Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 123
Kristín Bjamadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar
113
5 Að lokum
í þessari grein hefur verið lýst þeim grundvallarmun sem er á framsetningu orða-
bókarlýsingar á diski annars vegar og bók hins vegar. Megináhersla hefur verið lögð
á takmarkanir sem felast í viðmótinu sem blasir við notandanum og vandamál sem
því tengjast. Niðurstaðan er sú að í bók sé takmörkunin í aðalatriðum fólgin í heild-
arefnismassanum en á diski er vandamálið framsetning efnisins í nægjanlega litlum
einingum til þess að yfirsýn náist.
Mikilvægastabreytinginsem gerð er á sagnlýsingunni við flutning orðabókartextans
úr 2. útgáfu ÍO á disk er að mínu mati sú að gera setningargerð sagnarinnar að lykli að
orðabókartextanum, þ.e. að sjálfstæðri orðabókareiningu. Með því er gengið út frá því
að rökliðir sagnarinnar séu óaðskiljanlegur hluti af orðabókarlýsingunni en með því má
e.t.v. segja að stigið sé skref í átt til þess að færa orðabókarlýsingu nær hugmyndum
manna um uppbyggingu orðasafnsins og er þá átt við orðasafnið sem hluta málkerfisins.
Þar sem nýi miðillinn gefur kost á ýmsum möguleikum er mjög áhugavert að velta fyrir
sér hugmyndum um það hverjar þær upplýsingar eru sem hver málnotandi þarf að
geyma í kolli sér til þess að geta notað einstök orð. Takmarkanir á efnismassa sem
einkenna hefðbundnar orðabækur eins og prentaðar útgáfur af IO verða oft til þess
að merkingarlýsingin verður sá þáttur sem allt veltur á og aðrir þættir, t.d. formlegir,
verða að víkja. Þessar takmarkanir eru að nokkru leyti upphafnar í nýjum miðli og þar
gefst e.t.v. færi á að komast nær huglæga orðasafninu en hingað til, sérstaklega þar sem
formið sjálft er býsna sveigjanlegt og kostur gefst á hljóðum, myndum o.þ.h., auk lita
og framsetningar sem hér hefur verið greint frá. Síðast en ekki síst eru leitarmöguleikar
margir og í framtíðinni er jafnvel hægt að hugsa sér að orðabókamotandinn geti sjálfur
skilgreint hvers konar upplýsingar hann vill fá, þ.e. að orðabókin verði sérsniðin að
þörfum hvers og eins. Slíkt er að vísu mikil framtíðarmúsík!
Tölvuútgáfa ÍO er að mörgu leyti tilraunaverkefni. Hanna þurfti gagnagrunninn,
finna vinnuaðferðir, móta framsetningu og fara yfir textann, allt í kappi við tímann.
Aðalmarkmiðið var að koma textanum úr 2. útgáfu til skila þannig að hann kæmi not-
endum að sem bestum notum og þær nýjungar sem bryddað var upp á voru til þess
ætlaðar. Hins vegar var ljóst frá upphafi að ekki gæfist tími til að fastmóta framsetningu
á öllum atriðum til fulls þannig að verkið yrði að öllu leyti samræmt. Framsetning á
sögnunum var t.d. f mótun nánast fram í síðasta stafkaflann og talsverður munur er á
frágangi í þeim hlutum verksins sem fyrst voru unnir og í þeim síðustu. Þeir mögu-
leikar í framsetningu sem lýst er í þessari grein eru því meginreglan í sagnlýsingunni
en auðvelt er að finna afbrigði í orðabókartextanum. Við fýrirhugaða endurskoðun á
orðabókartextanum, bæði skýringum og orðaforða, verður síðan tækifæri til að meta
framsetninguna að nýju en kosturinn við að hafa textann í gagnagrunni er einmitt sá að
verkið getur verið í stöðugri endumýjun.