Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 12
FORSETAVAKTIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 S tundum er sagt að vika geti verið langur tími í pólitík. Þá segir það sig sjálft að sautján slíkar eru langur tími, sem bið eftir kosningum eða baráttu, eða í kosningabaráttu. Nýr forseti lýðveldisins verður kjörinn 25. júní, eftir sautján vikur, og því getur margt gerst – og margt á eftir að gerast. Það er næsta víst. Engin er kosningabaráttan hafin í raun þótt nokkrir hafi þegar til- kynnt að þeir ætli að bjóða sig fram og sumir séu jafnvel þó nokkuð áberandi á netinu. Í vikunni var nöfnum þriggja kvenna bætt í hugmyndapottinn. Engin þeirra hefur lýst yfir framboði en allar liggja undir feldi vegna áskorana. Allar þrjár hafa lengi verið áber- andi í samfélaginu um árabil: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, mennta- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Íslands, og Sigrún Stefánsdóttir, útvarps- og sjónvarpskona til margra ára og nú forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Ak- ureyri. Nafn Þorgerðar var fyrst nefnt, á þriðjudaginn, og staðfesti hún þá dvölina undir feldinum. Annað mál átti þó hug hennar í vikunni. Hún skrifaði á Facebook-síðu sína degi síðar: „Pabbi minn er níræður í dag. Þessi listamaður, hestamaður, höfðingi, skáti og töffari, sem er þó fyrst og síðast pabbi, hefur verið mér ómetanlegur styrkur í gegnum tíðina. Mamma og pabbi hafa hvatt okkur systur áfram til að vera sjálf- stæðar og hugrakkar samhliða því að veita okkur hlýju og öruggt heimili. Það er ekki alltaf sjálf- gefið.“ Faðir Þorgerðar er Gunnar Eyjólfsson, einn þekktasti leikari þjóðarinnar til áratuga. Á fimmtudaginn bárust svo nöfn hinna tveggja til þjóðarinnar. Hópur stuðningsmanna Salvarar sendi frá sér áskorun þar sem hún er eindregið hvött til að gefa kost á sér og Sigrún upplýsti í samtali við vikublaðið Akureyri að margir hefðu hvatt hana til að bjóða sig fram. Í yfirlýsingu stuðningsmanna Salvarar segir meðal annars: „Reynsla hennar og menntun hent- ar vel til að sinna af þekkingu og alúð þeim vandasömu verkefnum sem fylgja starfi forseta Íslands.“ Þar segir enn fremur að sem for- stöðumaður Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands þekki hún vel til allra helstu álitamála „þar sem mik- ilvægt er að taka yfirvegaðar ákvarðanir. Hennar helst styrkur liggur meðal annars í því að hún ígrundar vel afstöðu sína til allra mála sem á hennar borð rata“. Nafn Salvarar bar einnig á góma fyrir síðustu forsetakosningar, 2012, en þá ákvað hún að bjóða sig ekki fram. Dr. Sigrún Stefánsdóttir verður sjötug á næsta ári og verður þá að hætta í föstu starfi hjá ríkinu. Hún mun þó halda áfram stundakennslu. „Ég held að samfélagið hafi ekki ráð á því að senda reynslumikið fólk með fulla starfsorku heim í eld- húskrókinn. Ef heilsan og hausinn klikkar ekki ætti fólk að fá að halda áfram. Og ég held að það sé hvort tveggja í lagi hjá mér,“ segir hún í Akureyri vikublaði. „Burtséð frá því finnst mér þessar reglur úrelt- ar. Í Bandaríkjunum er sjötíu ekki lengur viðmiðið – þú hættir þegar þú vilt hætta. Það er athyglisvert að sjá hversu gamlir forseta- frambjóðendur eru þar í landi. Það segir sitt og kannski ætti ég bara að feta í þeirra fótspor!“ segir hún í blaðinu og játar því í framhaldinu að margir hafi ýtt á og hvatt hana til að bjóða sig fram í embætti for- seta Íslands. „En lengra er það ekki komið. Ég hef bara legið undir feldi og metið stöðuna,“ segir Sig- rún Stefánsdóttir. Liggja allir vegir til Bessastaða? Hugsanlegir kven- frambjóðendur áttu sviðið á forsetavaktinni í nýliðinni viku. Enginn þeirra hefur að vísu lýst yfir framboði en skorað hefur verið á allar þrjár Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Margir hafa komið við að Bessastöðum og stundum komið í röð. Margir íhuga nú að bjóða sig þar fram til búsetu næstu fjögur ár og sumir ákveðnir í því. Morgunblaðið/Eggert Nokkrir hafa lýst því yfir að þeir verði í framboði í forseta- kosningunum í sumar og án efa á sá listi eftir að lengjast töluvert ef svo fer sem horfir. Ástþór Magnússon athafna- maður, Hildur Þórðardóttir, heilari og þjóðfræðingur, El- ísabet Kristín Jökulsdóttir rit- höfundur og Sturla Jónsson bíl- stjóri eru öll ákveðin eftir því sem næst verður komist og eru að safna meðmælendum á lista. Auk kvennanna þriggja, sem nefndar eru hér að ofan, hefur formlega verið skorað á Vigfús Bjarna Albertsson, prest á Landspítalanum, og hann er að hugsa sinn gang. Í könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins í janúar naut Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mests fylgis og rithöfund- urinn Ólafur Jóhann Ólafsson kom næstur. Hvorugt hyggst gefa kost á sér. Þorgrímur Þráinsson rithöf- undur gaf í skyn að hann hygði á framboð en hefur ekki endanlega gert upp hug sinn. Ólafur Ragnar Grímsson á kjördag 2012. Hann hefur verið forseti í 20 ár. Morgunblaðið/Eggert LÝÐURINN BÍÐUR SPENNTUR Hve margir fara fram? 17 VIKUR TIL KOSNINGA Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is Við horfum til hafs Sérhæfum okkur í sölu á: Grunnur að góðum viðskiptum • Sjávarútvegsfyrirtækjum • Aflaheimildum • Skipum & bátum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.