Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Í haust tók Júlía Valva Guðjóns- dóttir til starfa sem nýr skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi. Það er ekki ólíklegt að hún hafi „skólastjóragen“ í sér, en móðir hennar, Vera Valgarðsdóttir, er skólastjóri við Höfðaskóla á Skaga- strönd og faðir hennar, Guðjón Sigurðsson, er aðstoðarskólastjóri þar. En það er ekki allt því bróðir hennar, Sigurður Gísli, er skóla- stjóri i Grundarfirði. „Við erum öll, nema systir mín, skólastjórar núna. Ég hafði aldrei neitt sérstaklega hugsað út í að verða skólastjóri en ég viðurkenni þó að það var og er mikið rætt um skólamál í mínum foreldrahúsum. Pabbi hefur verið skólastjóri síðan ég man eftir mér, lengst af í Hveragerði, og svo má nú ekki gleyma afa gamla, Val- garði Runólfssyni, en hann var skólastjóri þar í 30 ár.“ Búin að kaupa hús í Borgarnesi Júlía ólst upp í Hveragerði, varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni og þaðan lá leiðin í Kennaraháskólann. Hún kenndi í Rimaskóla í sex ár og hefur einnig kennt í Öldutúnsskóla og Lækjar- skóla í Hafnarfirði. „Haustið 2008 réð ég mig sem skólastjóri á Reyk- hólum og var þar í fjögur ár. Þau ár mótuðu mig mikið og þroskuðu. Ég gerðist meira að segja búkona mikil, keypti kjötskrokka og hakk- aði, bjó til gúllas og fleira í þeim dúr. Svo varð ég ófrísk að yngsta barninu mínu og ákvað þá að flytja til Hafnarfjarðar og hóf nám í stjórnun og stefnumótun við Há- skóla Íslands. Ég hef lokið öllum námskeiðum og vinn núna að meistararitgerð minni sem snýr að því að kanna hvernig hugarfar og stjórnunarhættir stjórnenda hafa áhrif á velgengni fyrirtækja.“ Júlía flutti með yngri börnin sín tvö í Borgarnes en stóra stelpan hennar býr fyrir sunnan hjá föður sínum og stundar nám við Verslunarskóla Íslands. „Borgarnes er fallegur staður í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborg- arsvæðinu þar sem flestir vina minna eru og fjölskylda, en þegar skólastjórastaðan var auglýst þar vafðist það ekkert sérstaklega fyr- ir mér að sækja um og ég sé ekki eftir því. Ég er meira að segja búin að kaupa hús við Kjartansgötu, svo vel líkar mér, og vonandi er ég ekkert að fara í bráð.“ Tekur við góðu búi Júlía segir að skólamál séu gríð- arlega heillandi og mikilvægur málaflokkur. „Grunnskólinn er í raun hjarta hvers samfélags og mjög mikilvægt að halda rétt á spöðunum í þeim efnum. Mér finnst gaman að vinna að stefnumótun fyrir skólann og móta ákveðna framtíðarsýn sem unnið er út frá. Núna á að vinna að breytingum á skólanum, en það er fullt af spenn- andi og fjölbreyttum hlutum að gerast í skólamálum í dag sem gaman er að taka þátt í.“ Þá segir Júlía að ekki megi gleymast að við séum að búa börnin okkar undir framtíðina en á sama tíma sé gríð- arleg þróun á öllum sviðum og miklar breytingar. „Við vitum í raun ekkert hvers konar framtíð bíður handan hornsins. Því þurfum við að kenna börnunum okkar gagnrýna hugsun, sjálfstæð vinnu- brögð, umburðarlyndi og víðsýni.“ Aðspurð segir Júlía kjaramálin snúin í skólastarfinu, vinnumatið sé ný hugsun og mörgum erfið. „Það hefur gengið þokkalega hjá okkur og mál eru miserfið. Aðal- atriðið er að hlusta vel á alla aðila og vera sanngjarn. Við verðum öll að vinna í takt; heimili, fræðslu- yfirvöld og skólar. Allt nærsam- félagið, því við vitum að það þarf heilt þorp til að ala upp barn.“ Með nýju fólki koma alltaf nýjar áherslur og markmið Júlíu er að gera góðan skóla enn betri. „Ég kem að góðu búi þar sem metnaður og fagmennska ríkir og starfsandi er góður. Það gefur manni alltaf ákveðinn meðbyr. Því er ekkert því til fyrirstöðu að skólinn verði framúrskarandi skóli sem leitað verði til. Skólinn þarf alltaf að vera á tánum hvað varðar starfsþróun starfsmanna, hvetja þá til endur- menntunar og vera opnir fyrir því sem efst er á baugi hverju sinni í skólamálum.“ Júlía vill efla upplýs- ingatækni og langar að koma á teymiskennslu. Hún vill að nem- andinn sé í brennidepli þannig að hver og einn njóti sín sem best. „Svo tel ég mikilvægt að öflug ein- eltisáætlun sé viðhöfð við hvern skóla og að efling sjálfsmyndar nemenda hafi sterkt forvarnar- gildi. Nemendur með sterka sjálfs- mynd eru sáttari við sjálfa sig, eru sjálfstæðir og betur tilbúnir til að taka sjálfstæðar ákvarðanir.