Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
AF SUNNUDEGI
Hallur Már Hallsson
hallurmar@mbl.is
Ísland sveikst ekki um að verðaerlendu gestunum, sem komn-ir voru á klakann á Airwaves,
innblástur. Þeir stóðu í hópum fyrir
utan Vodafone-höllina á sunnudags-
kvöldinu og virtu fyrir sér norður-
ljósin sem leiftruðu á himni, greini-
lega uppnumdir. Þegar inn var
komið var þó lítið sem minnti á ís-
lenska náttúru hjá böndunum sem
fengu tækifæri á stóra sviðinu.
Agent Fresco var á sviði þegar ég
kom inn og sveitin er greinilega í
fantaformi og krafturinn virtist
falla vel í kramið hjá fólki. Líkt og
aðrir heimamenn sem ég sá á hátíð-
inni var Arnór Dan, söngvari sveit-
arinnar, fumlaus í framkomu og
lagði sig allan fram við að tengjast
áhorfendum sem greinilega kunnu
vel að meta. Það er gaman að sjá
hversu margir þeirra sem koma
fram á hátíðinni eru orðnir lagnir í
samskiptum við áhorfendur. Glimm-
erhjúpaður flaut Gunnar, söngvari í
Grísalappalísu, ofan á áhorfendum í
Silfurbergi á föstudag og kvöldið
eftir vakti Sóley mikla kæti þegar
hún þakkaði gestum fyrir öll lunda-
kaupin sem styrktu efnahaginn.
Kaldhæðnin var skýr.
Stemningin í litla salnum á efrihæðinni í Vodafone-höllinni átti
þó lítið skylt við norðurljósadýrðina
úti. Nokkrir raftónlistarmenn
spiluðu þar fyrir litskrúðugan hóp
fólks. Án þess að fara nánar út í það
er þó allavega ljóst að margir hafa
skemmt sér ærlega á hátíðinni á
undanförnum dögum.
Úlfur Úlfur var næst á svið í
stóra salnum, en í þetta skiptið
hafði sveitin með sér meðlimi úr
Agent Fresco á sviðinu. Lögin nutu
góðs af kraftinum í bandinu og sér-
staklega var smellurinn „Brennum
allt“ vel heppnaður. Flott band sem
er í miklu stuði þessa dagana.
Sleaford Mods er sérstakt atriði.
Einsleitir en vel útfærðir taktar
með töffaralegum bassalínum í öll-
um lögum. Ekkert prjál, engir sym-
balar, ekkert vesen. Söngvarinn
Jason Williamson var í sömu stell-
ingunni alla tónleikana og þrumaði
út úr sér einhverju sem virtist vera
lýsingar á aðstæðum lágstétt-
arinnar á Bretlandi með þykkum
hreimi. Því miður var erfitt að
greina nákvæmlega hvað William-
son var að segja og einhvern veginn
varð manni nokkrum sinnum hugs-
að til að þess að hljómsveitin hefði
kannski betur átt heima á litlum
sóðalegum stað. Þá heyrði maður á
fólki í kringum sig, sem ekki kunni
að meta herlegheitin, að það furðaði
sig á skipulagningunni. Þeir félagar
voru samt flottir og það var und-
arlega sefandi að horfa á taktsmið-
inn Fearn dilla sér við tónlistina
með aðra höndina ofan í vasa en
Red Bull-dós í hinni, sannkallað
zen-móment.
Beach Boys sáu um að kynnaHot Chip, aðalatriði kvöldsins,
til leiks. Bandið var frábært með
frábæran kven-trommara sem stal
senunni á köflum. Hot Chip er
partímúsík og náungarnir sem voru
við hlið mér voru greinilega gíraðir
í partí. Hinsvegar var ég bara orð-
inn nokkuð lúinn eftir tónleikaráp
undanfarna daga og hefði kannski
verið meira til í að sjá Jóhann Jó-
hannsson í Hallgrímskirkju. Smell-
urinn „Over and over“ var þó aug-
ljós hápunktur tónleikanna sem
hefðu notið góðs af fleiri blæbrigð-
um sem Hot Chip hefur fullkomlega
á valdi sínu.
