Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 14
4
Orð og tunga
1847. Á þessum stað er nokkurn veginn orðrétt tekið upp úr handritinu, þar sem svo er
að orði komist: „fallið var föl á sléttlendið, enn ei hafði fest snjó í fjallinu sjálfu“ (Lbs.
656, 4to). Dæmið segir því lítið um málvenju Þorvalds.3
I orðabók Blöndals er einnig að finna hvorugkynsorðið snœföl sem ekki er vitað
um annars staðar. Hvorki er getið heimildar né notkunar og ekki heldur á orðabókar-
seðlinum. Athygli vekur að sá sem skrifaði hann hefir talið þetta orð vera kvenkyns
og auðkennt það með „f.“, og síðan hefir einhver annar strikað yfir það og ritað „n.“ í
staðinn. Þetta er eins og við orðiðföl. Eftir þessu að dæma hefir einhver af starfsmönn-
um orðabókarinnar (um 1910-20) talið/ó'/ og snœföl vera kvenkyns. Hitt er svo annað
mál að það er ráðgáta hvaðan orðmyndin snœföl er komin í orðabók Blöndals. Hún er í
sjálfu sér fyllilega eðlilegt orð, ekki síður en snjóföl og snjáföl (sem kunnugt er af einu
dæmi frá 17. öld), en undarlegt er að hennar verður hvergi annars staðar vart. Því fer að
vakna grunur um að snœföl, sem fyrst er kallað kvenkyns á seðlinum, sé e.k. endurómur
af gamla orðinu snœfölva. En vitanlega er það ágiskun ein.
Því er enn við þetta að bæta að í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru 12 samsetn-
ingar sem enda á -föl: drífuföl, fannarföl, fannföl, frostföl, lognföl, nœturföl, skóvarpa-
föl, skóvarpsföl, snjáföl, snjóföl, sólarföl og útmánaðaföl. Um hvert þessara orða er
aðeins eitt dæmi, nema um snjóföl. Þar eru dæmin 21. Vert er að athuga öll orðin með
hliðsjón af kyngreiningu. Ef litið er fyrst á þau 11 sem koma aðeins einu sinni fyrir,
reynast þau öll vera frá 19. og 20. öld nema snjáföl sem er langelst. Það er úr Vallaannál
um árið 1684, og verður aldurs og heimkynna vegna að teljast hvorugkynsorð þótt
dæmið skeri ekki úr.
Einungis þrjú orð af 11 eru sýnilega hvorugkyns, frostföl, lognföl og sólarföl. Sér-
staka athygli vekur orðið sólarföl. Það er úr ljóðabók eftir Matthías Johannessen (Fagur
er dalur (1966), bls. 105): „Við sjáum ekkert sólarföl til heiða / né söngvaþröst". En
tæpum 20 árum síðar notar Matthías orðiðföl í kvenkyni eins og áðan var minnst á. Það
er í smásögunni „Konungur af Aragon“, sem birtist í Andvara 1985 (bls. 124): „Jörð
var marauð en breyttist skyndilega og það mátti sjá sporin í hjamhvítri fölinni“.
Af öðmm dæmum verður ekki ráðið hvert kynið er. Á orðabókarseðlunum em
sex orðanna talin hvorugkyns, og er það ekki grunsamlegt, en tvö em sögð kvenkyns,
nœturföl og útmánaðaföl, og það þarf nánari athugunar við.
Dæmið um nœturföl er fengið úr smásögunni Dyr í vegginn (1958) eftir Guðmund
Böðvarsson (1904-1974), bls. 67: „en í baksýn var fjaran og Höfðinn, næturföl að þiðna
í hlíðum, blár himinn og víkin græn“. Guðmundur var Vestlendingur sem kunnugt er
og bjó á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Sonur skáldsins, Böðvar Guðmundsson, rithöfundur
og íslenskufræðingur, var spurður um kynferði þessa orðs (í maí 2000) og svaraði því
til að föl hefði ávallt verið hvomgkyns í Hvítársíðu, þar sem hann þekkti til, og það
kom honum á óvart að það gæti verið kvenkyns.
Kyngreining orðsins útmánaðaföl er einnig grunsamleg því að skóvarpaföl var
talið hvorugkyns, en bæði orðin em úr sögum eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson (1918-1988).
Ólafur var fæddur á Álftanesi (eins og Guðmundur Kamban), en ólst upp í Grafningi,
3Frumrit frásagnarinnar er glatað, en það skiptir ekki máli. Uppskriftin í Lb.s. 656, 4to er eftir Sigfús
Skúlason (Schulesen) (1801-1862) sem var sýslumaður í báðum Þingeyjarsýslum 1851-1861. Hann var
fæddur og upp alinn í Þingeyjarsýslu.