Orð og tunga - 01.06.2009, Page 49
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ...
39
orð) og hlutfall tökuorða af öllum þeim orðum sem þar koma fyrir
(uppflettiorð). í þessu sambandi verður þó að hafa nokkra fyrirvara. í
fyrsta lagi eru aðferðir við greiningu og talningu tökuorða og útreikn-
inga á hlutfalli þeirra í textunum ekki alveg sambærilegar. í öðru lagi
eru eldri textarnir sem athugaðir voru mun einsleitari en þeir yngri og
þeir spanna miklu lengra tímabil. Miðlágþýsk tökuorð voru eingöngu
skoðuð í fornbréfum en þau eru frá u.þ.b. tveggja alda tímabili. Aftur á
móti voru ensk tökuorð í nútímamáli athuguð í nokkrum mismunandi
textagerðum — annars vegar í dagblöðum sem orðtekin voru í heild
og hins vegar í samsettu textasafni úr talmáli og ritmáli — en þessir
textar spanna tiltölulega stutt tímabil því þeir eru allir frá sl. 30-35 ár-
um. Samanburðurinn byggist eingöngu á síðarnefnda textasafninu og
fyrir nútímamálið eru birtar tvær tölur, annars vegar fyrir textasafnið í
heild og hins vegar eingöngu fyrir formlegri ritmálstextana, en það er
sú textagerð í nútímamálsefninu sem stendur næst fornbréfunum að
stíl og málsniði. í báðum tilvikum er um formlegt opinbert ritmál að
ræða þótt vissulega séu þessir textar ekki alveg sambærilegir — ann-
ars vegar opinber skjöl og hins vegar (innlendar) fréttir og fréttatengt
efni.
Miðlágþýsk áhrif á 14. og 15. öld Ensk áhrif í lok 20. aldar
íslenskfornbréf Formlegt ritmál (fréttir o.þ.h.) Allir textar (talmál, óformlegt og formlegt ritmál)
Lesmálsorð 0,3% 0,3% 0,6%
Uppflettiorð 3,9% 2,0% 3,7%
Tafla 3. Samanburður á hlutfalli miðlágþýskra tökuorða í fornbréfum og
enskra tökuorða í nútímamálstextum.
Samkvæmt töflunni er hlutfall dæma um tökuorð það sama í forn-
bréfunum og í formlegu ritmálmálstextunum úr nútímamáli en aftur
á móti allnokkru hærra ef nútímamálstextarnir eru skoðaðir í heild.
Nú á dögum eru því ensk tökuorð talsvert algengari við óformlegar
aðstæður, bæði í tali og riti, en miðlágþýsk tökuorð voru í opinber-
um skjölum á sinni tíð. Við getum hins vegar ekki vitað hvernig tíðni
þeirra var þá háttað í daglegu máli. Sé litið á hlutfall tökuorða af þeim
orðaforða sem birtist í textunum er það svipað í fornbréfunum og í
nútímamálstextunum í heild en aftur á móti talsvert lægra í formlegu