Orð og tunga - 01.06.2009, Page 30
20
Orð og tunga
ýmissa íslenskra gælunafna, t.d. Halldór > Dóri og Ólafur > Láfi. Smám
saman fara orðin að lifa eigin lífi í málinu, merking þeirra þróast og
breytist og þau verða hráefni við myndun nýrra orða. Af rusti eru t.d.
mynduð orðin rustafenginn, rustamenni, rustaskapur o.fl. og dóni hefur
m.a. fætt af sér orðin dónalegur, dónarit og dónaskapur.
Öll mál verða fyrir áhrifum frá öðrum málum og það er ekkert í
eðli einstakra tungumála sem stuðlar að eða stendur í vegi fyrir því að
þau geti orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þótt tökuorð í íslensku
hafi lengstum verið tiltölulega fá sýnir þróun málsins vestanhafs að
íslenska hefur ekki fremur en önnur mál neinar innbyggðar varnir
gegn tökuorðum (um vestur-íslenskan orðaforða má t.d. lesa hjá Birnu
Arnbjörnsdóttur (2006)). Ytri aðstæður ráða mestu um það hvort til-
tekið tungumál verður fyrir utanaðkomandi áhrifum og hversu mikil
þau verða. Þar ræður landfræðileg, menningarleg eða pólitísk snert-
ing við önnur málsamfélög mestu svo og kunnátta málnotenda í öðr-
um tungumálum. Einnig geta samfélagsbreytingar eða tækniframfarir
sem kalla á ný hugtök stuðlað að fjölgun tökuorða, ekki síst ef nýjung-
arnar koma að utan. Áhrif milli tveggja tungumála eru iðulega ein-
hliða fremur en gagnkvæm og þá er það mál þess samfélags sem er
stærra eða valdameira en hitt — pólitískt, menningarlega, efnahags-
lega eða tæknilega — sem verður aðaláhrifavaldurinn. Ástæðan er
m.a. sú að samskiptin fara yfirleitt fram á því máli og þeir sem tilheyra
minna samfélaginu leggja sig fremur eftir að læra mál hins en öfugt.
Það eru fyrst og fremst þeir sem tala bæði málin sem miðla áhrifunum,
einkum þeir sem hafa það mál sem verður fyrir áhrifum að móðurmáli
en kunna jafnframt og nota erlenda málið sem áhrifin stafa frá. Fræði-
menn hafa bent á að yfirleitt þurfi talsverðan hóp málnotenda sem
hefur vald á báðum málum til þess að tökuorð nái að skjóta rótum
(sjá t.d. Haugen 1972:79; Myers-Scotton 2002:238) en útbreiðsla þeirra
ræðst síðan af samspili málfræðilegra og þó einkum málfélagslegra
aðstæðna.
3 Um erlend áhrif á 14. og 15. öld
3.1 Inngangur
Tökuorð hafa borist inn í íslenska tungu frá elstu tíð. Með kristnun
landsins í kringum árið 1000 barst fjöldi orða sem tengdist hinum