Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 18
8
Orð og tunga
úr Supplementum Jóns Þorkelssonar. Þar er eitt dæmi um þetta orð, tekið úr Pilti og
stúlku eftir Jón Thoroddsen. Þar stendur í frumútgáfunni 1850 (bls. 113): „dálitill [svo]
snjófölvi varyfir jörðunniíí (sbr. útg. 1951, bls. 101). Orðabók Háskólans hefir einungis
þetta sama dæmi og annað til sem er 100 árum yngra („hið mikla og velræktaða tún fólst
undir snjófölva“). Það er úr frásögn eftir Þórleif Bjamason, „Með Djúpbátnum“, sem
birtist íÁrbók Ferðafélags íslands 1949, bls. 210. Það dæmi er sem sé einnig vestfirskt.
Heimildir um karlky nsorðiðfölvi sem sjálfstætt orð eru miklu fleiri, en þó að þær séu
ekki ýkja gamlar, og flest dæmi yngri en snjófölvi Jóns Thoroddsens, er ljóst að orðið er
ekki nýsprottið um miðja 19. öld. Fyrst verður vart við það í samsetningunni/ó'/va/aw.s',
sem kemur fyrir í guðsorðaþýðingu eftir sr. Guðmund Högnason í Vestmannaeyjum
1777 (Christens Mans rettur og ootaaldrœgur Himins Vegur ... eftir Friedrich Wemer).
En elsta dæmið um að fölvi sé notað sjálfstætt er úr gamanvísu sem Bólu-Hjálmar orti
til séra Sölva Þorkelssonar (1775-1850) (sbr. Eystein Sigurðsson 1987:174). Sölvi var
prestur í Hofstaðaþingum 1807-1850 og bjó lengstum á Hjaltastöðum í Akrahreppi
(Páll Eggert Ólason 1951:390). Vísan heitir Fyrirbón og hljóðar svo (Ritsafn II (1949),
bls. 275):
Yfir hvölfist enginn fölvi
aldinn sóma þinn.
A þér mölvi, síra Sölvi,
satan verkfærin.
Orðalagið („aldinn sóma þinn“) bendir til þess að séra Sölvi hafi verið farinn að
reskjast þegar vísan var ort. Hún er því varla miklu eldri en Piltur og stúlka.
Orðið fölvi er til sem viðliður í allmörgum samsetningum. Elst þeirra er náfölvi, úr
riti frá því laust eftir 1820. Önnur dæmi eru yngri en 1850 og flest miklu yngri. Þau
sem helst vekja athygli era feigðarfölvi, dauðfölvi og dauðafölvi, af því að þau minna
á dauðafölvu Valdimars Asmundssonar úr Fjallkonunni 1900 og birtast flest um svipað
leyti.
Orðabók Háskólans hefir fjögur dæmi um orðið feigðarfölvi, hið elsta úr kvæði
eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882-1906), líklega ort 1903.7 Um orðið dauðfölvi
eru tvö dæmi, bæði úr kvæðum Guðmundar skólaskálds Guðmundssonar (1874—1918),
hið eldra úr Strengleikum, sem komu út 1903, og orðið dauðafölvi er aðeins kunnugt af
einu dæmi úr ritum Kristínar Sigfúsdóttur(1876-1953).
Valdimar Ásmundsson og Guðmundur skólaskáld voru gagnkunnugir og miklir
vinir. Sama árið og Valdimar birti orðið dauðafölva í þýðingunni á „Makt myrkranna"
hófu þeir félagar að birta Alþingisrímur sínar, einnig í Fjallkonunni. Um þær höfðu þeir
svo nána samvinnu að frægt hefir orðið (sbr. Jónas Jónsson 1951). Því er mjög sennilegt
að orð hafi smitast á milli þeirra, beint eða óbeint.
7Kvæðiðer erfikvæði, „Vinarminning"um Friðrik Sigurðsson frá Reistará, skólafélagaskáldsins. Friðrik
dó 22. júlí 1903.