Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 110
100
Orð og tunga
í ÍO. Þá var leitað að dæmum í orðstöðulyklum og textasafni Orðabókarinnar en í
því eru yfir 24 milljónirlesmálsorða. Þegar tölvutæku efni sleppti var leitað í seðlasöfn
Orðabókarinnar, bæði í þann hluta ritmálssafnsins sem ekki var innsleginn þegar vinnan
stóð yfir (þ.e. sagnir sem fá dæmi eru um og sagnir í síðasta hluta stafrófsins) og í
talmálssafnið, eftir því sem tími vannst til. Frá upphafi var ljóst að ekki yrði leitað til
þrautar að öllum setningargerðum um hverja sögn enda er lýsing sem byggist á slíku
efni mun viðameiri en stefnt var að í verkinu. Takmarkið í 3. útgáfu var m.ö.o. að
notandinn gæti fundið lýsingu á dæmigerðri notkun sagna í nútímamáli, fall á frumlagi
og andlögum og helstu forsetningarliði og í því skyni var bætt við miklu efni þótt enn
megi bæta um betur og stoppa í göt og þetta verk verði í raun seint fullunnið.
Upplýsingarum setningargerð eru settar fram með þrennu móti, þ.e. í setningargerð-
arhausum sem fá sjálfstæðar skýringar, í setningargerðardæmum (‘dauðum dæmum’)
sem fylgja skýringu á uppflettiorðinu og í raunverulegum dæmum og verður nú sagt frá
hvernig þetta er notað.
4.1.1 Setningargerðarhausar
Setningargerðarhaus er framsetning á orðabókareiningu (þ.e. efni sem fletta má upp) þar
sem rökliðir eru látnir fylgja flettiorði og skýringar settar upp í samræmi við það, með
rökliðum. 1 setningargerðarhausum sagnar birtast því flokkunarrammar hennar. Eins
og áður segir eru litir notaðir á skjánum og eru setningargerðarhausarnir feitletraðir og
skærbláir en hér eru þeir aðeins feitletraðir:
aftra e-u hindra e-ð
e-u afléttir e-ð hættir, e-u linnir
e-m batnar e-r nær sér (af veikindum)
kurta sig halda sér til
Notaðar eru hefðbundnar skammstafanir fyrir rökliði, á svipaðan hátt og í bókinni (e-r
f. einhver, e-n f. einhvem o.s.frv.) og látið er duga að sýna andlög ef frumlag er í
nefnifalli og ekki er talið skipta máli hvort það á við lifandi veru eða dauðan hlut, eins
og í aftra e-u og hindra e-ð.22 Greint er á milli þáttanna [ilifandi] með e-r/e-ð, e-m/e-u
o.s.frv. þar sem þess er þörf og af setningargerðarhausunum í dæmunum hér á undan
sést því að frumlagið í e-u afléttir er ekki lifandi vera og frumlagið í e-m batnar getur
ekki verið dauður hlutur. I þessu tilfelli er munurinn ljós en svo er ekki alltaf og er
þá oft látið duga að setja setningargerðarhausinn upp í nafnhætti en einnig kemur fyrir
að algengasta mynd sé látin ráða. Mat orðabókarmannsins ræður þama í hvert sinn.
Afturbeyging sést líka í setningargerðarhausnum (sbr. kurta sig hér á undan en sögnin
er alltaf afturbeygð) og einnig er hægt að sýna að tiltekin merking eða formgerð er
bundin fleirtölu, t.d. í gagnverkandi sögnum o.fl.:
22Sögnin aftra virðist reyndar fremur höfð með [-flifandi] frumlagi en í ritmálssafni Orðabókarinnar
eru samt dæmi um annað: stjórnarskrá ... aftri framförum. Frumlagið með sögninni hindra virðist vera
fjölbreytilegra.