Orð og tunga - 01.06.2009, Page 16
6
Orð og tunga
nýrra orða úr innlendum efniviði hafi verið iðkuð frá landnámi
(1979:77, sbr. einnig Halldór Halldórsson 1971a:192-200). Væntanlega
á Halldór hér við að hreintungustefna standi ekki undir nafni nema
hún byggist á tilteknum hugmyndafræðilegum grunni, þ.e. þeirri
hreintunguhugmyndafræði sem íslenskir menntamenn kynntust um
1600. Sandoy (2000) segir að t.d. orðin himinn og helvíti í forníslensku
í stað latneskra eða grískra jafnheita „horer heime i dei spontane lag-
ingane, dvs. at dei er ord som blei til nesten automatisk som ei for-
klaring av eit nytt omgrep. Dei var neppe ein del av ein medveten
sprákpolitikk ..." (2000:244). Kristján Árnason (2004) tekur að nokkru
leyti í sama streng hvað þetta varðar og kemst að þeirri niðurstöðu að
ekki sé rétt að nota orðið hreintunguhyggja (púrismi) um
það sem tíðkaðist hér á miðöldum, heldur var um að ræða
glímu norrænnar tungu við erlendar hugmyndir [... ]
Málið tókst á við innflutta hugsun og menningu með þeim
hætti sem hentugastur var og þjónaði aðstæðum best [... ]
Og þessi hefð hefur haldið áfram fram til þessa, þótt að-
stæður hafi vissulega verið misjafnar eftir tímabilum
(Kristján Árnason 2004:400.)
Þetta mat á innlendri orðmyndun í forníslensku kemur heim og sam-
an við athuganir og greiningu Thomas (1991) á hreintungustefnu.
Hann fjallar m.a. um nýmyndanir, þar á meðal tökuþýðingar, í þýð-
ingum kristilegra rita á fornháþýsku, fornensku og forníslensku.
Hann segir að eina ástæða þess þegar sneitt er hjá erlendum orðhlut-
um í þýðingunum hafi verið að innlendir orðhlutar hafi verið taldir
best til þess fallnir að koma nýjum hugtökum til skila; þar hafi sem sé
ekki verið um hreintungustefnu að ræða (1991:117).
Hreintungustefnan barst sem sé til íslands um 1600 en nýmynd-
un orða úr innlendum efniviði virðist fyrir þann tíma hafa verið óháð
slíkri hugmyndafræði. Þegar Lærdómslistafélagið setti nýyrðastefn-
una fram berum orðum í stefnuskrá sinni má ætla að sú formstýring
hafi átt að geta fallið í frjóa jörð, ekki aðeins vegna þeirrar hreintungu-
hugmyndafræði sem hentaði markmiðum upplýsingarinnar og síðan
þjóðernisrómantíkurinnar, heldur einnig vegna þess að mynstrið var
að mörgu leyti þegar til staðar í klassíska íslenska ritmálsstaðlinum.
Hér á undan nefndi ég mat Kristjáns Árnasonar (2004), Sandoys
(2000), Halldórs Halldórssonar (1979) og Thomas (1991) á orðasmíð