Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 12

Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 12
2 Orð og tunga fölvi. Sérstaklega verður svo litið til þeirra samsetninga þar sem eitthvert þessara orða er viðliður, einkum með forliðinn snjá-, snjó- eða snœ-. Öll þessi orð, og raunar fleiri, eru leidd af stofni lýsingarorðsins fölur < fglr, sbr. gamlar beygingarmyndir með v-i, svo sem fölvan, fölvir o.fl., sem eitthvað tíðkast raunar enn. II Um nafnorðið/ö'/va Svo er að sjá sem orðið fölva hafi farið fram hjá öllum höfundum handbóka og öðrum sem um wön-stofna hafa fjallað sérstaklega, enda hefir það ekki fundist sem sjálfstætt orð, aðeins sem viðliður í tveimur samsetningum, snœfölva og dauðafölva, og þær eru báðar stakorð, annað gamalt, hitt ungt. Að þessu leyti hefir orðið dulist mönnum og er þó haft sem flettiorð í sumum fornmálsorðabókum með tilvísun til orðsins snœfölva (Fritzner; Heggstad). A hinn bóginn má segja að það hafi legið á glámbekk síðan á 13. öld því að það er að finna í Laxdæla sögu sem allir fræðimenn hafa einhvem tímann lesið. I 46. kapítula Laxdœlu er sagt frá því er Ósvífur Helgason og hans fólk sótti haust- boð Ólafs páa í Hjarðarholti. Þegar gestir voru farnir aftur til síns heima kom í ljós að horfið var sverð Kjartans Ólafssonar, konungsnautur. Hjarðhyltingar fóru að leita þess og fundu í feni nokkru, sem síðan heitir Sverðskelda. Það létti mönnum leitina að unnt var að rekja slóð Þórólfs Ósvífurssonar. Svo segir í sögunni (íslenzk fomrit 5, 141); Þá nótt áðr hafði fallit lítil snæfglva, svá at sporrækt var. Þessi litla snæfölva dugði til þess að Kjartan endurheimti sverð sitt. Sú endurheimt kom að vísu fyrir lítið því að konungsnaut bar Kjartan ekki þegar mest lá við; en það er önnur saga. Sem fyrr segir er þetta dæmi úr Laxdœlu hið eina sem kunnugt er um notkun nafnorðsins snœfölva ‘snjóföl’. Annað er ekki að hafa í prentuðum fornmálsorðabók- urn (sbr. Fritzner, Cleasby-Vigfússon) og ekki heldur í söfnum orðabókar Ámanefndar í Kaupmannahöfn.2 Orðabók Háskólans hefir engin dæmi unt nafnorðið snœfölva, og það er ekki heldur að finna í prentuðum orðabókum um mál síðari alda. Undantekning er orðabók Blöndals, en þar er hvorki getið notkunardæmis né heimildar. Líklegast er að orðið sé þangað komið úr orðabók Eiríks Jónssonar (sbr. formála Orðabókar Blöndals, bls. VII), en orðaforðinn þar er að stofni til sá sami og í orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar svo að þetta er að öllum líkindum ekki annað en Laxdæludæmið. Orðið dauðafölva mun aldrei hafa komist í prentaða orðabók og er einungis þekkt af einu dæmi eftir tilvísun í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Það er úr Fjallkonunni 1900, nánara tiltekið úr hinni frægu framhaldssögu um Dracula, „Makt myrkranna“, eftir Bram Stoker. Þar segir (51. tbl., bls. 3); „og þó hann væri fölur, sýndist mér það ekki 2Ordbog over det norrdne prosasprog. Ég þakka Þorbjörgu Helgadóttur cand. mag. fyrir að hyggja að þessu orði fyrir mig í söfnum orðabókarinnar í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.