Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 119
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar
109
Þegar smellt er á einhvern leitarstrengjanna birtast sagnasamböndin með því smáorði
á skjánum með rökliðum sem settir eru fram á sama hátt og í setningargerðarhaus-
unum sem lýst er í kafla 4.1.1 hér að framan. Hvert sagnarsamband er því sjálfstæð
uppflettieining á sama hátt og setningargerðarhausarnir og birtist með sama letri og lit
á skjánum og þeir, þ.e. með skærbláu feitletri. Röðin á sagnasamböndum innan hvers
smáorðs er ekki fastbundin fremur en önnur röð á skýringum í ÍO en sú vinnuregla
er viðhöfð að hafa almennustu setningargerð fremst á svipaðan hátt og í bókinni, t.d.
þannig að ópersónuleg notkun er venjulega aftast. Röðin í taka + fyrir hér á eftir er
nokkuð dæmigerð; þar er sögnin áhrifslaus með forsetningarlið fremst (takafyrir e-ð),
þá er áhrifssögn með ögn (taka e-n fyrir og taka e-ð fyrir) og síðan áhrifssögn með for-
setningarlið með afturbeygðu fornafni. Aftast eru síðan tvö sambönd þar sem frumlagið
er ekki [+lifandi], þ.e. e-ð tekurfyrir e-ð og það tekur fyrir e-ð (ÓP);
taka + fyrir
taka fyrir e-ð
1 láta e-ð ekki viðgangast lengur, afnema, hindra e-ð
2 taka [þvert] fyrir e-ð (þver)neita e-u, fortaka e-ð
3 taka [greiðslu] fyrir e-ð þiggja greiðslu fyrir e-ð
taka e-n fyrir
1 taka e-n til meðferðar, setjast að e-m (á e-n)
2 lögfræði/félagsfræði taka e-n til yfirheyrslu
taka e-ð fyrir
1 taka e-ð á dagskrá (t.d. mál fyrir rétti)
2 fara að vinna að e-u, leggja e-ð fyrir sig
hún tók lögfrœðina fyrir
taka e-ð fyrir sig hefjast handa við e-ð
takafyrir sig verk
e-ð tekur fyrir e-ð e-ð skyggir á e-ð
sandrokið tókfyrir sólu
það tekur fyrir e-ð ÓP e-u lýkur
þá tókfyrir ásóknina þá hætti ásóknin
þá tók fyrir sjóróðra þá hættu veiðar (vegna ótíðar)
Þar sem sagnarsamböndunum er safnað saman aftast í orðsgrein um hverja sögn
óháð merkingarlýsingu í meginmáli og raðað þar í stafrófsröð eftir smáorðum geta
tengslin milli merkingarlega samstæðra fyrirbæra rofnað en við því er brugðist með
millivísunum.29 Þær tengja saman sagnarsambönd sem eru sömu merkingar innan hvers
uppflettiorðs, t.d. þar sem afbrigði eru í notkun forsetninga eins og í kalla (á) eftir e-m:
kalla á eftir e-m —► kalla eftir e-m
kalla eftir e-m, kalla á eftir e-m hrópa til e-s sem er að fara
29í bókinni er reyndar alveg undir hælinn lagt hvort slík tengsl koma fram þar sem samböndunum er
ýmist komið fyrir í meginmáli eða í stafrófsröðuðum lista aftast, jafnvel þannig að sama sambandið er haft á
tveimur stöðum og m.a.s. stundum með tveimur skýringum.