Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 30
20
Orð og tunga
koltvíoxíð, koldíoxíð eða koltvísýringur. Þar virðist, eins og oft í svipuðum tilvikum,
vera háð geðþótta eða sérvisku hvers og eins hvaða orð verður fyrir valinu hverju sinni.
Til að létta störfin við samræmingu íðorðanna voru útbúnir samræmingarorðalistar.
Þar kom fram hvaða orð skyldu vera aðalflettiorð og hvaða orð samheiti og síðan var
bætt við listana eftir því sem leið á verkið. Þá kom oft í ljós að orð, sem valið hafði
verið sem aðalflettiorð, varð að víkja fyrir öðru til að hægt væri að samræma orðnotkun
milli greina. Misræmið í íðorðanotkuninni tafði gerð bókarinnar því að ekki kom í ljós
hvaða orð væru algengust fyrr en líða tók á verkið.
Örnefni og önnur sérnöfn
Akveða þurfti hvemig fara skyldi með erlend ömefni og önnur sémöfn, orð sem eru
dregin af þeim og samsett orð þar sem einn orðhlutinn er erlent sérnafn.
Meginvandinn við uppsetningu ömefna var hvort nota skyldi íslenskan eða upp-
runalegan rithátt. Akveðið var að skipta heitunum í fjóra meginflokka, þ.e. gamalgróin
íslensk heiti, t.d. Þrándheimur, Kaupmannahöfn og Hjaltland, heiti með íslenskum
orðhlutum, t.d. Seychelleyjar1 og St. Lawrencefljót, heiti þar sem ritháttur hefur verið
lagaður að íslensku, t.d. Búrúndí og Akvitanía, og heiti sem eru notuð óbreytt, t.d.
Queens og Rambouillet.
Settur var saman listi yfir örnefnin til að samræma rithátt í bókinni, ekki síst á kort-
unum. Þegar um vafatilvik var að ræða við gerð hans var reynt að velja þann rithátt sem
líklegast væri að fólk fletti upp. Stuðst var við allar fáanlegar íslenskar heimildir, einkum
landabréfabækur Námsgagnastofnunar og gögn frá utanríkisráðuneytinu. Skömmu eftir
að listinn var gerður kom út bókin Orðalykill eftir Ama Böðvarsson, málfarsráðunaut
Rflcisútvarpsins. f henni er örnefnalisti sem fjölmiðlar vom fljótir að notfæra sér. Ekki
var hægt að breyta um stefnu í Alfrœðiorðabókinni en bók Árna var höfð til hliðsjónar
og heitin úr henni gefin sem samheiti, eftir því sem unnt var, ef þau voru frábmgðin
þeim sem ritstjóm hafði þegar valið.
í öðmm greinum gildir svipuð flokkun um rithátt sémafna og afleiddra orða þeirra.
Sem dæmi má taka enska eðlisfræðinginn Isaac Newton og orð sem em dregin af nafni
hans. Eftimafn hans er ritað óbreytt t íslenskum texta, Newton. Hringimirsem við hann
em kenndir, newtonshringir, em hafðir með sama rithætti en með litlum upphafsstaf, og
mælieiningin, sem einnig er kennd við hann, er rituð njúton, þ.e. með litlum upphafsstaf
og aðlöguðum rithætti.
Stafsetning
Stafsetningin var kapítuli út af fyrir sig. Að fenginni reynslu af gerð orðabóka vissu
ritstjórar þegar í upphafi verksins að sum atriði, sem snertu íslenskt mál, gætu tafið
verkið og að setja yrði reglur um þau strax í stað þess að ljalla um hvert einstakt atriði
hverju sinni. Sem dæmi má nefna hvenærrita skuli stóran eða lítinn staf, hvemig skipta
'Ritað Seychelleseyjarí Ensk-íslenskri ríkjaskrá fslenskrar málnefndar frá 1997.