Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 121
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu Islenskrar orðabókar
111
bragga sig —► braggast
braggast MM
• ná sér, fitna, hressast, þroskast, þrífast
œrnar fitna og braggast
Það að gera sagnarsambönd og setningargerðir að uppflettieiningum með sjálfstæð-
um skýringum þjónar þeim tilgangi að brjóta orðabókartextann upp í smærri einingar
sem hægt er að fá yfirsýn yfir á skjánum, eins og lögð hefur verið áhersla á hér að
framan. I löngum orðsgreinum veitir ekki af og til dæmis um það má nefna að í sögn-
inni taka eru 26 sjálfstæðir liðir eða orðabókareiningar (sagnarsambönd og undirskipuð
orðasambönd) sem settir eru upp undir sagnasamböndum með smáorðinu upp. Þar af
eru sex merkingar um taka e-ð upp, sbr. taka upp nýjan sið, taka upp kartöflur, taka e-ð
upp aftur (þ.e. ‘endurtaka e-ð’), taka upp útvarpsþátt o.s.frv. Segja má að sagnasam-
bönd af þessu tagi (þ.e. agnarsagnir) séu sjálfstæð les enda verða þau ekki skýrð nema
sem heild.31
4.3 Aðrar breytingar á sagnlýsingunni
Þær breytingar á sagnlýsingunni í 3. útgáfu ÍO sem hér hefur verið lýst eru kerfisbreyt-
ingar sem gerðar hafa verið frá 2. útgáfu og byggjast á því að rökliðir sagna eru settir
fram sem hluti uppflettieininganna, ýmist í setningargerðarhausum eða forsetningarlið-
um. Ýmsar lagfæringar voru einnig gerðar á orðabókartextanum en talsvert ósamræmi
kom í Ijós þegar farið var að bera saman uppsetningu á sambærilegum sögnum í gagna-
grunninum. Þetta misræmi er af ýmsu tagi og verður nú greint frá helstu atriðum sem í
ljós komu en mikið verk er enn óunnið í samræmingu á þessu efni.
4.3.1 Lagfæringar á skýringum
í gagnagrunni er auðvelt að skoða orð sem hafa sameiginlegan orðhluta en við slíka
athugun koma víða fram ósamstæðar skýringar milli skyldra flettiorða, svo sem í grunn-
sögn og samsettum sögnum sem myndaðar eru af henni. Ekki var markvisst leitað að
slíku efni en talsvert var samt lagfært og þá jafnvel bætt inn flettiorðum þar sem þau
vantaði í bókina, t.d. orðum sem notuð voru í skýringum á samstofna orðum. Sem dæmi
um þetta má nefna sögnina skammkala en skýringin við hana í bókinni er skaðkala sem
ekki er uppflettiorð þar. Þarna var skýringin við fyrra orðið lagfærð (‘e-n kelur illa’)
og síðara orðinu bætt við með samheitinu skammkala. Skýringarorðaforðinn í verkinu
og samhengið á milli skýringa í tengdum orðum er reyndar meðal þess sem athuga
þarf sérstaklega en talsvert er um hringskýringar í verkinu og einnig er fjöldi orða sem
ekki eru uppflettiorð notuð í skýringum. Sjálfur skýringarorðaforðinn er í raun sérstakt
rannsóknarefni en hann virðist í raun óheftur, m.a.s. þannig að fornyrði og sjaldgæf orð
31Ekki eru þóöll smáorðmeð sögnumf 3. útgáfu sett uppmeð þessum hætti en eins ogfram kemurt kafla
4.1.2 hér að framan er talsvert um setningargerðardæmi með sagnarsamböndum í verkinu, t.d. krauma yfir
(undan) e-u. Þessari aðferð er beitt þegar fjölbreytni f sagnasamböndum er mikil og heppilegra þykir að setja
þau fram sem dæmi en sem hausa.