Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 60
50
Orð og tunga
4
Hér að framan var þess getið að orðið undireins muni vera tökuorð, innlend myndun
þess lægi ekki í augum uppi, forsetningin undir stýrði ekki eignarfalli og um liðfellda
orðskipan væri ekki að ræða. í áðurnefndri ritgerð sinni bendir Veturliði Oskarsson á
hina miðlágþýsku fyrirmynd. í miðlágþýskri orðabók (Liibben 1965:430) undir fletti-
orðinu under segir m. a.: ... u[nder] énes, éniges, ein, ununterbrochen, hinter einander,
in einer Reihe. í þessari orðabók er ‘samtímis’-merkingarinnar ekki getið en auðvelt er
að sjá að það sem kemur ‘í röð, hvert á eftir öðru, óslitið’ verði ‘samtímis’. Enn fremur
má geta þess að orðasambandið under et kemur fyrir í eldri dönsku í merkingunni
‘sammenhængende, uafbrudt (Kalkar 4,1902-1907:652) og er þar vísað til under enes
í miðlágþýsku.
5 Útúrdúr um stafsetningu
Hér á undan hefur komið fram að ríkjandi ritháttur orðsins undireins hefur lengst af
verið undir eins, þ. e. orðið, eða öllu heldur orðasambandið, er ritað í tvennu lagi
eins og algengt er um smáorð og smáorðasambönd. Þessi ritháttur er ráðandi í elstu
heimildum og helst á öllum öldum fram á okkar daga. Hann er einhafður í orðabókum
þar til orðabók Blöndals kemur út en þar er reyndar vísað úr rithættinum undireins í
undir eins og orðið skýrt þar. í orðabók Menningarsjóðs frá 1963 er öfugt farið að en í
útgáfunni frá 1983 er skýringu að finna á báðum stöðum. í Réttritunarorðabók handa
grunnskólum undir ritstjórn Baldurs Jónssonar (1989) er einungis að finna ritháttinn
undireins og sömu sögu er að segja um Stafsetningarorðabók með skýringum eftir
Halldór Halldórsson (1994).
Rithátturinn undir eins er í samræmi við þá meginreglu sem enn ríkir í sambandi
við rithátt smáorða og orðasambanda. Þau eru rituð samkvæmt uppruna, þ. e. hvert
einstakt orð sér í lagi. Þar sem reglur leyfa að slegið sé saman í eitt orð má segja að um
undantekningu sé að ræða. Hugmyndin sem hér býr að baki er væntanlega sú að smáorð
niyndi ekki samsett orð í venjulegum skilningi þó að þau séu setningarfræðilega ein
heild. Hins vegar er nokkurtilhneiging til að slá ýmsu af þessu saman í riti enda stuðlar
framburður oft að slíku auk setningarfræðilegrar tilfinningar. En framburður orðsins
undireins er oft eins og um tvö orð væri að ræða, /undir’eins/.11 Hér er því komið á
framfæri hvort ekki sé í samræmi við meginreglur í stafsetningu að rithátturinn undir
eins væri aðal-ritháttur en hins vegar væri rithátturinn undireins leyfður vegna þess að
hann er orðinn svo algengur í ritmáli.
6 Heimildaskrá
Ámi Böðvarsson. 1963. íslenzk orðabók handa skóluni og almenningi. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík.
HStundum er jafnvel eins og r-ið fylgi seinni hlutanum,/undi’reins/, ogfer þáað vandast umritháttinn!