir RÚV“. Það sé þvert á „til- kynningu frá RÚV í mars 2013 um að nýr dreifingarsamningur hefði já- kvæð áhrif á rekstur“. Samningurinn hafi falið í sér skuldbindingu um fjóra milljarða en sé ekki meðal skulda í efnahagsreikningi félagsins. „Samningur var gerður við Voda- fone í mars 2013 um dreifingu sjón- varps- og útvarpsefnis að undan- gengnu útboði. Samningurinn er til 15 ára og núvirt skuldbinding vegna samningsins nemur 4 milljörðum kr. Samningurinn fól í sér mikla fjár- bindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Krafa um 99,8% dreifingu kerfis- ins er langt umfram kröfu um dreif- ingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi og Bretlandi. Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn. Áætlað er að a.m.k. 90% lands- manna nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Þeir 4 milljarðar sem kerfið kostar hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins; flýtt fyrir henni og lagt grunn að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifi- kerfis,“ segir í skýrslunni og er heim- ildin fyrir síðastnefnda atriðinu árs- skýrslur RÚV, norska útvarpsins, NRK, og breska útvarpsins, BBC. 682 milljónir í umframkostnað? Bent er á að greiddur kostnaður vegna dreifikerfis hafi aukist úr 297 milljónum rekstrarárið 2011-12 í 481, 573 og 519 milljónir næstu þrjú rekstrarár. Alls var greiddur kostn- aður árin þrjú 682 milljónum hærri en ef hann hefði haldist 297 milljónir eins og rekstrarárið 2011-12. Á neðra grafinu hér á síðunni eru sýndar tvær sviðsmyndir hjá stjórn- endum RÚV. Í þeirri efri er gert ráð fyrir að ríkið yfirtaki skuldabréf við LSR að fjárhæð 3,2 milljarðar, veiti 182 milljóna viðbótarframlag í ár og tryggi 2,5 milljarða í aukatekjur með útvarpsgjaldi, með því að falla frá stiglækkun útvarpsgjalds. Það er nú 17.800 en á að lækka í 16.400 á næsta fjárlagaári. Í neðri sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að útvarpsgjaldið verði hins vegar 16.400 kr. á ári næstu ár á tímabilinu. Verði efri sviðsmyndin ekki að veruleika verði samanlagt tap á tímabilinu 3.939 milljónir kr. Páll Magnússon, fv. útvarpsstjóri, var erlendis og kvaðst ekki í færum til að ræða málið. Eftirmaður hans, Magnús Geir Þórðarson, óskaði eftir því að spurningar bærust til hans skriflaga. Hann hafði ekki svarað um kvöldmatarleytið í gær. Þá náðist ekki í Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Skuldirnar meiri en árstekjur  RÚV skuldar 6,6 milljarða  Stjórn félagsins telur RÚV þurfa 5,8 milljarða aukaframlag til 2020  Samningur við Vodafone gagnrýndur  Hægt sé að byggja upp ljósleiðarakerfi fyrir þá fjármuni Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðstöðvarnar í Efstaleiti Skuldir RÚV hafa aukist síðustu ár. Hagnaður/tap í milljónummiðað við forsendur um hærra útvarpsgjald. Gert er ráð fyrir því í fjárlögum að LSR-lán hverfi úr efnahag og að byggingarréttur sé seldur. -33 -152 110 -35 14 -7 2014-15 Á 2014-15 Á 2015-16 Á 2015-16 Á 2016-17 Á 2016-17 Á 2018-19 Á 2018-19 Á 2017-18 Á 2017-18 Á 2019-20 Á Á=áætlun 2019-20 Á Heimild: Fjármáladeild RÚV Hagnaður/tap í milljónummiðað við óbreytt útgjöld án frekari aukningar opinberra framlaga og án þess að LSR-lánið hverfi úr efnahag. 1.600 1.200 800 400 0 -400 0 -400 -800 -1.200 1.540 -369 -604 -856 -913 -1.045 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.