Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 14

Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 14
4 Orð og tunga 1847. Á þessum stað er nokkurn veginn orðrétt tekið upp úr handritinu, þar sem svo er að orði komist: „fallið var föl á sléttlendið, enn ei hafði fest snjó í fjallinu sjálfu“ (Lbs. 656, 4to). Dæmið segir því lítið um málvenju Þorvalds.3 I orðabók Blöndals er einnig að finna hvorugkynsorðið snœföl sem ekki er vitað um annars staðar. Hvorki er getið heimildar né notkunar og ekki heldur á orðabókar- seðlinum. Athygli vekur að sá sem skrifaði hann hefir talið þetta orð vera kvenkyns og auðkennt það með „f.“, og síðan hefir einhver annar strikað yfir það og ritað „n.“ í staðinn. Þetta er eins og við orðiðföl. Eftir þessu að dæma hefir einhver af starfsmönn- um orðabókarinnar (um 1910-20) talið/ó'/ og snœföl vera kvenkyns. Hitt er svo annað mál að það er ráðgáta hvaðan orðmyndin snœföl er komin í orðabók Blöndals. Hún er í sjálfu sér fyllilega eðlilegt orð, ekki síður en snjóföl og snjáföl (sem kunnugt er af einu dæmi frá 17. öld), en undarlegt er að hennar verður hvergi annars staðar vart. Því fer að vakna grunur um að snœföl, sem fyrst er kallað kvenkyns á seðlinum, sé e.k. endurómur af gamla orðinu snœfölva. En vitanlega er það ágiskun ein. Því er enn við þetta að bæta að í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru 12 samsetn- ingar sem enda á -föl: drífuföl, fannarföl, fannföl, frostföl, lognföl, nœturföl, skóvarpa- föl, skóvarpsföl, snjáföl, snjóföl, sólarföl og útmánaðaföl. Um hvert þessara orða er aðeins eitt dæmi, nema um snjóföl. Þar eru dæmin 21. Vert er að athuga öll orðin með hliðsjón af kyngreiningu. Ef litið er fyrst á þau 11 sem koma aðeins einu sinni fyrir, reynast þau öll vera frá 19. og 20. öld nema snjáföl sem er langelst. Það er úr Vallaannál um árið 1684, og verður aldurs og heimkynna vegna að teljast hvorugkynsorð þótt dæmið skeri ekki úr. Einungis þrjú orð af 11 eru sýnilega hvorugkyns, frostföl, lognföl og sólarföl. Sér- staka athygli vekur orðið sólarföl. Það er úr ljóðabók eftir Matthías Johannessen (Fagur er dalur (1966), bls. 105): „Við sjáum ekkert sólarföl til heiða / né söngvaþröst". En tæpum 20 árum síðar notar Matthías orðiðföl í kvenkyni eins og áðan var minnst á. Það er í smásögunni „Konungur af Aragon“, sem birtist í Andvara 1985 (bls. 124): „Jörð var marauð en breyttist skyndilega og það mátti sjá sporin í hjamhvítri fölinni“. Af öðmm dæmum verður ekki ráðið hvert kynið er. Á orðabókarseðlunum em sex orðanna talin hvorugkyns, og er það ekki grunsamlegt, en tvö em sögð kvenkyns, nœturföl og útmánaðaföl, og það þarf nánari athugunar við. Dæmið um nœturföl er fengið úr smásögunni Dyr í vegginn (1958) eftir Guðmund Böðvarsson (1904-1974), bls. 67: „en í baksýn var fjaran og Höfðinn, næturföl að þiðna í hlíðum, blár himinn og víkin græn“. Guðmundur var Vestlendingur sem kunnugt er og bjó á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Sonur skáldsins, Böðvar Guðmundsson, rithöfundur og íslenskufræðingur, var spurður um kynferði þessa orðs (í maí 2000) og svaraði því til að föl hefði ávallt verið hvomgkyns í Hvítársíðu, þar sem hann þekkti til, og það kom honum á óvart að það gæti verið kvenkyns. Kyngreining orðsins útmánaðaföl er einnig grunsamleg því að skóvarpaföl var talið hvorugkyns, en bæði orðin em úr sögum eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson (1918-1988). Ólafur var fæddur á Álftanesi (eins og Guðmundur Kamban), en ólst upp í Grafningi, 3Frumrit frásagnarinnar er glatað, en það skiptir ekki máli. Uppskriftin í Lb.s. 656, 4to er eftir Sigfús Skúlason (Schulesen) (1801-1862) sem var sýslumaður í báðum Þingeyjarsýslum 1851-1861. Hann var fæddur og upp alinn í Þingeyjarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.