Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 79

Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 79
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu 69 líta til stöðugleika liðanna og gefa stöðugum liðum meira vægi sem flettiorðum en breytilegum liðum (sjá nánar Burger 1989). Þegar orðasambandið kallar á sjálfstæða merkingarskýringu er að öðru jöfnu ástæða til að beita slíkum almennum reglum og velja sambandinu eitt ákveðið flettiorð. Að- alatriðið er þó að sama samband skjóti ekki upp kollinum víðar en á einum stað með ósamræmdum og mismunandi skýringum, eins og talsverð brögð hafa verið að í ís- lenskum orðabókum (sbr. Jón Hilmar Jónsson 1998). 2.1.2 Staða innan orðsgreina Staða orðasambanda innan orðsgreina er háð ýmsum aðstæðum og ekki síst því hvers konar orðasambönd um er að ræða. Orðastæður og ýmis laustengd orðasambönd eru að jafnaði tilgreind í samhengi við merkingarlýsingu orðsins og mynda þannig sjaldn- ast afmarkaða heild innan orðsgreinarinnar. Öðru máli getur gegnt um merkingarlega sjálfstæð orðasambönd, svo sem orðtök. Þar er oft erfitt að rekja merkingu orðasam- bandsins til einstakra merkingarbrigða orðsins og því getur þótt hægara að gera slíkum samböndum sjálfstæð skil. í íslenskum orðabókum er engin skýr hefð í þessu efni. Heiti á ýmsum helstu líkamshlutum mannsins eru meðal virkustu orða í orðasamböndum. Staða orðasambanda undir þeim orðum í íslenskri orðabók (2. útg. 1983) er til marks um það hvernig reynt hefur verið að takast á við þetta viðfangsefni. Undir orðinu munnur er orðasamböndunum skipað undir merkingarliðina og þorri þeirra settur undir merkingarbrigðið „sama líffæri sem aðsetur talfæra" (og er þá vísað til fyrstu merkingar orðsins: „op á höfði manns eða dýrs sem fæðan fer um inn í líkamann, gin, kjaftur, túli“). Undir orðinu nef er orðtökum skipað í sérstakan tölulið án annarrar yfirskriftar en táknsins #, sem í fortexta orðabókarinnar fær skýringuna „afleidd eða huglæg merking". Sami háttur er hafður á í lýsingu orðsins eyra. Við orðið auga er farin sama leið, nema hvað töluliðurinn fær yfirskriftina „í ýmsum öðrum föstum orðasamböndum, meira og minna afleiddum“ (í stað táknsins #). Orðin hönd og fótur skera sig úr þessum hópi með því að þar er orðsgreininni skipt í tvo hluta, þar sem sá síðari er takmarkaður við orðasambönd með forsetningu eða atviksorði og viðkomandi forsetningar og atviksorð tilgreind sem yfirskriftir í stafrófsröð. Drýgstur hluti fastra orðasambanda er settur í þennan flokk en önnur (sem ekki hafa að geyma forsetningu eða atviksorð) eru ýmist felld undir aðalmerkingu orðsins (sambönd eins og e-m fallast hendur, binda hendur e-s) eða skipað undir sérstakan tölulið með „ýmsum afleiddum merkingum“ (svo sem samböndin/ara höllumfœti og þóttfœtur mínir verði kaldir). Notkun stafrófsraðaðra smáorða í orðasamböndum sem flokkunar- og aðgönguþátt- ar innan orðsgreinar er til marks um hve mikilvægt er að geta gengið að orðasamböndum út frá formlegum einkennum, sérstaklega þegar orðsgreinin er löng og efnismikil og orðasambönd skipa mikið rúm í lýsingunni. Slík efnisskipan er alþekkt í lýsingu sagna og má heita ráðandi í sagnlýsingu íslenskra orðabóka þegar um gildar og efnismiklar sagnir er að ræða. Orðasambönd verða þannig mjög fyrir þeim árekstri sem óhjákvæmilega verður milli merkingarlegra og formlegra eiginda sem flokkunar- og röðunarþátta í orðlýs- ingu. Þetta kemur einkar skýrt fram í ýmsum tvímála orðabókum þar sem íslenska er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.