Orð og tunga - 01.06.2001, Page 110

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 110
100 Orð og tunga í ÍO. Þá var leitað að dæmum í orðstöðulyklum og textasafni Orðabókarinnar en í því eru yfir 24 milljónirlesmálsorða. Þegar tölvutæku efni sleppti var leitað í seðlasöfn Orðabókarinnar, bæði í þann hluta ritmálssafnsins sem ekki var innsleginn þegar vinnan stóð yfir (þ.e. sagnir sem fá dæmi eru um og sagnir í síðasta hluta stafrófsins) og í talmálssafnið, eftir því sem tími vannst til. Frá upphafi var ljóst að ekki yrði leitað til þrautar að öllum setningargerðum um hverja sögn enda er lýsing sem byggist á slíku efni mun viðameiri en stefnt var að í verkinu. Takmarkið í 3. útgáfu var m.ö.o. að notandinn gæti fundið lýsingu á dæmigerðri notkun sagna í nútímamáli, fall á frumlagi og andlögum og helstu forsetningarliði og í því skyni var bætt við miklu efni þótt enn megi bæta um betur og stoppa í göt og þetta verk verði í raun seint fullunnið. Upplýsingarum setningargerð eru settar fram með þrennu móti, þ.e. í setningargerð- arhausum sem fá sjálfstæðar skýringar, í setningargerðardæmum (‘dauðum dæmum’) sem fylgja skýringu á uppflettiorðinu og í raunverulegum dæmum og verður nú sagt frá hvernig þetta er notað. 4.1.1 Setningargerðarhausar Setningargerðarhaus er framsetning á orðabókareiningu (þ.e. efni sem fletta má upp) þar sem rökliðir eru látnir fylgja flettiorði og skýringar settar upp í samræmi við það, með rökliðum. 1 setningargerðarhausum sagnar birtast því flokkunarrammar hennar. Eins og áður segir eru litir notaðir á skjánum og eru setningargerðarhausarnir feitletraðir og skærbláir en hér eru þeir aðeins feitletraðir: aftra e-u hindra e-ð e-u afléttir e-ð hættir, e-u linnir e-m batnar e-r nær sér (af veikindum) kurta sig halda sér til Notaðar eru hefðbundnar skammstafanir fyrir rökliði, á svipaðan hátt og í bókinni (e-r f. einhver, e-n f. einhvem o.s.frv.) og látið er duga að sýna andlög ef frumlag er í nefnifalli og ekki er talið skipta máli hvort það á við lifandi veru eða dauðan hlut, eins og í aftra e-u og hindra e-ð.22 Greint er á milli þáttanna [ilifandi] með e-r/e-ð, e-m/e-u o.s.frv. þar sem þess er þörf og af setningargerðarhausunum í dæmunum hér á undan sést því að frumlagið í e-u afléttir er ekki lifandi vera og frumlagið í e-m batnar getur ekki verið dauður hlutur. I þessu tilfelli er munurinn ljós en svo er ekki alltaf og er þá oft látið duga að setja setningargerðarhausinn upp í nafnhætti en einnig kemur fyrir að algengasta mynd sé látin ráða. Mat orðabókarmannsins ræður þama í hvert sinn. Afturbeyging sést líka í setningargerðarhausnum (sbr. kurta sig hér á undan en sögnin er alltaf afturbeygð) og einnig er hægt að sýna að tiltekin merking eða formgerð er bundin fleirtölu, t.d. í gagnverkandi sögnum o.fl.: 22Sögnin aftra virðist reyndar fremur höfð með [-flifandi] frumlagi en í ritmálssafni Orðabókarinnar eru samt dæmi um annað: stjórnarskrá ... aftri framförum. Frumlagið með sögninni hindra virðist vera fjölbreytilegra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.