Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 38
28
Orð og tunga
svo fáein séu nefnd, og náðu ekki að skjóta föstum rótum utan þess.
Sum orðin hafa væntanlega verið tekin upp vegna þess að þau þóttu
fín og endurspegluðu eftirsóknarverðan heim fjarlægan íslandi; þar
eru t.d. orð eins og sagnirnar blífa, brúka og ske og orð eins og sérdeilis,
strax og yfireins, en a.m.k. fimm fyrstnefndu orðin unnu sér hefð í mál-
inu þó að blífa og brúka hafi að nokkru leyti orðið afturreka og ske hafi
lengi verið eins og hundeltur útilegumaður sem alþýða manna hefur
þó skotið skjólshúsi yfir.
Sum orðin hafa lifað vegna þess að þau voru heiti á hlutum eða
fyrirbærum sem ekki höfðu áður þekkst hér, t.d. byssa, kragi, pappír,
perla, pipar, rúsín, önnur komu í stað gamalla orða eða lifðu við hlið
þeirra lengi, svo sem orðið máltíð sem tekið var upp við hlið orðsins
málsverður. — Önnur hafa horfið aftur, t.d. mannslag og skammfæra sem
tekin voru upp við hlið orðanna dráp, manndráp og meiða, skaða en eru
nú úrelt. Enn eru dæmi um orð sem tekin voru upp og lifa áfram en
hafa breytt um merkingu eða stílgildi. Dæmi um slíkt er selskapur sem
tekið var upp við hlið orðanna flokkur og mannsamnaður.
4 Um erlend áhrif í nútímamáli
4.1 Inngangur
Þegar nútíminn hélt innreið sína í íslenskt samfélag á síðari hluta 19.
aldar og þó sérstaklega á 20. öld urðu samfélagsbreytingar meiri og
hraðari en áður þekktist: margvíslegar nýjungar í verkháttum og
tækni komu til sögunnar og bárust yfirleitt að utan; tengsl við útlönd
jukust á ýmsum sviðum, erlendir kaupmenn, sérfræðingar og iðnað-
armenn settust að á íslandi og fleiri ferðamenn lögðu hingað leið sína
auk þess sem vaxandi fjöldi íslendinga dvaldist tímabundið við nám
og störf erlendis. Af þessum sökum áttu æ fleiri málnotendur í bein-
um samskiptum við útlendinga, bæði innanlands og utan, og jafnhliða
jókst menntun almennings, þ. á m. tungumálakunnátta. Um leið gjör-
breyttust allar forsendur fyrir erlendum áhrifum í íslensku þótt það
hafi vissulega ekki gerst í einu vetfangi.
Á fyrri hluta umrædds tímabils verða einnig grundvallarbreyting-
ar á stöðu íslenskrar tungu. Hún fékk táknrænt gildi í sjálfstæðisbar-
áttunni sem ein meginröksemdin fyrir því að íslendingar væru sérstök
þjóð og ættu því að eiga sér sérstakt ríki. Þetta hefur mótað viðhorf al-