“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Skólastjóragen Það var mikið rætt um skólamál í mínum foreldrahúsum, segir Júlía Valva Guðjónsdóttir. Fjórir skólastjórar í fjölskyldunni  Grunnskólinn er í raun hjarta hvers samfélags Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við notum ART (Aggression Rep- lacement Training) sem forvörn í skólum. ART þjálfun eflir sjálfs- mynd nemenda og veitir þeim þjálfun í betri samskiptum sem svo leiðir að betri líðan, segir Kolbrún Sig- þórsdóttir ART ráðgjafi. ART er af- mörkuð aðferð til að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum, ungu fólki og einnig er boðið upp á fjölskyldumeðferð. ART hefur verið notað hér á landi frá árinu 2006 og sem fjölskyldu- meðferð frá 2007 en þó einkum á Suðurlandi. ART þekkingu má þó finna víða um landið. 682 einstaklingar hafa sótt ART námskeið hjá ART teyminu og í dag eru ART þjálf- arar dreifðir á 81 grunnskóla og 31 leikskóla. Félags-, skóla- og heilbrigðisþjónustur hafa einnig sent starfsfólk á ART námskeið. Bæði forvörnin í skólunum og fjölskyldumeðferðin hafa gefið góða raun, að sögn Kolbrúnar. Hugmyndafræðin á bak við ART þjálfunina kemur upphaflega frá Bandaríkjunum og var þá einkum notuð fyrir einstaklinga sem voru með mikinn hegðunarvanda. Markmið ART þjálfunar er að bæta félagsfærni, sjálfstjórnun og siðferðisþroska og byggist þjálf- unin á því að unnið er markvisst með þessa þrjá tilteknu þætti í gegnum umræður, hlutverkaleiki og ýmis verkefni. ART þjálfun kennir ein- staklingnum að læra inn á sjálfan sig, að þekkja eigin tilfinningar og skynja tilfinningar annarra. Ein- staklingurinn áttar sig á því að hans hegðun hefur áhrif á hegðun annarra og þar með batna sam- skipti milli einstaklinga hvort sem það er í skólanum, á heimilinu eða almennt í umhverfi einstaklings- ins. Einstaklingurinn áttar sig bet- ur á því að það sem hann segir eða gerir hefur afleiðingar – bæði já- kvæðar og neikvæðar, allt eftir því hvernig hann bregst við. Einn leikskóli og fjórir grunn- skólar hafa hlotið ART vottun en til að skóli geti fengið ART vottun þarf hann að uppfylla ákveðin skil- yrði. Nægilega margir kennarar þurfa að vera með ART réttindi svo að allir nemendur skólans geti fengið 12 vikna ART þjálfun á hverju skólastigi. Einnig þarf ART að vera sýnilegt í skólanámskrá, fast í stundatöflu og þannig hluti af menningu skólans. Kolbrún bendir á í þessu sam- hengi að ART þjálfun nýtist sér- staklega vel í að fyrirbyggja ein- elti og vinna úr eineltismálum. ,,Þar sem ART bragur ríkir í skólastarfi er ekki mjög lífvænlegt andrúmsloft fyrir einelti heldur frekar fyrir samkennd og ein- ingu.“ Góð forvörn og bætir samskipti  ART þjálfun í leik- og grunnskólum Morgunblaðið/Styrmir Kári Leikur ART þjálfun kennir fólki að læra inn á sjálfan sig, að þekkja eigin til- finningar og skynja tilfinningar annarra, sem er gott í samskiptum. Kolbrún Sigþórsdóttir Um 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðast- liðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Er það 32 þúsund fleiri en í októ- ber á síðasta ári. Aukningin nemur 48,5% milli ára og hefur hún ekki mælst svo mikil í október frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Fjöldinn frá áramótum er nú kom- inn vel yfir eina milljón að sögn stofnunarinnar. Aukning alla mánuði Fram kemur á vef Ferðamála- stofu, að aukning hafi verið alla mánuði ársins á milli ára, þó aldrei jafnmikil og nú í október. Aukn- ingin var 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí, 23,4% í ágúst og 39,4% í sept- ember. Af erlendum ferðamönnum, sem komu til Íslands í október, voru Bretar fjölmennastir, eða 24,4%. Þá komu Bandaríkjamenn (16,3%) og þar á eftir fylgdu síðan Norðmenn (6,3%), Þjóðverjar (5,8%), Danir (5,0%), Kínverjar (4,4%), Svíar (3,7%), Kanadamenn (3,6%), Frakk- ar (3,0%) og Pólverjar (2,2%). 1,1 milljón ferðamanna Það sem af er ári hafa 1.108.986 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 254.371 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 29,8% aukn- ingu milli ára. Veruleg aukning hef- ur orðið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 51,7,% frá N-Ameríku, 31,0% frá Bretlandi, 21,2% frá Mið- og S- Evrópu og 40,6% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir „annað“. 381 þúsund Íslend- ingar farið utan Um 45 þúsund Íslendingar fóru utan í október síðastliðnum eða um 3.700 fleiri en í október árið 2014. Frá áramótum hafa 381.458 Íslend- ingar farið utan eða 42.038 fleiri en á sama tímabili árið 2014. Ferðamálastofa hóf að telja ferðamenn á Keflavíkurflugvelli ár- ið 2002. Það ár fóru 17.800 erlendir ferðamenn frá landinu í október og 248 þúsund á árinu öllu. 99 þúsund erlendir ferðamenn í október  Um 1,1 milljón ferðamanna hefur komið til landsins það sem af er ári Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Erlendir ferðamenn við Geysi í haust. Um 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október, nærri helmingi fleiri en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.