Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 40

Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 40
30 Orð og tunga borist að ráði til íslands þrátt fyrir bréfaskipti við brottflutta ættingja og vini eða með þeim sem fluttu til baka, kannski vegna þess að sá heimur sem þau lýsa var svo fjarlægur íslenskum veruleika að þeirra var engin þörf hér. Sé það rétt að útbreidd kunnátta í veitimálinu sé forsenda þess að tökuorð spretti upp og breiðist út (sbr. 2. kafla) þá var varla heldur grundvöllur fyrir beinum áhrifum ensku á íslensku á 19. öld og vel fram á þá 20. vegna þess hve fáir kunnu ensku. Heimildir sýna að þótt formleg enskukennsla hæfist í Lærða skólanum um 1850 var hún lengi lítil og stopul og fyrstu kennslubækur og orðabækur um ensku á íslandi komu út seint á 19. öld (sbr. Steinunn Einarsdóttir 2001). Það er varla fyrr en með síðari heimsstyrjöldinni að þetta fer að breytast. A stríðsárunum verða ákveðin straumhvörf því þá rofnuðu algjörlega tengslin við hið gamla áhrifasvæði og á sama tíma fylltist landið af enskumælandi hernámsliði með beinum samskiptum á ýms- um sviðum mannlífsins. Á meðan Danmörk var lokuð í stríðinu var siglt til Bretlands með afurðir og íslendingar sóttu vestur um haf til viðskipta og til náms. Þótt þetta ástand varaði ekki lengi þá var þarna hafin þróun sem hélt áfram eftir stríð og þegar samband komst aftur á við Danmörku og Norðurlönd var ísland orðið sjálfstætt lýðveldi, þjóð meðal þjóða. Frá stríðslokum hafa engilsaxnesk áhrif verið ríkjandi á Vestur- löndum öllum og smám saman fékk enska þá stöðu á íslandi sem danska hafði haft áður sem „Utlenskan", þ.e.a.s. sú lingua franca sem var lykillinn að samskiptum við umheiminn. Um aldamótin 2000 var enska orðin fyrsta erlenda málið sem íslensk börn læra í skólanum, mikill meirihluti þjóðarinnar lítur á hana sem mikilvægasta erlenda tungumálið (96%) samkvæmt könnun sem gerð var 2001, stór hluti þátttakenda í sömu könnun telur sig hafa gott vald á henni (64% — og 96% fólks undir þrítugu; sbr. Menntamálaráðuneytið 2001) og annar hver íslendingur notar hana daglega, einkum við nám og störf (Krist- ján Árnason 2005:108). 4.2 Umfang enskra aðkomuorða í íslenskum textum Með þeim breytingum sem síðari heimsstyrjöldin hafði í för með sér verður enska aðaláhrifavaldurinn gagnvart íslensku og nú á dögum koma langflest erlend tökuorð þaðan. í norrænni rannsókn á nýleg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.