Orð og tunga - 01.06.2001, Page 60

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 60
50 Orð og tunga 4 Hér að framan var þess getið að orðið undireins muni vera tökuorð, innlend myndun þess lægi ekki í augum uppi, forsetningin undir stýrði ekki eignarfalli og um liðfellda orðskipan væri ekki að ræða. í áðurnefndri ritgerð sinni bendir Veturliði Oskarsson á hina miðlágþýsku fyrirmynd. í miðlágþýskri orðabók (Liibben 1965:430) undir fletti- orðinu under segir m. a.: ... u[nder] énes, éniges, ein, ununterbrochen, hinter einander, in einer Reihe. í þessari orðabók er ‘samtímis’-merkingarinnar ekki getið en auðvelt er að sjá að það sem kemur ‘í röð, hvert á eftir öðru, óslitið’ verði ‘samtímis’. Enn fremur má geta þess að orðasambandið under et kemur fyrir í eldri dönsku í merkingunni ‘sammenhængende, uafbrudt (Kalkar 4,1902-1907:652) og er þar vísað til under enes í miðlágþýsku. 5 Útúrdúr um stafsetningu Hér á undan hefur komið fram að ríkjandi ritháttur orðsins undireins hefur lengst af verið undir eins, þ. e. orðið, eða öllu heldur orðasambandið, er ritað í tvennu lagi eins og algengt er um smáorð og smáorðasambönd. Þessi ritháttur er ráðandi í elstu heimildum og helst á öllum öldum fram á okkar daga. Hann er einhafður í orðabókum þar til orðabók Blöndals kemur út en þar er reyndar vísað úr rithættinum undireins í undir eins og orðið skýrt þar. í orðabók Menningarsjóðs frá 1963 er öfugt farið að en í útgáfunni frá 1983 er skýringu að finna á báðum stöðum. í Réttritunarorðabók handa grunnskólum undir ritstjórn Baldurs Jónssonar (1989) er einungis að finna ritháttinn undireins og sömu sögu er að segja um Stafsetningarorðabók með skýringum eftir Halldór Halldórsson (1994). Rithátturinn undir eins er í samræmi við þá meginreglu sem enn ríkir í sambandi við rithátt smáorða og orðasambanda. Þau eru rituð samkvæmt uppruna, þ. e. hvert einstakt orð sér í lagi. Þar sem reglur leyfa að slegið sé saman í eitt orð má segja að um undantekningu sé að ræða. Hugmyndin sem hér býr að baki er væntanlega sú að smáorð niyndi ekki samsett orð í venjulegum skilningi þó að þau séu setningarfræðilega ein heild. Hins vegar er nokkurtilhneiging til að slá ýmsu af þessu saman í riti enda stuðlar framburður oft að slíku auk setningarfræðilegrar tilfinningar. En framburður orðsins undireins er oft eins og um tvö orð væri að ræða, /undir’eins/.11 Hér er því komið á framfæri hvort ekki sé í samræmi við meginreglur í stafsetningu að rithátturinn undir eins væri aðal-ritháttur en hins vegar væri rithátturinn undireins leyfður vegna þess að hann er orðinn svo algengur í ritmáli. 6 Heimildaskrá Ámi Böðvarsson. 1963. íslenzk orðabók handa skóluni og almenningi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík. HStundum er jafnvel eins og r-ið fylgi seinni hlutanum,/undi’reins/, ogfer þáað vandast umritháttinn!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.