Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Page 12
FORSETAVAKTIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 S tundum er sagt að vika geti verið langur tími í pólitík. Þá segir það sig sjálft að sautján slíkar eru langur tími, sem bið eftir kosningum eða baráttu, eða í kosningabaráttu. Nýr forseti lýðveldisins verður kjörinn 25. júní, eftir sautján vikur, og því getur margt gerst – og margt á eftir að gerast. Það er næsta víst. Engin er kosningabaráttan hafin í raun þótt nokkrir hafi þegar til- kynnt að þeir ætli að bjóða sig fram og sumir séu jafnvel þó nokkuð áberandi á netinu. Í vikunni var nöfnum þriggja kvenna bætt í hugmyndapottinn. Engin þeirra hefur lýst yfir framboði en allar liggja undir feldi vegna áskorana. Allar þrjár hafa lengi verið áber- andi í samfélaginu um árabil: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, mennta- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Íslands, og Sigrún Stefánsdóttir, útvarps- og sjónvarpskona til margra ára og nú forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Ak- ureyri. Nafn Þorgerðar var fyrst nefnt, á þriðjudaginn, og staðfesti hún þá dvölina undir feldinum. Annað mál átti þó hug hennar í vikunni. Hún skrifaði á Facebook-síðu sína degi síðar: „Pabbi minn er níræður í dag. Þessi listamaður, hestamaður, höfðingi, skáti og töffari, sem er þó fyrst og síðast pabbi, hefur verið mér ómetanlegur styrkur í gegnum tíðina. Mamma og pabbi hafa hvatt okkur systur áfram til að vera sjálf- stæðar og hugrakkar samhliða því að veita okkur hlýju og öruggt heimili. Það er ekki alltaf sjálf- gefið.“ Faðir Þorgerðar er Gunnar Eyjólfsson, einn þekktasti leikari þjóðarinnar til áratuga. Á fimmtudaginn bárust svo nöfn hinna tveggja til þjóðarinnar. Hópur stuðningsmanna Salvarar sendi frá sér áskorun þar sem hún er eindregið hvött til að gefa kost á sér og Sigrún upplýsti í samtali við vikublaðið Akureyri að margir hefðu hvatt hana til að bjóða sig fram. Í yfirlýsingu stuðningsmanna Salvarar segir meðal annars: „Reynsla hennar og menntun hent- ar vel til að sinna af þekkingu og alúð þeim vandasömu verkefnum sem fylgja starfi forseta Íslands.“ Þar segir enn fremur að sem for- stöðumaður Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands þekki hún vel til allra helstu álitamála „þar sem mik- ilvægt er að taka yfirvegaðar ákvarðanir. Hennar helst styrkur liggur meðal annars í því að hún ígrundar vel afstöðu sína til allra mála sem á hennar borð rata“. Nafn Salvarar bar einnig á góma fyrir síðustu forsetakosningar, 2012, en þá ákvað hún að bjóða sig ekki fram. Dr. Sigrún Stefánsdóttir verður sjötug á næsta ári og verður þá að hætta í föstu starfi hjá ríkinu. Hún mun þó halda áfram stundakennslu. „Ég held að samfélagið hafi ekki ráð á því að senda reynslumikið fólk með fulla starfsorku heim í eld- húskrókinn. Ef heilsan og hausinn klikkar ekki ætti fólk að fá að halda áfram. Og ég held að það sé hvort tveggja í lagi hjá mér,“ segir hún í Akureyri vikublaði. „Burtséð frá því finnst mér þessar reglur úrelt- ar. Í Bandaríkjunum er sjötíu ekki lengur viðmiðið – þú hættir þegar þú vilt hætta. Það er athyglisvert að sjá hversu gamlir forseta- frambjóðendur eru þar í landi. Það segir sitt og kannski ætti ég bara að feta í þeirra fótspor!“ segir hún í blaðinu og játar því í framhaldinu að margir hafi ýtt á og hvatt hana til að bjóða sig fram í embætti for- seta Íslands. „En lengra er það ekki komið. Ég hef bara legið undir feldi og metið stöðuna,“ segir Sig- rún Stefánsdóttir. Liggja allir vegir til Bessastaða? Hugsanlegir kven- frambjóðendur áttu sviðið á forsetavaktinni í nýliðinni viku. Enginn þeirra hefur að vísu lýst yfir framboði en skorað hefur verið á allar þrjár Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Margir hafa komið við að Bessastöðum og stundum komið í röð. Margir íhuga nú að bjóða sig þar fram til búsetu næstu fjögur ár og sumir ákveðnir í því. Morgunblaðið/Eggert Nokkrir hafa lýst því yfir að þeir verði í framboði í forseta- kosningunum í sumar og án efa á sá listi eftir að lengjast töluvert ef svo fer sem horfir. Ástþór Magnússon athafna- maður, Hildur Þórðardóttir, heilari og þjóðfræðingur, El- ísabet Kristín Jökulsdóttir rit- höfundur og Sturla Jónsson bíl- stjóri eru öll ákveðin eftir því sem næst verður komist og eru að safna meðmælendum á lista. Auk kvennanna þriggja, sem nefndar eru hér að ofan, hefur formlega verið skorað á Vigfús Bjarna Albertsson, prest á Landspítalanum, og hann er að hugsa sinn gang. Í könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins í janúar naut Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mests fylgis og rithöfund- urinn Ólafur Jóhann Ólafsson kom næstur. Hvorugt hyggst gefa kost á sér. Þorgrímur Þráinsson rithöf- undur gaf í skyn að hann hygði á framboð en hefur ekki endanlega gert upp hug sinn. Ólafur Ragnar Grímsson á kjördag 2012. Hann hefur verið forseti í 20 ár. Morgunblaðið/Eggert LÝÐURINN BÍÐUR SPENNTUR Hve margir fara fram? 17 VIKUR TIL KOSNINGA Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is Við horfum til hafs Sérhæfum okkur í sölu á: Grunnur að góðum viðskiptum • Sjávarútvegsfyrirtækjum • Aflaheimildum • Skipum & bátum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.