Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 44
34
Orð og tunga
ertu nú Þorbergur og þið allir saman, með hina indversku
mission og kenninguna um passivitetið, að afstýra þessu
ekki! Er hann þá ekki til meira gagns en þetta þessi móralski
rembingur í hverjum götustrák í Reykjavík. Ég er svo ras-
andi og sorgmæddur og eyðilagður yfir þessari nóvember-
byltingu að ég á engin orð til þess að láta í ljósi tilfinningar
mínar.
Forvitnilegt er að bera stíl og orðaval í bréfinu saman við blaðagrein
sem fylgdi því og Halldór bað Þórberg að koma á framfæri við Morg-
nnblaðið, þótt hún birtist reyndar ekki þar heldur í Alþýðublaðinu í febr-
úar 1922 (sjá s.st.):
Ég mundi þora að gefa höfuð mitt að veði fyrir því, að
þessar stefnur, í hinni fullkomnari mynd sinni, leggja und-
ir sig heiminn, og það er jafn árángurslaust að reyna að
berja þær niður með valdi eins og að reyna að gleypa sól-
ina. Þetta er einginn spádómur, — allar leiðir liggja til
Róm, — til þess stefna allir sterkustu straumar í þjóðfélag-
inu, um heim allan, að einhverskonar kommúnismi nái yfir-
höndinni; út frá hinu núverandi ástandi er það hin einasta
rökrétta niðurstaða sem hugsanleg er, — önnur en enda-
laus stríð og eyðileggingar og brjálæði.
Fyrri textanum má líkja við óformlegu og persónulegu ritmálstext-
ana í textasafninu sem fjallað var um hér á undan en sá síðari svarar
til formlegu, ópersónulegu textanna. Hér heldur líka ungur maður á
pennanum því Halldór er um tvítugt þegar þetta er skrifað.
4.3 Eðli og einkenni enskra aðkomuorða í íslenskum textum
Hvaða orð eru það þá sem birtast í textunum og í hvaða formi eru þau?
Hér verða tekin dæmi úr textasafni úr tal- og ritmáli sem sagt var frá
í 4.2. Eins og þar kom fram voru ýmiss konar sérnöfn meðtalin í at-
hugunum á þessum textum en þar fyrir utan spanna ensku aðkomu-
orðin allt frá enskum orðum sem greinilega er litið á sem slík (t.d. í
tilvitnunum) til tökuorða sem eru svo samgróin íslenskum framburði,
ritvenjum og beygingu að líklegt verður að telja að málnotendur al-
mennt líti á þau sem hver önnur íslensk orð; einnig má nefna erlendar