Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 45
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ... 35
skammstafanir svo og blendingsorð þar sem saman koma orðliðir af
erlendri og innlendri rót. Síðasttöldu orðin eru ýmist tilkomin við það
að hluti erlends orðs er þýddur þegar farið er að nota það í íslensku
eða við orðmyndun í íslensku á grundvelli tökuorðs. Dæmi um orð
sem fyrir koma í textunum eru sýnd hér að neðan:
• Nöfn: Cats, McDonalds, Tarsan, Herbalife, Photoshop
• Tilvísunarorð eða málvíxl: beautiful, "who cares”, "in the real life"
• Skammstafanir: PC, GSM, AA
• Tökuorð:
- bootið, e-mailinu (þgf.þ deit, ceriosið, sjiir
- skottís, ókei, meika, klúbbur,faxa, partí, gír
• Blendingar: lásasprey, kokkteilglas, gamalhippi, vinnudress, traktors-
skófla
Við talningu og útreikninga voru öll orð sem eiga rætur í ensku með-
talin og í norrænu rannsókninni voru sömuleiðis öll orð sem uppfylltu
skilyrði um uppruna og aldur tekin með. Astæðan er sú að það er eng-
in einföld og einhlít leið til að greina á milli raunverulegra tökuorða,
þ.e.a.s. orða sem notuð eru endurtekið í íslenskum textum og eru að
meira eða minna leyti aðlöguð íslensku málkerfi, og erlendra orða sem
notuð eru sem slík, og þá yfirleitt bara einu sinni. í textunum er oftast
bara eitt dæmi um orð sem eru mjög framandleg í íslensku en það á
hins vegar líka við um mörg orð sem eru vel aðlöguð og virðist þess
vegna einboðið að líta á sem tökuorð. Þetta getur jafnvel líka verið á
hinn veginn — að orð sem maður hyllist til að líta á sem útlend geta
samt komið oft fyrir í tilteknum textum. Hér á eftir eru sýnd algeng-
ustu orðin í dagblaðatextunum (þrjú eða fleiri dæmi um hvert):
fax hass kassetta parket
grill póstmódemískur pick up (no.) pasta
jeppi skúlptúr popp plastparket
station toppa super rallýkeppni
etanól antikhúsgögn THX Digital stereó
car rental debetkort dragdrottning (d)jamsession
heróín double hommi rokk
pitsa/pizza intemet kreditkort grafík(listamaður)
Tafla 2. Algengustu aðkomuorðin í dagblaðatextum frá 1975 og 2000.