Orð og tunga - 01.06.2009, Page 23
Ari Páll Kristinsson: Smíð. Lególeikur. Endurvinnsla.
13
má segja, þ.e. þau eru hentug sem eins konar yfirlýsing málnotand-
ans um að hann fylgi viðurkenndum viðmiðum málsamfélagsins um
hreint mál við formlegar aðstæður. Hér er virðing líklega lykilhugtak.
(16) Eðli aðstæðnanna kallar ekki í sjálfu sér á val milli nýyrð-
is og tökuorðs
—■> valið getur ráðist af mismunandi virðingu
nýyrði > virðing > formlegar aðstæður
tökuorð > takmörkuð virðing > óformlegar aðstæður
Orðaval í íslensku er breytilegt eftir málsniði eins og hér hefur verið
rætt. Það er hvorki sérkennilegt né óvenjulegt enda er orðaval í tungu-
málum oft breytilegt eftir aðstæðum. Það er hins vegar mikilvægt ein-
kenni íslenskrar málnotkunar að breytileikinn er að einhverju leyti,
e.t.v. að verulegu leyti, mótaður eftir uppruna orðanna í íslensku, þ.e.
eftir því hvort þau eru innlend eða erlend að ætterni. Samheitapör, á
borð við fartölva og lapptopp, munu hugsanlega halda hinu mismun-
andi stílgildi sínu framvegis, hvort sem næstu kynslóðir verða hrein-
tungusinnaðar eða ekki, en allt eins er líklegt að blær orðanna í vitund
fólks breytist með tímanum. Ég hef rökstutt annars staðar að marg-
umrætt samheitaástand er ekki stöðugt (Ari Páll Kristinsson 2002).
5 Samantekt
í þessari grein hefur einkum verið fjallað um samband íslenskra ný-
yrða og nýyrðastefnu, sem einnar greinar hreintungustefnu, og þau
áhrif sem mismunandi málsnið geta haft á notkun nýyrða.
Sýnt var fram á að enda þótt mörg íslensk nýyrði séu vissulega
mynduð beinlínis undir merkjum nýyrðastefnunnar þá er ekki beint
samband milli myndunar nýrra orða úr innlendum formum annars
vegar og nýyrðastefnu hins vegar. í íslenskri nýyrðamyndun er í senn
að verki nýyrðastefna sem hluti hreintungustefnu og einhvers konar
kerfislægt samhengi innan orðaforðans. Því er í raun ekki rétt að rekja
það eingöngu til hreintunguviðhorfa hve nýyrði úr innlendu efni eru
sterkt einkenni á íslenska orðaforðanum.
Einnig var sýnt að notkun nýyrða þarf ekki að hafa nein sérstök
vensl við nýyrðastefnu. Fólk notar almennt og yfirleitt þau orð sem
það kann og eru því tiltæk án þess að orðanotkunin þurfi að tengjast
málræktarviðhorfi. Þarna er þó ekki alveg öll sagan sögð: stundum er