Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 98
88
Orð og tunga
efninu fyrir á skjá. 14. kafla er síðan gerð grein fyrir sagnlýsingunni á diskinum og í 5.
kafla eru lokaorð.
2 Af útgáfusögu ÍO
ÍO kom fyrst út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1963 og ritstjóri og aðalhöfundur var
Árni Böðvarsson (1924-1992). Bókin var endurútgefin af sama útgefanda 1983 með
allmiklum breytingum. Mál og menning eignaðist útgáfurétt að bókinni 1992 og síðan
hefur bókin verið endurprentuð nokkrum sinnum. Störf við nýja útgáfu 10 hjá Máli
og menningu hófust 1995 og kom verkið út á geisladiski í nóvember 2000. Ritstjóri 3.
útgáfu ÍO, tölvuútgáfu, er Mörður Árnason en aðrir starfsmenn við ritstjórn voru Þórdís
Ulfarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Laufey Leifsdóttur, auk höfundar þessarar greinar sem
var sérfræðingur við verkið af hálfu Orðabókar Háskólans frá 1997. Um tildrög verksins
og markmið má lesa í grein Marðar Árnasonar í Orði og tungu 4 (1998) og á vefsíðu
Eddu hf. (http://ord.is) en diskurinn kom út eftir sameiningu Máls og menningar og
Vöku-Helgafells undir nafni Eddu.
Breytingar í 3. útgáfu ÍO, tölvuútgáfunni, eru að sumu leyti smávægilegar en að
öðru leyti umtalsverðar. I þessari útgáfu var ekki ætlunin að endurskoða allan texta
bókarinnar og það hefur ekki verið gert nema þar sem það reyndist óhjákvæmilegt
vegna þeirra breytinga á formi sem flutningurinn af bók á disk hafði í för með sér.
Að stofni til er orðabókartextinn því hinn sami og í 2. útgáfu, þ.e. orðaforði, skýringar
o.þ.h. Algjör endurskoðun var þó gerð á nokkrum efnisflokkum, sjá grein Þórdísar
tílfarsdóttur í þessu riti. Breytingar á framsetningu textans eru hins vegar verulegar
enda eru miðlarnir tveir sem hér koma við sögu býsna ólíkir og hvor þeirra um sig gerir
kröfur um framsetningu og setur henni skorður á sinn hátt. Að auki gefst tækifæri til
viðbóta á diski þar sem engin ástæða er til þess að takmarka umfang efnisins þar á sama
hátt og í prentaðri bók.
2.1 Skorðurnar sem miðillinn setur í prentútgáfu ÍO
Allir orðabókarmenn þekkja vel þau vandkvæði sem fylgja því að þjappa orðabókartexta
nægilega saman þannig að orðabókin verði ekki of stór og þar með of dýr. Margar
kenningar í hefðbundinni orðabókarfræði eiga sér grunn í þessum takmörkunum og
miðast við að finna leiðir til að skilgreina og skipuleggja efni orðabóka þannig að
það komi notandanum að sem bestum notum í eins samþjöppuðu formi og nokkur
vegur er. Þessi stefna hefur bæði áhrif á form og innihald orðabóka og ÍO er þar
engin undantekning. Eg mun nú drepa á fjögur atriði af þessu tagi sem athuga þurfti
sérstaklega þegar efnið var fært á nýjan miðil, þ.e. samþjöppun í letri og uppsetningu,
stöðlun uppflettimynda, takmarkanir á rými sem skýringum og dæmum er ætlað og þær
væntingarsem gerðar eru til kunnáttu notandans í bókinni.