Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hæfni þín til að leita frumlegra
lausna á vandamálum kemur fólki á óvart í
dag. Vertu þó viðbúinn því að brugðið geti til
beggja vona.
20. apríl - 20. maí
Naut Sýndu nú hvað í þér býr og taktu til
hendinni við húsverkin. Nýstárlegar hug-
myndir virka sem vítamínsprauta, en bara ef
þú ert nógu opinn fyrir þeim.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hugsanlegt er að þú verðir með
hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heil-
anum í dag. Forherðing hugans er hreint böl.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Leggðu þig fram um að ná jafnvægi í
lífi þínu. Með því að sýna þínar bestu hliðar
færðu góðan vin til að deila með þér ánægju-
stundunum. Ótilgreint hópverkefni verður að
algerri flækju.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér vegnar vel ef þú vinnur undirbún-
ingsvinnnuna þína. Varastu að eyða of mikl-
um peningum í blessuð börnin eða elskuna
þína. Hversdagsleg sambönd fá á sig nýja
mynd.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú leitar eftir öðruvísi skemmtun í
dag. Ef þú leynir einhverju áttu það á hættu
að ná ekki takmarkinu og verða þar með fyrir
vonbrigðum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst ábyrgð þín svo yfirþyrmandi
að það dregur úr sjálfstrausti þínu og fram-
kvæmdagleði. Ef þú veist ekki hvað þú vilt
gera ættirðu að bíða átekta.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Samtöl við yfirboðara munu
koma þér á óvart í dag. Leitaðu hjálpar því
þér er nauðsynlegt að fá þetta mál á hreint.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt erfitt með að fyrirgefa það
sem gert var á þinn hlut. Spyrðu sjálfa/n þig
að því hvort rifrildið snúist ekki í raun og veru
um eitthvað allt annað.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu þér ekki bregða þótt bankað
sé upp á og tíðindi sögð frá fortíðinni. Fjár-
hagslegur sem og annar hagnýtur stuðningur
er kannski ekki það sem hann virðist vera.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þig langar til að finna einhvern
sem þú getur deilt hugmyndum þínum með.
Einbeittu þér að eigin starfi. Hallaðu þér aftur
og leyfðu fólki að stjana við þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er óhætt að setja markið hátt því
þú munt ná því. Varastu tæknimál. Auður og
örlæti annarra munu á einhvern hátt koma
þér til góða.
Páll Imsland heilsaði leirliði áenn einum rökum deginum. –
„Þessar tvær limrur um búskapar-
og húsháttu í Odda eru innbyrðis
ótengdar enda ortar sín í hvorri
andvökunni. Þetta gætu þess vegna
verið tveir Oddar eða tvennir
tímar:“
Þorlákur þrællinn í Odda
þrálegur hafði á kodda,
en risi’ hann í sæti
það reyndust slík læti,
að í honum greindu menn grodda.
Í Odda bjó forkurinn Anna
sem ástleitni vildi hreint banna:
„Það er útúr kú
að eiga sér bú,
en ánetjast rúmsiðum manna.“
Ármann Þorgrímsson skrifar í
Leirinn á laugardag að samkvæmt
óbirtri og óstaðfestri könnun á al-
þjóðavettvangi séu Íslendingar með
flestar erlendar eiginkonur miðað
við fólksfjölda.
Íslands hróður alls staðar
eykst um slóðir veraldar
okkur bjóðast innfluttar
allra þjóða kerlingar.
Gústi Mar bætir við:
Á útlendar mér allvel líst
ýmsu má nú fórna.
Þýðlyndar og þykja víst
þægilegri að stjórna.
Hallmundur Kristinsson yrkir á
Boðnarmiði:
Á laugardagskvöldum er friður á fési.
Fáir virðast á netinu.
Nú er rólegt á Reykjanesi;
réttast að kúra í fletinu.
Næsta dag bætir hann við:
Rignir enn á lög og láð.
Í laumi klukkan gengur.
Kannski væri kostaráð
að kúra aðeins lengur!
Benedikt Jóhannsson dregur lær-
dóm af sögunni:
Helga menn getur hent þeir tapi
hófstillingu á sínu skapi
og með vel völdum orðum
þeir velti um borðum
víxlaranna, það gerðist forðum.
Ármann Þorgrímsson veltir sög-
unni einnig fyrir sér: „Skjaldmærin
sagði á málþingi á Bifröst að öll lof-
orðin stæðu eins og stafur á bók.
Oft hún þetta endurtók
– ekki gat þó heimildar –
„Standa eins og stafur á bók
stærstu loforð sögunnar“.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Odda, eiginkonum
og sögunni
Í klípu
„HANN MISSTI MJÚKA STARFIÐ SITT.
HANN FÉKK HÁLFS ÁRS LAUN
– OG UPPÁHALDSPÚÐANN SINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VIL OPNA SAMEIGINLEGAN
REIKNING MEÐ EINHVERJUM SEM
Á SAND AF SEÐLUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vakna og heyra í
honum við hlið þér.
HVERNIG
GENGUR?
AAA, TÚNFISKS-
ANDREMMA
ORUSTUÞREYTA ER
ÁHÆTTA Í MÍNU
STARFI…
EN ÞÍNU?
AÐSKILNAÐAR-
KVÍÐI
Víkverji brá sér sem snöggvast íKolaportið um helgina, til að
kaupa þar bók sem hann hafði lengi
leitað. Bóksalinn hafði hringt hróð-
ugur og tilkynnt að bókin væri loks-
ins komin í leitirnar.
x x x
Þegar bókin góða var komin í pokavar Víkverji á útleið er hann
ákvað að leggja smá lykkju á leið sína
og grípa með einn kleinupoka með
sunnudagskaffinu.
x x x
Við kaupin á kleinunum spurði sölu-maðurinn, kátur í bragði:
„Hvernig gengur í golfinu?“
„Ha, golfinu?“ hváði Víkverji og fór
hálfpartinn í kleinu, í orðsins fyllstu
merkingu. Horfði í kringum sig
flóttalegur í leit að falinni myndavél,
átti ekki beint von á þessari spurn-
ingu.
„Já, ertu ekki í golfi?“ spurði klein-
umaðurinn, sem Víkverji kannaðist
ekkert við, sama hvað hann reyndi að
ráða í hvaða maður þetta væri, sem
Víkverji sá ekki betur en að væri með
hárkollu.
„Jú, maður er eitthvað að brölta í
þessu,“ svaraði Víkverji loks.
„Og tókst þér að lækka forgjöf-
ina?“ hélt maðurinn áfram.
„Uhhh jú, reyndar, um heila þrjá,“
viðurkenndi Víkverji, lúmskt stoltur á
svip og dálítið upp með sér með þessa
óvæntu athygli kleinumannsins.
„Góður,“ sagði hann og rétti klein-
urnar yfir borðið.
x x x
Víkverji var farinn að ímynda sérað maðurinn væri miðill í þokka-
bót, dálítið þesslegur, þegar skýr-
ingin kom:
„Ég sá á annarri erminni að þú
hlytir að vera í golfi fyrst þú klæðist
Galvin Green,“ sagði kleinumaðurinn
með bros á vör og bætti við: „Eigðu
góðan dag.“
x x x
Víkverji gekk burtu með kleinurnarog bókina, einnig með bros á vör
yfir þessu óvenjulega spjalli. Líklega
betra að hafa lækkað forgjöfina
meira, næst þegar kleinur verða
keyptar í Kolaportinu!
víkverji@mbl.is
Víkverji
Lát engan líta smáum augum á æsku
þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði
og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi.
(1.Tím. 4.12)
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad
og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt!
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.