Orð og tunga - 01.06.2009, Page 37
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ...
27
lega teknar úr ritmáli. Hið sama á ugglaust við um eignarfallsmynd-
ina maiestets.7 I bréfi frá 1419 gefur reyndar íslenskur hirðstjóri „þol til
tvo (tvö?) kauplýð" af erlendu skipi „sem nú er í Hafnarfjord" til að
eiga viðskipti við landsmenn. Bréfið er á íslensku en í því koma bæði
fyrir nokkrar sérkennilegar beygingarmyndir og svo orðið „kauplýð"
'kaupmenn' sem ættað er úr mlþ. köplude (ft.) og er hugsanlegt að hirð-
stjórinn hafi hér tekið upp orð úr talmáli hinna erlendu skipverja.
Óbeinar líkur á öðrum áhrifum en ritmálsáhrifum má þó e.t.v.
finna ef vel er að gáð. I bréfi nokkru um reka, frá árinu 1430 (DI 4 nr.
469), koma t.d. fyrir óvenjumörg orð sem lítt eða ekki þekkjast áður:
lóðakkeri (mlþ. löt), bóglína (sbr. mholl. boechline), biínitt
(mlat. bonnetum; hluti seglbúnaðar), kabel (mlþ. kabel. me.
cabel, cable, < fr./lat.), so. léna 'lána' (mlþ. lénen), spíkari
(mlþ. spiker)
en einnig nokkur sjaldséð innlend orð, t.d.: höfuðtog (sennilega = akk-
erisfesti), saumr (naglar) og ró. Bréfritarinn er Jón Egilsson en hann var
að öllum líkindum norskur að uppruna og vann sem skrifari biskupa
um áratuga skeið á fyrri hluta 15. aldar, afskaplega afkastamikill og
gildur skrifari, og tökuorðin kunna að eiga rætur í norskum orðaforða
hans. Af þeim koma bóglína, búnitt, lóðakkeri og spíkari alls ekki fyr-
ir í öðrum fornum textum íslenskum; um kabel og léna er aðeins eitt
annað dæmi um hvort og þá bæði úr bréfum sem Jón skrifaði (IslDipl
286, 1431, IslDipl 278, 1431). Þess má geta að í öðrum bréfum Jóns er
að finna elstu dæmi í íslenskum ritum um ýmis orð af miðlágþýskum
uppruna, t.d. orðin grófr, vaktari ogforþrot.
3.4 Afdrif miðlágþýskra tökuorða í íslensku
Afdrif orðanna eru misjöfn og verður ekki gerð grein fyrir þeim í
stuttu máli. Þegar lauslega er litið yfir þau 500-600 orð af miðlágþýsk-
um uppruna, sem er að finna í fornbréfum fram til um 1500 sjáum við
að mörg hafa lifað áfram, lengur eða skemur. En æðimörg hafa hins
vegar horfið aftur eða myndu a.m.k. teljast fornleg nú. Sum þeirra
voru áreiðanlega að mestu leyti bundin við opinber bréf, svo sem orð
eins og bífela, dagþinga, forlíka, ofrdáðugheit, sónn 'samþykki' og tilgefa
7Formlega séð í kvenkyni: „eg gudne Jonsson kongligrar maiestets vmbodsmann"
(DI 7:384,1498, afrit frá um 1700).