Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 36
26
Orð og tunga
3.3 Leið orðanna í íslensku
Orð berast milli mála gegnum ritaða texta og við munnleg samskipti
og er engin ástæða til að annað hafi átt við um „hansaorðin" og leið
þeirra inn í íslensku.
Mörg orð af miðlágþýskum uppruna hafa að sjálfsögðu komið inn
um þýðingar og við lestur erlendra rita og á það einkum við um orð
sem tilheyra bókmenntum þessa tíma. Ýmis tökuorð af miðlágþýsk-
um uppruna sem þá voru nýleg eru t.d. í riddarasögum sem frum-
samdar voru á Islandi á 14. og 15. öld, að því er talið er, og bendir
það til þess að orðin hafi verið nægilega kunn til þess að höfundar
notuðu þau hiklaust í frásögnum sínum. Má þar nefna orð eins og fól,
máltíð, steikari, jaga, vakta, voga o.m.fl. (dæmi úr Vilhjálms sögu sjóðs
og Vilmundar sögu viðutan). Raunar þarf líka að taka þýðingar með
í reikninginn þegar hugað er að skjalamálinu því að eitthvað barst til
landsins af skjölum á miðlágþýsku og latínu, og einhvers konar „þýð-
ing" hefur einnig farið fram þegar Islendingar lásu norsk og dönsk
skjöl, hvort sem þeir gerðu það formlega eða stautuðu sig í gegnum
textann og létu viðsnúninginn fara fram í höfði sér á meðan þeir lásu.
Einhver orð hafa ferðalangar borið með sér heim eftir kaupferð-
ir eða námsdvöl erlendis líkt og verið hafði öldum saman. En ýmis
orð hafa vafalítið verið tekin upp við bein samskipti við kaupmenn
og kirkjuleg yfirvöld þótt ekki sé auðvelt að geta sér til um í hversu
miklum mæli slíkt hefur átt sér stað. Má annars vegar minna á að er-
lendir kaupmenn dvöldust oft vetrarlangt í landinu þegar þeir voru of
seinir til brottfarar að hausti svo að umgengni við þá var ekki einungis
bundin við kaup og sölu við skipshlið. Hins vegar voru hér á 14. og
15. öld löngum erlendir biskupar, einkum norskir og danskir, en í fá-
mennu landi hafa slíkir fyrirmenn og fylgi þeirra haft umtalsverð áhrif
á siði, venjur og málfar þeirra sem næstir þeim stóðu af almenningi.
Fá dæmi í textum 14.-15. aldar bera það þó sérstaklega með sér að
þau séu tekin upp úr talmáli. I fornbréfum er t.d. fátt að finna sem ekki
gæti allt eins verið úr ritmáli. Vissulega koma fyrir útlenskulegar orð-
myndir eins og help fyrir hjtílp6 o.fl. en þær geta allt eins átt rætur að
rekja til fyrirmynda í formlegum bréfum yfirvalda í Kaupmannahöfn
og til talmáls. Og orðmyndir í föstum formúlum eins og riadig og nadug
fyrir náðugr, verdug fyrir verðugr ogfullmektug fynr fullmektugr eru trú-
6„med guds help", Ólafur biskup Rögnvaldsson, um 1480 (DI 6:302).