Miðað við röðina sem myndaðist
á Beach House-tónleikana á laug-
ardaginn – hvað var hún margir
hringir í kringum stigann í Hörpu?
– hefði mögulega farið vel á því að
þeir hefðu verið í Vodafone-höllinni
en Hot Chip í Silfurbergi. Engu að
síður algerlega frábær hátíð, takk
fyrir mig.
Zen-móment í Red Bull-partíi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hot Chip Smellurinn „Over and over“ var augljós hápunktur tónleikanna sem hefðu notið góðs af fleiri blæbrigðum sem Hot Chip hefur á valdi sínu.
Stuð Gestir létu vel af dansvænni popptónlist Hot Chip. Sleaford Mods Ekkert prjál, engir symbalar, ekkert vesen.
»… það var undar-lega sefandi að horfa
á taktsmiðinn Fearn
dilla sér við tónlistina
með aðra höndina ofan í
vasa en Red Bull-dós í
hinni …
„Vinur og óvinur“, Freund und
Feind, er yfirskrift umfjöllunar um
ævintýraóperu Gunnsteins Ólafs-
sonar og Böðvars Guðmundssonar
sem birtist á dögunum í þýska óp-
erublaðinu Opernwelt. Verkið var
sett upp í Hörpu í haust.
Í greininni rekur höfundurinn,
Carsten Niemann, söguþráð óp-
erunnar og víkur síðan að flutn-
ingnum. Þar segir meðal annars að
í dramatísku tilliti séu athyglis-
verðustu hlutarnir, hvað tónlist,
texta og sviðsetningu varðar, „þeir
sem sýna náttúruna í sinni völtu og
hráu mynd. Best tekst að skapa
persónu Spóans en tónskáldið gæð-
ir laglínur hans meðal annars sí-
endurteknum stefjabrotum. Eyjólf-
ur Eyjólfsson tenór syngur hlut-
verkið ekki aðeins af kímni og
nákvæmni; klaufalegt göngulag og
snöggar höfuðhreyfingar hans bera
því vitni að söngvarinn er vel að sér
í heimi villtra fugla“. Þá er farið lof-
samlegum orðum um kór yrðlinga og
búninga Kristínar R. Berman.
Um tónlist Gunnsteins segir höf-
undur að hún beri víða fagurt vitni
um laglínugáfu, „tæknilega leikni
hans og tilfinningu fyrir forminu“.
Óperan sé „í heild sinni sambland af
frumlegu og hefðbundnu listaverki“.
Frumlegt og hefð-
bundið listaverk
Baldusbrá Umfjöllun um óperu Gunn-
steins og Böðvars í tímaritinu Opernwelt.
Lilja Guðmunds-
dóttir sópran og
Antonía Hevesi
píanóleikari
koma saman
fram á hádeg-
istónleikum Ís-
lensku óp-
erunnar,
„Kúnstpásu“, í
Hörpu í dag,
þriðjudag,
klukkan 12.15.
Dagskrána kalla þær stöllur
„Móðir – kona – meyja“ og munu
flytja sönglög og aríur til heiðurs
konum og í tilefni þess að á árinu er
öld liðin síðan konur fengu hér
kosningarétt.
Lilja útskrifaðist með hæstu ein-
kunn í mastersprófi frá Konserva-
torium Wien, Privatuniversität í
október síðastliðnum. Hún hefur
tekið þátt í nokkrum sýningum Ís-
lensku óperunnar.
Lilja og Antonía í
Kúnstpásu í dag
Lilja
Guðmundsdóttir
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
AULIKA TOP
Frábær kaffivél fyrir
meðalstór fyrirtæki
4.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!