Orð og tunga - 01.06.2009, Page 35
Ásta Svavarsdóttir og Vetnrliði Óskarsson: Annarleg sprek ...
25
• Tvídæmi, um 90 orð, d.: bíkenndr, briíka, stát (státshnappr), straffa
• Þrídæmi, um 50 orð, d.: arbeiði, bírykta, byssa, kaupslaga
Orðin eru af ýmsum toga en þegar aðgætt er hvaða svið málsins urðu
einkum fyrir áhrifum kemur ekki á óvart að mörg þeirra eru tengd
atvinnu, verslun, viðskiptum, réttarfari, dómsmálum o.s.frv. Lausleg
talning sýnir að tæplega helmingur nýrra orðstofna er á þessu sviði.
Sem dæmi má taka eftirfarandi orð:
• Um persónur, störf og titla: dándimaðr, eðla, ekta, jungherra, réttari,
skraddari, æra
• Um verslun og viðskipti: arbeiði, borga, bítala, búza, háfur (kv.ft.),
kaupslaga, renta, péna
• Um réttarfar og dómsmál: dagþinga, feligr, fororð, klagan, krenkja,
straffa, útvísa
Ýmis óhlutbundin hugtök, formúluorð og orðasambönd eru líka stór
flokkur, um 25% orðstofnanna: alltíð, blífa, brúkafforsóma, makt, sérdeilis,
ske, strax o.m.fl.
Aðrir flokkar eru minni, með frá 5% og upp í 9% orðstofnanna
hver. Hér má taka þessi orð sem dæmi:
• Ýmsir veraldlegir hlutir (5%): baðtýgi, dammr, glas, koffr, koppa
• Skriftir, menntun, peningar, mál og vog (5%): bullafforða, hlýða,
innihalda, pappír, rolla; bismari, gyllini, kvartel
• Vopn, stríð, sjúkdómar, líkamsástand (5%): byssa, járnhattr, jukka,
mannslag, píla, skammfæra; plága, krankr
• Kirkjuleg málefni og kirkjuhlutir (6%): ferma, próventa, regla, spít-
ali, stúka; formi, graðall, lektari, pípa
• Matur og drykkur; fataefni, klæðnaður, skart (9%): máltíð, pipar,
rúsín, skenkja; flugelffóðr, kult, perla, státs, sæi, víll
Kirkjuorðin eru dálítið sér á parti því að þau eru einkum af latnesk-
um uppruna en að sögn orðsifjabóka komin í norræn mál gegnum
miðlágþýsku. Þau eru flest eldri en hin dæmigerðu „hansaorð" og eru
auk þess á öðru sviði en flest hinna orðanna sem fyrst og fremst eru af
veraldlegum toga.