Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 58
48
Orð og tunga
Við vorum undireins í skóla (þ. e. ‘samtímis’ eða ‘saman’)
Hún fermdist undireins og ég (þ. e. ‘við fermdumst saman’)
Ég kom þangað undireins og hann (þ. e. ‘á sama tíma, um leið’ (en ekki
endilega samferða honum))
Enn fremur komust heimildarmenn eitthvað á þessa leið að orði í útskýringum
sínum: Þegar eitthvað fleira en eitt gerðist samtímis, þá var sagt, áð það gerðist undireins.
Eins og áður segir voru umsagnir heimildarmanna nokkuð mismunandi að því er
varðaði hversu algeng þessi merking væri. Skaftfellskur heimildarmaður (í Mýrdal)
taldi þetta algengt fram um 1930. Heimildarmaður í uppsveitum Ámessýslu sagðist
þekkja orðið undireins mætavel í merkingunni ‘samtímis’ og bætti við: Mér finnst það
sé allalgengt hér. Aðrir könnuðust við þetta, enn öðmm kom þetta „ekki ókunnuglega
fyrir“ eða „heyrist nú varla, nema þá hjá gömlu fólki“ o. s. frv.
Ljóst er af þessu að um miðjan 8. áratug síðustu aldar er merkingin ‘samtímis’ í
orðinu undireins vel kunn víða um land enda þótt hún virðist á undanhaldi. Heimildar-
mennirnir að þessum fróðleik vom næstum allir fæddir eftir aldamót, flestir á ámnum
1907-23 og hafa því verið komnir um fimmtugt hinir yngstu og vel fram á sjötugsaldur
hinir elstu. Ekki hefur verið gerð nein könnun á notkun og merkingu orðsins undireins
á allra síðustu árum svo að kunnugt sé. Ef ummæli heimildarmanna hér að framan eru
einhver vitnisburður um gengi orðsins í mæltu máli má ætla að það sé orðið sjaldheyrt
nú í framangreindri merkingu.
3
Algengasta merking orðsins undireins í ræðu og riti í nútímamáli er ‘þegar í stað,
strax’.9 Þessi merking kemur ekki fram fyrr en á síðari tímum en hlýtur að hafa æxlast
út af ‘samtímis’-merkingunni. En sú spurning vaknar hvenær hennar fer að gæta. Hér
eru ekki tök á að tímasetja það nákvæmlega og liggja til þess ýmsar ástæður. Söfn
Orðabókarinnar sýna helst ‘samtímis’-merkinguna og liggur það í eðli orðtökunnar
þar sem orðtökumaðurinn er einkum á höttunum eftir því sem gamalt er, sjaldgæft,
sérkennilegt eða frábrugðið því sem tíðast er í hans eigin máli og samtíðar hans. Af
þeim sökum er oft hætt við því að það, sem er algengt, sjálfsagt og hversdagslegt, verði
út undan og eins konar slagsíða komi á dæmasafnið, þar verði gnótt dæma um hið eldra
og sjaldgæfara en færra um dæmi hins algenga og erfitt að tímasetja hvenær breytingar
á notkun og merkingu verða. Dæmin sýna að þetta er oft raunin. Því verður að fara í
eftirleit, ef svo má að orði komast, til að finna elstu dæmi um orðið í nýrri merkingu
en það kostar nýjan orðtökulestur og slíkt hefur ekki verið unnt nema að litlu leyti enn
sem komið er. Hér verður þó reynt að tilfæra nokkur dæmi sem bráðafangs fundust við
lauslegan leitarlestur og athugun orðabóka.
Orðið undireins er tilgreint í merkingunum ‘strax, þegar í stað; samtímis’ í orðabók
Menningarsjóðs, íslenskri orðabók handa skólum og almenningi (Ámi Böðvarsson
9Við leit í textasafninu fundust á annað hundrað dæmi og eftir textasamhenginu að ráða er merkingin
‘strax, þegar í stað’ einatt á ferðinni.