Orð og tunga - 01.06.2001, Side 58

Orð og tunga - 01.06.2001, Side 58
48 Orð og tunga Við vorum undireins í skóla (þ. e. ‘samtímis’ eða ‘saman’) Hún fermdist undireins og ég (þ. e. ‘við fermdumst saman’) Ég kom þangað undireins og hann (þ. e. ‘á sama tíma, um leið’ (en ekki endilega samferða honum)) Enn fremur komust heimildarmenn eitthvað á þessa leið að orði í útskýringum sínum: Þegar eitthvað fleira en eitt gerðist samtímis, þá var sagt, áð það gerðist undireins. Eins og áður segir voru umsagnir heimildarmanna nokkuð mismunandi að því er varðaði hversu algeng þessi merking væri. Skaftfellskur heimildarmaður (í Mýrdal) taldi þetta algengt fram um 1930. Heimildarmaður í uppsveitum Ámessýslu sagðist þekkja orðið undireins mætavel í merkingunni ‘samtímis’ og bætti við: Mér finnst það sé allalgengt hér. Aðrir könnuðust við þetta, enn öðmm kom þetta „ekki ókunnuglega fyrir“ eða „heyrist nú varla, nema þá hjá gömlu fólki“ o. s. frv. Ljóst er af þessu að um miðjan 8. áratug síðustu aldar er merkingin ‘samtímis’ í orðinu undireins vel kunn víða um land enda þótt hún virðist á undanhaldi. Heimildar- mennirnir að þessum fróðleik vom næstum allir fæddir eftir aldamót, flestir á ámnum 1907-23 og hafa því verið komnir um fimmtugt hinir yngstu og vel fram á sjötugsaldur hinir elstu. Ekki hefur verið gerð nein könnun á notkun og merkingu orðsins undireins á allra síðustu árum svo að kunnugt sé. Ef ummæli heimildarmanna hér að framan eru einhver vitnisburður um gengi orðsins í mæltu máli má ætla að það sé orðið sjaldheyrt nú í framangreindri merkingu. 3 Algengasta merking orðsins undireins í ræðu og riti í nútímamáli er ‘þegar í stað, strax’.9 Þessi merking kemur ekki fram fyrr en á síðari tímum en hlýtur að hafa æxlast út af ‘samtímis’-merkingunni. En sú spurning vaknar hvenær hennar fer að gæta. Hér eru ekki tök á að tímasetja það nákvæmlega og liggja til þess ýmsar ástæður. Söfn Orðabókarinnar sýna helst ‘samtímis’-merkinguna og liggur það í eðli orðtökunnar þar sem orðtökumaðurinn er einkum á höttunum eftir því sem gamalt er, sjaldgæft, sérkennilegt eða frábrugðið því sem tíðast er í hans eigin máli og samtíðar hans. Af þeim sökum er oft hætt við því að það, sem er algengt, sjálfsagt og hversdagslegt, verði út undan og eins konar slagsíða komi á dæmasafnið, þar verði gnótt dæma um hið eldra og sjaldgæfara en færra um dæmi hins algenga og erfitt að tímasetja hvenær breytingar á notkun og merkingu verða. Dæmin sýna að þetta er oft raunin. Því verður að fara í eftirleit, ef svo má að orði komast, til að finna elstu dæmi um orðið í nýrri merkingu en það kostar nýjan orðtökulestur og slíkt hefur ekki verið unnt nema að litlu leyti enn sem komið er. Hér verður þó reynt að tilfæra nokkur dæmi sem bráðafangs fundust við lauslegan leitarlestur og athugun orðabóka. Orðið undireins er tilgreint í merkingunum ‘strax, þegar í stað; samtímis’ í orðabók Menningarsjóðs, íslenskri orðabók handa skólum og almenningi (Ámi Böðvarsson 9Við leit í textasafninu fundust á annað hundrað dæmi og eftir textasamhenginu að ráða er merkingin ‘strax, þegar í stað’ einatt á ferðinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.