Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 134
124
Orð og tunga
dæmum fjölgar í gagnagrunninum sem skráin er geymd í. Ef dæmi um orð finnst ekki í
tölvunni er alltaf er hægt að fara og fletta í sjálfum seðlunum, en það er ákaflega seinleg
vinna.
Þjóðháttatextar
Á 7. áratugnum var byijað að senda út um landið spumingalista á vegum Þjóðminja-
safnsins. Spumingarnar snertu t.d. búskaparhætti, ýmsar hefðir og siði, helgihald o.fl.
Svör manna hafa verið tölvuskráð og er skipt niður í nokkra tugi efnisflokka sem ég hef
haft aðgang að hjá Orðabók Háskólans. Þeir flokkar sem hafa einkum nýst mér við þetta
verkefni em brauðgerð, eldhús, fjallagrös, matargerð og matur. Þama er samankomin
mikil vitneskja um gamla matarhætti þjóðarinnar og er hún ómetanleg þegar vega þarf
og meta orðabókarskýringar við matartegundir sem nútímamenn þekkja ekki af eigin
raun en vora vel þekktar eða algengar áður fyrr. Dæmi um slík matarorð emfarðasmjör,
grasaystingur, heilastappa, hleypiostur, lýsisbrœðingur og mörflot.
Gamla efnið - breytingar
Nú mætti spyrja: þarf eitthvað að vera að breyta matarorðunum í Islenski orðabók -
burtséð frá því að bæta við nýjum orðum? Eru skýringarnar ekki nógu góðar eins og
þær eru?
Því er til að svara að margar skýringar væri hægt að færa til talsvert betri vegar í
bókinni. Sumar þeirra hafa fullgamaldags yfirbragð, aðrar em ónákvæmar eða óþarflega
knappar, enn aðrar verða að teljast ankannalegar. Mun ég bregða upp nokkrum dæmum
um þetta.
Dæmi um skýringu sem ekki hljómar sérlega nútímalega er:
matarolía kv feitiolía, framleidd úr aldinum olíutrésins
Endurskoðuð hljóðar skýringin svo:
matarolía kv fljótandi plöntufeiti, unnin t.d. úr ólífum eða sólblómafræjum
Önnur skýring sem einnig er harla gamaldags er:
undanrenna kv mjólk sem rennt hefur verið undan rjóma í stöðnu trogi
eða skilin frá rjóma í skilvindu
íslensk orðabók gefur engar upplýsingar um hvað staðið trog merkir, það orðasamband
er hvorki að finna undir standa, staðinn né trog. Látlausari skýring og réttari við
nútímaaðstæðurer eitthvað á þessa leið:
undanrenna kv hinn fitusnauði hluti mjólkur sem verður eftir þegar rjóm-
inn er skilinn frá