Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 36

Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 36
26 Orð og tunga 3.3 Leið orðanna í íslensku Orð berast milli mála gegnum ritaða texta og við munnleg samskipti og er engin ástæða til að annað hafi átt við um „hansaorðin" og leið þeirra inn í íslensku. Mörg orð af miðlágþýskum uppruna hafa að sjálfsögðu komið inn um þýðingar og við lestur erlendra rita og á það einkum við um orð sem tilheyra bókmenntum þessa tíma. Ýmis tökuorð af miðlágþýsk- um uppruna sem þá voru nýleg eru t.d. í riddarasögum sem frum- samdar voru á Islandi á 14. og 15. öld, að því er talið er, og bendir það til þess að orðin hafi verið nægilega kunn til þess að höfundar notuðu þau hiklaust í frásögnum sínum. Má þar nefna orð eins og fól, máltíð, steikari, jaga, vakta, voga o.m.fl. (dæmi úr Vilhjálms sögu sjóðs og Vilmundar sögu viðutan). Raunar þarf líka að taka þýðingar með í reikninginn þegar hugað er að skjalamálinu því að eitthvað barst til landsins af skjölum á miðlágþýsku og latínu, og einhvers konar „þýð- ing" hefur einnig farið fram þegar Islendingar lásu norsk og dönsk skjöl, hvort sem þeir gerðu það formlega eða stautuðu sig í gegnum textann og létu viðsnúninginn fara fram í höfði sér á meðan þeir lásu. Einhver orð hafa ferðalangar borið með sér heim eftir kaupferð- ir eða námsdvöl erlendis líkt og verið hafði öldum saman. En ýmis orð hafa vafalítið verið tekin upp við bein samskipti við kaupmenn og kirkjuleg yfirvöld þótt ekki sé auðvelt að geta sér til um í hversu miklum mæli slíkt hefur átt sér stað. Má annars vegar minna á að er- lendir kaupmenn dvöldust oft vetrarlangt í landinu þegar þeir voru of seinir til brottfarar að hausti svo að umgengni við þá var ekki einungis bundin við kaup og sölu við skipshlið. Hins vegar voru hér á 14. og 15. öld löngum erlendir biskupar, einkum norskir og danskir, en í fá- mennu landi hafa slíkir fyrirmenn og fylgi þeirra haft umtalsverð áhrif á siði, venjur og málfar þeirra sem næstir þeim stóðu af almenningi. Fá dæmi í textum 14.-15. aldar bera það þó sérstaklega með sér að þau séu tekin upp úr talmáli. I fornbréfum er t.d. fátt að finna sem ekki gæti allt eins verið úr ritmáli. Vissulega koma fyrir útlenskulegar orð- myndir eins og help fyrir hjtílp6 o.fl. en þær geta allt eins átt rætur að rekja til fyrirmynda í formlegum bréfum yfirvalda í Kaupmannahöfn og til talmáls. Og orðmyndir í föstum formúlum eins og riadig og nadug fyrir náðugr, verdug fyrir verðugr ogfullmektug fynr fullmektugr eru trú- 6„med guds help", Ólafur biskup Rögnvaldsson, um 1480 (DI 6:302).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.