Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 137
Þórdís Úlfarsdóttir: Matarorð í íslenski orðabók
127
lyftiduft H efni notað í bakstur (blanda af matarsóda og fleiri efnum) til að
hann lyfti sér
Ósamræmis gætir líka víða í skýringunum. Það hefur verið viðamikið starf að reyna
að minnka það þótt það komi reyndar ekki verst fram í þeim flokki orða sem hér er til
umræðu. Ég skal þó nefna dæmi um ósamræmi sem auðvelt hefði verið að afstýra, en
það eru hinar hliðstæðu sagnir linsjóða og harðsjóða:
linsjóða s: /. egg sjóða egg stutt svo að það verði ekki hart; andrætt
harðsjóða
harðsjóða s sjóða mikið: harðsoðið egg þ.e. rauðan er ekki lengur fljótandi
Með því að gæta samræmis milli þessara tveggja skýringa gæti þetta hljóðað eitthvað
á þessa leið:
linsjóða s sjóða (egg) nógu stutt til að rauðan sé fljótandi, sbr. harðsjóða
harðsjóða s sjóða (egg) nógu lengi til að rauðan harðni, sbr. linsjóða
Ástæður þess að matarorðum er í mörgu ábótavant eru ekki ljósar. Ég hef þó veitt því
eftirtekt að orð sem varða þjóðlegan mat þarfnast einna síst endurbóta, orð eins og
áfir, grjúpán, hagldabrauð, hrœringur, magáll og ónbrauð. Vera kann að hið sögulega
samhengi sem slík orð koma oft fyrir í hafi haft einhver áhrif þarna á. Varðandi venjulegri
matarorð dettur mér í hug að skýringin sé að einhverju leyti fólgin í því að rosknir
karlmenn sömdu allar orðskýringar fyrir 2. útgáfu bókarinnar á 8. áratugnum.5 Orð
sem tilheyrðu að mestu leyti vettvangi kvennastarfa þóttu kannski ekki spennandi
viðfangsefni fyrir orðabókarhöfunda, þessi hversdagslegu eldhúsorð hafa e.t.v. ekki
þótt þess verð að mikil vinna væri lögð í þau. En þetta eru einungis getgátur. Ég veit
ennfremur af fenginni reynslu að þetta eru síður en svo auðveld orð að skýra, m.a. af
því að það er oft persónubundið hvaða merkingu menn leggja í orð eins og kjötsúpa
og rauðgrautur, svo tvö dæmi séu tekin, stundum er það jafnvel tilfinningamál því
þessi orð virðast oft snerta einhverja taug í mönnum sem tengist uppvexti þeirra og
æskuárum. Það er því vissara að feta sig áfram af ýtrustu varkárni þegar skýring er
samin við slfk orð.
Yfirlestur
Ekki er allskostar heppilegt að einn og sami aðili fullvinni flokk orðabókarskýringa
án þess að aðrir komi þar við sögu. Best er að leita viðbragða hjá öðrum (venjulega
vinnufélögum) áður en orðskýring er endanlega bókfest og má þannig oft finna réttara
eða heppilegra orðalag og jafnvel afstýra misskilningi. Við matarorðavinnuna leitaði ég
fyrst liðsinnis hjá Kristínu Bjamadóttur og Guðrúnu Kvaran orðabókarkonum og bað
5Byrjað var að setja bókina í prentsmiðju í janúar 1975 samkvæmt formála Árna Böðvarssonar.