Orð og tunga - 01.06.2009, Page 39
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ...
29
mennings til tungumálsins, að það sé eins konar fjöregg sem tryggir
sjálfstæði þjóðarinnar og henni beri því að hlúa að því og varðveita
það. Samhliða var líka unnið að því beint og óbeint að víkka út notk-
unarsvið málsins og staðla ritmálið þannig að það gæti betur þjónað
hlutverki sínu. Smátt og smátt breytist íslenska þannig úr útkjálka- og
minnihlutamáli í danska ríkinu, sem að vísu naut vissrar virðingar og
velvilja vegna bókmenntaarfsins, í það að verða þjóðtunga sjálfstæðs
ríkis sem er notuð á öllum sviðum þjóðlífsins. Hvort tveggja, almenn
og viðtekin viðhorf til tungunnar og ekki síður sterkari staða hennar
í þjóðfélaginu, vinnur gegn því að erlend máláhrif eigi greiða leið að
málinu.
Þarna eru því tveir andstæðir kraftar að verki: annars vegar mikil
og vaxandi samskiph við útlönd og aukin tungumálakunnátta; hins
vegar þjóðtunga með sterka og ráðandi stöðu í samfélaginu og ríkj-
andi viðhorf sem eru andstæð erlendum áhrifum — þó reyndar megi
bæta því við að enda þótt málverndarsjónarmið njóti fylgis almenn-
ings þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að afstaða málnotenda til töku-
orða er nokkuð mótsagnakennd, a.m.k. á síðari árum (Hanna Óladótt-
ir 2005, 2007; Kristján Árnason 2005).
Lengi framan af var beint samband einkum við Danmörku og
danska var það erlenda tungumál sem flestir íslendingar þekktu og
kunnu. Ætla má að flestir útlendingar sem settust að á Islandi hafi líka
verið frá Danmörku. Af þessum sökum eru langflest tökuorð frá þess-
um tíma úr dönsku og jafnvel þau sem eiga uppruna í öðrum málum
berast yfirleitt þaðan í íslensku. Þetta er í raun ekki ósvipað því sem
verið hafði, t.d. á þeim tíma sem fjallað var um í 3. kafla, en forsend-
urnar voru breyttar að því leyti að samskipti höfðu aukist og fleiri
íslendingar komist í beina snertingu við dönsku og dönskumælandi
fólk. Dönsk máláhrif á 19. og 20. öld — eðli þeirra og umfang og spor-
in sem þau hafa skilið eftir sig — hafa lítið verið rannsökuð í heild þótt
vissulega hafi verið fjallað um einstök orð og orð á ákveðnum sviðum
(sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2001).
Þegar líður á þetta tímabil fer að bera æ meira á enskum áhrif-
um í íslensku samfara vaxandi samskiptum við hinn enskumælandi
heim og aukinni enskukunnáttu. Upphafið má rekja allt aftur á 19.
öld, t.d. með viðskiptum við Bretland og fólksflutningum til Vestur-
heims, en framan af virðast tökuorð úr ensku þó einkum berast í gegn-
um dönsku. Það er t.d. ekki að sjá að tökuorð úr vestur-íslensku hafi